Fjallapassaleiknum lokið - vinningshafar dregnir út
Dregið var út vegna Fjallapassans 2010 í dag. Daníel Jakobsson nýráðinn bæjarstjóri dró vinningana út og var fulltrúi Sýslumanns viðstaddur til þess að gæta að allt færi löglega fram.
Dregið var úr innsendum pössum og er óhætt að fullyrða að um 500 fjallgönguferðir hafi verið farnar fyrir tilstuðlan þessa leiks.
Vinningshafar í leiknum eru:
Magnea Garðarsdóttir Ísafirði - Flug innanlands fram og til baka frá Flugfélagið Ísalands
Guðbjörg Kristín Arnarsdóttir Reykjavík - Gjafabréf frá Vesturferðum- gönguferð milli Aðalvíkur og Hesteyrar
Hallgrímur Hjálmarsson Hnífsdal - bankabók frá Sparisjóðnum með 10.000 kr. inneign
Arna Kristbjörnsdóttir Ísafirði - bankabók frá Sparisjóðnum með 10.000 kr. inneign
Þórdís Guðmundsdóttir Ísafirði - bankabók frá Íslandsbanka með 10.000 kr. inneign
Oddur Örn Sævarsson Akranesi - Gjafabréf frá Hafnarbúðinni
Hrafn Snorrason Ísafirði - Ferðabók frá Eymundssyni
Kolbrún Halldórsdóttir Ísafirði - Ferðabók frá Eymundssyni
Eftirtaldir fengur sundkort frá Ísafjarðarbæ
Oddný B. Birgisdóttir Ísafirði
Jóhanna Oddsdóttir Ísafirði
Sigurbjörg Kjartansdóttir Ísafirði
Arnar Guðmundsson Ísafirði
Soffía Þóra Einarsdóttir Ísafirði
Kristmann Kristmannsson Reykjavík
Magnea Halldórsdóttir Reykjavík
Andrés Nói Arnarsson Reykjavík
Vilmar Ben Hallgrímsson Ísafirði
Rannveig Halldórsdóttir Ísafirði
Heilsuefling í Ísafjarðarbæ og HSV vill þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í leiknum og vonum að þeir hafi haft bæði gagn og gaman af þátttökunni.
Jafnframt viljum við þakka þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem gerðu okkur kleift að gera þennan leik að veruleika.
Nánar
ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið júlí - desember 2010. Þjálfarar sem sækja sér menntun erlendis á fyrrgreindu tímabili geta sótt um styrk á þar til gerðum eyðublöðum inn á isi.is sem finna má undir „Efnisveita". Umsóknarfrestur er til og með 20. september nk. Allar frekari upplýsingar um þjálfarastyrki ÍSÍ veitir sviðsstjóri fræðslusviðs í síma 460-1467 og á vidar@isi.is Sjá einnig frétt á isi.is
Nánar
Fjallapassinn - gönguferð
Heilsueflingu í Ísafjarðarbæ og HSV vilja minna á að Fjallapassaleikurinn er ennþá í fullum gangi.
Á sunnudaginn 29. ágúst mun Ferðafélag Ísafjarðar fara í göngu í samstarfi við Fjallapassan. Fyrirhugað er að ganga frá gönguhúsinu á Seljalandsdal kl. 13:00. Þaðan er farið upp með Buná, fram að vötnum, upp á Miðfellsháls og þaðan upp á Kistufell. Þaðan verður farið sem leið liggur í Syðridal og Hnífsdal, yfir Þjófaskörð og niður Seljalandsdal og þaðan aftur að gönguhúsi.
Heilsuefling í Ísafjarðarbæ vilja benda á að í þessari ferð er hægt að stimpla í Fjallapassann við Þjófaskörð og verður hægt að nálgast passa hjá leiðsögumanni.
Leikurinn er í fullum gangi og stendur til 10. september 2010. Við viljum hvetja fólk til að taka þátt í þessum skemmtilega leik og fá í leiðinni holla og góða hreyfingu. Hægt er að nálgast passana í Hamraborg, Upplýsingamiðstöð ferðamála og hjá N1 á Ísafirði. Einnig er hægt að skila pössunum í Hamraborg og fá ís að launum þegar þeim er skilað eða skila þeim í Upplýsingamiðstöð ferðamála.
Nánar
Unglingalandsmót UMFÍ 2010
HSV sendi fjölmennan og glæsilegan hóp íþróttafólks á unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Yfir 70 krakkar á aldrinum 11-18 ára mættu til leiks frá HSV og kepptu í körfuknattleik, knattspyrnu, sundi, frjálsum íþróttum, golfi, glímu og skák. Mótið fór einstaklega vel fram og skemmtu keppendur og fjölskyldur þeirra sér konunglega í blíðskaparveðri. Góð stemning var á tjaldsvæði sem félagið fékk úthlutað þar sem Vestfirðinga úr HSV, HSB og Héraðssambandið Hrafnaflóki voru á sama stað. HSV og HSB voru með sameiginlegt samkomutjald og höfðu stóra Muurikka pönnu meðferðis sem fólk gat eldað á. Þessar pönnur hafa komið einstaklega vel út á landsmótunum og vakið heilmikla lukku meðal fólks.
Keppni byrjaði í körfuknattleik á fimmtudeginum og svo fór allt í gang á föstudeginum og keppt var fram á sunnudag. Keppendur og fjölskyldur frá HSV voru mjög ánægðar eftir frábæra helgi þar sem keppt var í íþróttum og fylgst með og tekið þátt í fullt af frábærri afþreyingu sem fylgja svona samkomum. Krakkarnir komu heim með rúmlega þrjátíu verðlaunapeninga sem fengust í körfuknattleik, sundi, frjálsum íþróttum og glímu og meðal þeirra gullverðlaun í sundi og glímu.
HSV þakkar öllum þeim sem komu að starfi HSV við unglingalandsmótið og sérstakar þakkir eru til landsmótsnefndar þeirra Guðna Guðnasonar aðalfararstjóra, Magnúsar Valssonar, Önnu Katrínar Bjarnadóttur og Hildar Pétursdóttur. HSV þakkar einnig gott samstarf við HSB.
Einnig fá fyrirtækin 3X Technology, Landflutningar Samskip, Samkaup Úrval þakkir fyrir góða hjálp við undirbúning við Landsmótið.
Nánar
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í verkefnasjóð sambandsins. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að styrkja útbreiðslu og átaksverkefni í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Styrkveitingum er ætlað að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka aðgengi að einstökum íþróttagreinum.
Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2010
Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV" og þar í verkefnasjóður.
Sjóðurinn styrkir ekki: mannvirkjagerð, áhaldakaup, keppnisferðir eða uppskeruhátíðir.
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is
Nánar