Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.  Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.

 

Umsóknarfrestur er til 25. maí 2011
 

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV“ .  Þar koma fram frekari upplýsingar varðandi umsóknarferlið. 

 

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson   í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar
Ársþing HSV verður haldið þriðjudaginn 10.maí kl 18:00 í Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði 4.hæð. Nánar
 
Þriðjudaginn 3. maí n.k. mun forvarnafulltrúi Ísafjarðarbæjar og HSV í samstarfi við GÍ standa fyrir forvarnadegi fyrir miðstigsnemendur í Grunnskólanum á Ísafirði. Nemendum frá Þingeyri og Suðureyri verður ekið fram og til baka en gert er ráð fyrir að fræðslan standi frá 8:00-13:00 eða í sex kennslustundir. Þessum sex kennslustundum verður skipt í þrjár hreyfistundir og þrjá fyrirlestra sem verða í höndunum á Salóme Ingólfsdóttur næringarfræðingi sem fjallar um mikilvægi góðrar næringar, Mörthu Ernstdóttur sjúkraþjálfara og jógakennara sem fjallar um mikilvægi þess að hugsa vel um líkamann sinn og Erni Árnasyni leikara sem mun tala um framkomu.

Mánudaginn 2. maí kl. 20:00 verður foreldrafundur í sal GÍ þar sem sömu fyrirlesarar munu kynna sína fyrirlestra og fræða foreldra. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og nýti sér þessa flottu fyrirlesara. 
Nánar
Lið Grunnskóla Ísafjarðar varð í þriðja sæti í úrslitum Skólahreysti sem fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík í gær. Tólf skólar kepptu til úrslita en alls tóku 120 skólar þátt í keppninni þetta árið.  Sýnt var beint frá úrslitunum í Ríkissjónvarpinu. Ísfirðingarnir, þau Martha Þorsteinsdóttir, Rannveig Hjaltadóttir, Hálfdán Jónsson og Patrekur Þór Agnarsson, stóðu sig frábærlega vel.  Gaman er að geta þess að íþrótta bakrunnur krakkana er fjölbreyttur en þau koma úr knattspyrnu, körfuknattleik, skíðum og sundi og geta því nokkur íþróttafélög í bænum þóst eiga eitthvað í þeim.  Í fyrsta sæti varð Holtaskóli og Lindaskóli í öðru sæti. Aðeins munaði einu stigi milli efstu liðanna.

 
Nánar
Frá vinstri Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdarstjóri ÍSÍ, Lárus Blöndal varaforseti ÍSÍ, Jens Kristmannsson, Margrét Bjarnadótti sem einnig var sæmd Heiðurskrossi og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ
Frá vinstri Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdarstjóri ÍSÍ, Lárus Blöndal varaforseti ÍSÍ, Jens Kristmannsson, Margrét Bjarnadótti sem einnig var sæmd Heiðurskrossi og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ

Jens Kristmannsson íþróttafrömuður frá Ísafirði og fyrrum stjórnarmaður í ÍSÍ var á 70.íþróttaþingi ÍSÍ sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ fyrir mikið og framúrskarandi framlag til íþróttahreyfingarinnar.  Jens hefur unnið gríðalega mikið og gott starf fyrir íþróttahreyfinguna í Ísafjarðarbæ meðal annars fyrir Hörð og ÍBÍ. Jens sat einnig í stjórn ÍSÍ. Óskum við Jens innilega til hamingju með viðurkenninguna.

70. Íþróttaþing ÍSÍ var haldið í Gullhömrum Grafarholti 8-9 apríl. Alls áttu 188 rétt til setu á þinginu,  94 frá sérsamböndum ÍSÍ og 94 frá héraðssamböndum og íþróttabandalögum.  Að auki eru fjórir fulltrúar úr röðum íþróttafólks.

Á síðasta þingi var lögum ÍSÍ breytt og við það fækkaði fulltrúum talsvert. HSV átti rétt á að senda einn fulltrúa og fór framkvæmdarstjóri HSV á þingið. 

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ var endurkjörinn með dynjandi lófaklappi.  Í framkvæmdastjórn ÍSÍ voru kjörin Friðrik Einarsson, Gunnar Bragason, Hafsteinn Pálsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Helga. H. Magnúsdóttir, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir; Jón Gestur Viggósson, Lárus Blöndal, Sigríður Jónsdóttir og Örn Andrésson.  Í varastjórn voru kjörnir Garðar Svansson, Gunnlaugur Júlíusson og Gústaf A. Hjaltason.

Þingstörf gengu vel fyrir sig, þingnefndir störfuðu á föstudagskvöld við yfirferð tillagna en þingið afgreiddi alls yfir 20 tillögur sem birtar verða á heimasíðu ÍSÍ fljótlega.
Þingforsetar voru Daníel Jakobsson bæjarstjóri á Ísafirði og Steinn Halldórsson starfsmaður ÍBR.


 

Nánar