Fríður hópur skrifaði undir samning við KFÍ á dögunum og er félagið mjög ánægt með samningana. Fyrstur til að setja nafn sitt á blað var yfirþjálfari KFÍ Pétur Már Sigurðsson og er því kominn heim á ný, en nú sem þjálfari, en hann spilaði hér sex tímabil sem leikmaður.
Síðan skrifuðu ellefu leikmenn meistaraflokks undir og eru þeir til tveggja ára. Þar með er undirbúningur fyrir keppnina næsta vetur komið á fullt og eru strákarnir komnir á fullt í æfingar hjá Jóni Oddssyni sem er aðstoðarþjálfari með Pétri og verður æft í allt sumar með örhléi.
Körfuboltabúðir KFÍ byrjuðu á sunnudaginn og eru á fullu þessa dagana og út vikuna. Gaman er að fylgjast með þessum frábærum körfuboltabúðum þar sem ríflega 80 iðkendur taka þátt. Hægt er að fylgjast með búðunum á heimasíðu KFÍ www.kfi.is þar eru reglulega eru settar inn fréttir og upplýsingar um búðirnar.
Nánar
Héraðssamband
Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Geta allir
íþróttamenn sótt um styrk í sjóðinn svo framlega sem þeir séu aðilar innan HSV
og uppfylli þau skilyrði sem eru í 7.grein laga afreksmannasjóðsins.
7. gr.
Stjórn
sjóðsins getur veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna
skilyrða:
Ef hann
keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða
Norðurlandameistaramótum.
Ef hann
er valinn í landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í
íþróttagrein
sinni á
landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp
bestu
íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun
sérsambanda
(sé hún til).
Lið eða
hópur geta fengið úthlutað ef þau eru framarlega í íþróttagrein sinni á
landsvísu
eða hafa
sýnt mjög góðan árangur og eru líkleg til að komast í hóp bestu liða/hópa
Hægt er að sjá
reglugerð sjóðsins inn á heimasíðu HSV.
Umsóknarfrestur
er til 24. júní 2011
Allar nánari
upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is
Nánar
Margt var um manninn á þinginu.
Jón Páll Hreinsson veitti Ásdísi Birnu Pálsdóttur silfurmerki HSV
Ársþing HSV var haldið þriðjudaginn 10 maí í stjórnsýsluhúsinu Ísafirði. Þingið fór vel fram og var mjög góð mæting, 39 kjörmenn voru mættir en með stjórn og gestum voru yfir 50 manns á þinginu og kom þar vel fram sá styrkur og kraftur sem liggur í hreyfingunni um þessar mundir. Margar tillögur voru afgreiddar á þinginu og var mikil og góð umræða í nefndum þingsins. Gestir þingsins voru Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdarstjóri ÍSÍ og Gunnar Gunnarsson stjórnarmaður í UMFÍ og ávörpuðu þau þingið. Formaður HSV veitti Ásdísi Birnu Pálsdóttur Blakfélaginu Skell silfurmerki HSV en Ásdís hefur verið máttarstólpi í Blakfélaginu í mörg ár og unnið mikið og fórnfúst starf fyrir félagið. HSV óskar Ásdísi innilega til hamingju með viðurkenninguna. Marinó Hákonarson var þingforseti og stjórnaði þinginu af mikilli röggsemi.
Jón Páll Hreinsson var endurkjörinn formaður HSV en aðrir í stjórn sambandsins eru Guðni Guðnason, Maron Pétursson, Erla Jónsdóttir og Sturla Páll Sturluson. Í varastjórn sitja Margrét Högnadóttir, Ari Hólmsteinsson og Jóhann Krókness Torfason.
Nánar
Styrktarsjóður þjálfara HSV
Héraðssamband
Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt
reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því
móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum
til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og
félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.
Umsóknarfrestur er
til 25. maí 2011
Vakin er sérstök
áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV“ . Þar koma fram frekari upplýsingar varðandi
umsóknarferlið.
Allar nánari upplýsingar veitir
framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is
Nánar
Ársþing HSV verður haldið þriðjudaginn 10.maí kl 18:00 í Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði 4.hæð.
Nánar