Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2010 var kjörinn í gær sunnudaginn 23.janúar. Flottur hópur af frábæru íþróttafólki var tilnefndur frá níu íþróttarfélögum. Emil Pálsson Boltafélagi Ísafjarðar varð hlutskarpastur í kjörinu annað árið í röð. Þrátt fyrir ungan aldur er Emil einn allra besti knattspyrnumaður sem Vestfirðingar hafa átt. Hann spilaði á æfingamóti í Svíþjóð með U-18 ára liði Íslands þar sem hann var byrjunarmaður í öllum leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur er hann burðarstólpi í meistaraflokki BÍ88 og var fyrirliði þess árið 2010. Hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum KSÍ og stundar nú æfingar með U-19 ára landsliði Íslands. Hann leggur hart að sér við æfingar jafnt sem leiki og er fyrirmynd allra íþróttamanna, yngri sem eldri. Emil er vel af þessum titli kominn og óskar HSV honum innilega til hamingju með árangurinn.
Í kjöri til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar voru eftirfarandi íþróttafólk. Við hjá HSV erum gríðalega stolt af þessu frábæra íþróttafólki og óskum þeim öllum til hamingju með frábæran árangur á síðasta ári og hlökkum til að fylgjast með því í framtíðinni.
Anton Helgi Guðjónsson Golfklúbbi Ísafjarðar
Elena Dís Víðisdóttir Sundfélaginu Vestra
Elín Jónsdóttir Skíðafélagi Ísfirðinga
Emil Pálsson Boltafélagi Ísafjarðar
Guðmundur Valdimarsson Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar
Jóhann Bragason Hestamannafélaginu Stormi
Margrét Rún Rúnarsdóttir Ksf. Harðar
Craic Schoen KFÍ
Ragney Líf Stefánsdóttir Íþróttafélaginu Ívar
NánarUngmennafélag Íslands stendur fyrir námskeiðum í Kompás undir yfirskriftinni, mannréttindi, lýðræði og barnasáttmálinn. Námskeiðin eru ætluð æskulýðsleiðtogum, kennurum og öðrum er vinna með ungu fólki sem fagaðilar eða áhugafólk.
Námskeiðin eru byggð á handbókinni Kompás. Kenndir verða hópeflisleikir ásamt hagnýtum verkefnum. Markmiðið er að virkja ungt fólk og vekja jákvæða vitund þeirra á mannréttindum, mannvirðingu og eflingu minnihlutahópa.
- Fyrsta námskeiðið verður haldið í Hrafnagilsskóla 14.-15 janúar þar sem mannréttindi verða tekin fyrir.
Leiðbeinendur verða Pétur Björgvin Þorsteinsson og Ágúst Þór Árnason. - Annað námskeiðið undir yfirskriftinni ,,Lýðræði" verður haldið á Húsavík 28.-29. janúar.
Leiðbeinendur þar verða Pétur Björgvin Þorsteinsson og Aldís Yngvadóttir. - Þriðja og síðasta námskeiðið undir yfirskriftinni ,,Barnasáttmálinn" verður haldið á Þórshöfn 11.-12. febrúar. Leiðbeinendur verða Pétur Björgvin Þorsteinsson og Elísabet Gísladóttir.
Dagskrá námskeiðanna er með þeim hætti að þau hefjast öll klukkan 18.30 á föstudögum til 21.30 með kvöldverði og hópefli. Á laugardeginum hefjast þau klukkan 9 og standa til klukkan 17.
Skráning og upplýsingar eru í síma 568-2929 eða á netfanginu alda@umfi.is
Nánar