Sameiginlegt lið BÍ/Bolungarvík vann sér sæti í 1.deild í knattspyrnu nú í sumar með því að lenda í öðru sæti í 2.deild. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur hjá þessu unga og efnilega liði. Liðið vann fimmtán leiki í sumar, gerði tvö jafntefli, tapaði fimm leikjum og fékk því 47 stig. Á lokahófi liðsins á laugardaginn var Sigurgir Sveinn Gíslason kosinn besti leikmaður sumarsins, Andri Rúnar Bjarnason var kosinn verðmætasti leikmaðurinn ásamt því að vera markahæstur en hann skoraði 18 mörk í 21 leik og Emil Pálsson var kosinn efnilegasti leikmaðurinn. HSV óskar liðinu til hamingju með glæsilegan árangur og óskar þeim velfarnaðar í 1.deild.
NánarUmsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað. Til úthlutunar vegna ársins 2010 verða 57 millj. króna. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um í sjóðinn vegna ferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf íþróttamót á árinu 2010. Umsóknarsvæðið verður opið út mánudaginn 10.janúar 2011. Ekki verður tekið við umsóknum eftir það.
Hægt er að komast inn á umsóknarsvæðið í gegnum tengil á forsíðu heimasíðu ÍSÍ eða með því að smella hér. Við stofnun umsóknar fær viðkomandi senda vefslóð sem er rafrænn lykill að umsókninni. Með því að smella á vefslóðina er hægt að koma aftur að umsókninni allt þar til hún er fullkláruð. Umsóknin er síðan send til ÍSÍ í gegnum umsóknarsvæðið innan tilskilins umsóknarfrests.
NánarDregið var úr innsendum pössum og er óhætt að fullyrða að um 500 fjallgönguferðir hafi verið farnar fyrir tilstuðlan þessa leiks.
Vinningshafar í leiknum eru:
Magnea Garðarsdóttir Ísafirði - Flug innanlands fram og til baka frá Flugfélagið Ísalands
Guðbjörg Kristín Arnarsdóttir Reykjavík - Gjafabréf frá Vesturferðum- gönguferð milli Aðalvíkur og Hesteyrar
Hallgrímur Hjálmarsson Hnífsdal - bankabók frá Sparisjóðnum með 10.000 kr. inneign
Arna Kristbjörnsdóttir Ísafirði - bankabók frá Sparisjóðnum með 10.000 kr. inneign
Þórdís Guðmundsdóttir Ísafirði - bankabók frá Íslandsbanka með 10.000 kr. inneign
Oddur Örn Sævarsson Akranesi - Gjafabréf frá Hafnarbúðinni
Hrafn Snorrason Ísafirði - Ferðabók frá Eymundssyni
Kolbrún Halldórsdóttir Ísafirði - Ferðabók frá Eymundssyni
Eftirtaldir fengur sundkort frá Ísafjarðarbæ
Oddný B. Birgisdóttir Ísafirði
Jóhanna Oddsdóttir Ísafirði
Sigurbjörg Kjartansdóttir Ísafirði
Arnar Guðmundsson Ísafirði
Soffía Þóra Einarsdóttir Ísafirði
Kristmann Kristmannsson Reykjavík
Magnea Halldórsdóttir Reykjavík
Andrés Nói Arnarsson Reykjavík
Vilmar Ben Hallgrímsson Ísafirði
Rannveig Halldórsdóttir Ísafirði
Heilsuefling í Ísafjarðarbæ og HSV vill þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í leiknum og vonum að þeir hafi haft bæði gagn og gaman af þátttökunni.
Jafnframt viljum við þakka þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem gerðu okkur kleift að gera þennan leik að veruleika.
NánarÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið júlí - desember 2010. Þjálfarar sem sækja sér menntun erlendis á fyrrgreindu tímabili geta sótt um styrk á þar til gerðum eyðublöðum inn á isi.is sem finna má undir „Efnisveita". Umsóknarfrestur er til og með 20. september nk. Allar frekari upplýsingar um þjálfarastyrki ÍSÍ veitir sviðsstjóri fræðslusviðs í síma 460-1467 og á vidar@isi.is Sjá einnig frétt á isi.is
NánarÁ sunnudaginn 29. ágúst mun Ferðafélag Ísafjarðar fara í göngu í samstarfi við Fjallapassan. Fyrirhugað er að ganga frá gönguhúsinu á Seljalandsdal kl. 13:00. Þaðan er farið upp með Buná, fram að vötnum, upp á Miðfellsháls og þaðan upp á Kistufell. Þaðan verður farið sem leið liggur í Syðridal og Hnífsdal, yfir Þjófaskörð og niður Seljalandsdal og þaðan aftur að gönguhúsi.
Heilsuefling í Ísafjarðarbæ vilja benda á að í þessari ferð er hægt að stimpla í Fjallapassann við Þjófaskörð og verður hægt að nálgast passa hjá leiðsögumanni.
Leikurinn er í fullum gangi og stendur til 10. september 2010. Við viljum hvetja fólk til að taka þátt í þessum skemmtilega leik og fá í leiðinni holla og góða hreyfingu. Hægt er að nálgast passana í Hamraborg, Upplýsingamiðstöð ferðamála og hjá N1 á Ísafirði. Einnig er hægt að skila pössunum í Hamraborg og fá ís að launum þegar þeim er skilað eða skila þeim í Upplýsingamiðstöð ferðamála.
Nánar