Sunnudaginn 23.janúar kl 16:00 verður íþróttamaður Ísafjarðarbæjar útnefndur við hátíðlega athöfn. Athöfnin fer fram á 4.hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði og er öllum opin. Nánar
HSV minnir á að umsóknarfrestur til að sækja í ferðasjóð íþróttafélaga 2010 ér til 10.janúar 2011. Nánar
 

Ungmennafélag Íslands stendur fyrir námskeiðum í Kompás undir yfirskriftinni, mannréttindi, lýðræði og barnasáttmálinn. Námskeiðin eru ætluð æskulýðsleiðtogum, kennurum og öðrum er vinna með ungu fólki sem fagaðilar eða áhugafólk.  

Námskeiðin eru byggð á handbókinni Kompás. Kenndir verða hópeflisleikir ásamt hagnýtum verkefnum. Markmiðið er að virkja ungt fólk og vekja jákvæða vitund þeirra á mannréttindum, mannvirðingu og eflingu minnihlutahópa.

  • Fyrsta námskeiðið verður haldið í Hrafnagilsskóla 14.-15 janúar þar sem mannréttindi verða tekin fyrir.
    Leiðbeinendur verða Pétur Björgvin Þorsteinsson og Ágúst Þór Árnason.
  • Annað námskeiðið undir yfirskriftinni ,,Lýðræði" verður haldið á Húsavík 28.-29. janúar.
    Leiðbeinendur þar verða Pétur Björgvin Þorsteinsson og Aldís Yngvadóttir.
  • Þriðja og síðasta námskeiðið undir yfirskriftinni ,,Barnasáttmálinn" verður haldið á Þórshöfn 11.-12. febrúar. Leiðbeinendur verða Pétur Björgvin Þorsteinsson og Elísabet Gísladóttir.

Dagskrá námskeiðanna er með þeim hætti að þau hefjast öll klukkan 18.30 á föstudögum til 21.30 með kvöldverði og hópefli.  Á laugardeginum hefjast þau klukkan 9 og standa til klukkan 17.

Skráning og upplýsingar eru í síma 568-2929 eða á netfanginu alda@umfi.is

Nánar
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar og Jón Páll Hreinsson, formaður Héraðssambands Vestfirðinga, skrifuðu í dag undir samstarfssamning og verkefnasamning. Samningar sem þessir hafa verið í gildi undanfarin ár og hafa vakið athygli og eftirtekt á landsvísu.

Samstarfssamningurinn hljóðar alls upp á 10,2 m.kr. og felur í sér framlag bæjarins vegna skrifstofuhúsnæðis, þjálfarastyrkja, húsaleigu- og æfingastyrkja og framlög í afreksmannasjóð.

Verkefnasamningurinn felur í sér rekstrarstyrk frá Ísafjarðarbæ að fjárhæð 6,7 m.kr. sem verður ráðstafað sem rekstrarframlagi til aðildarfélaga HSV. Stjórn HSV sér um að ráðstafa rekstrarframlaginu milli félaga með tilliti til umfangs barna- og unglingastarfs þeirra.

Aðildarfélög HSV taka á móti að sér einstaka verkefni, svo sem þrif á fjörum, umsjón með golfvöllum, vinnu við Skíðaviku og 17. júní, þrif eftir áramót og fleira. Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga óskar öllum nær og fjær gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári.

Nánar