HSV sendi fjölmennan og glæsilegan hóp íþróttafólks á unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.  Yfir 70 krakkar á aldrinum 11-18 ára mættu til leiks frá HSV og kepptu í körfuknattleik, knattspyrnu, sundi, frjálsum íþróttum, golfi, glímu og skák. Mótið fór einstaklega vel fram og skemmtu keppendur og fjölskyldur þeirra sér konunglega í blíðskaparveðri.  Góð stemning var á tjaldsvæði sem félagið fékk úthlutað þar sem Vestfirðinga úr HSV, HSB og Héraðssambandið Hrafnaflóki voru á sama stað.  HSV og HSB voru með sameiginlegt samkomutjald og höfðu stóra Muurikka pönnu meðferðis sem fólk gat eldað á.  Þessar pönnur hafa komið einstaklega vel út á landsmótunum og vakið heilmikla lukku meðal fólks. 
Keppni byrjaði í körfuknattleik á fimmtudeginum og svo fór allt í gang á föstudeginum og keppt var fram á sunnudag.  Keppendur og fjölskyldur frá HSV voru mjög ánægðar eftir frábæra helgi þar sem keppt var í íþróttum og fylgst með og tekið þátt í fullt af frábærri afþreyingu sem fylgja svona samkomum. Krakkarnir komu heim með rúmlega þrjátíu verðlaunapeninga sem fengust í körfuknattleik, sundi, frjálsum íþróttum og glímu og meðal þeirra gullverðlaun í sundi og glímu. 
HSV þakkar öllum þeim sem komu að starfi HSV við unglingalandsmótið og sérstakar þakkir eru til landsmótsnefndar þeirra Guðna Guðnasonar aðalfararstjóra, Magnúsar Valssonar, Önnu Katrínar Bjarnadóttur og Hildar Pétursdóttur.  HSV þakkar einnig gott samstarf við HSB.
Einnig fá fyrirtækin 3X Technology, Landflutningar Samskip, Samkaup Úrval þakkir fyrir góða hjálp við undirbúning við Landsmótið.

Nánar
  Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í verkefnasjóð sambandsins. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að styrkja útbreiðslu og átaksverkefni í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Styrkveitingum er ætlað að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka aðgengi að einstökum íþróttagreinum. 

Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2010

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV" og þar í verkefnasjóður. 

Sjóðurinn styrkir ekki: mannvirkjagerð, áhaldakaup, keppnisferðir eða uppskeruhátíðir.

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson   í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar

Skráning er hafin á 13. unglingalandsmót UMFí sem verður haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.

 
Skráningin verður opin í tvær vikur en henni lýkur á miðnætti föstudaginn 23. júlí.

 

Keppendur eru hvattir til að skrá þátttöku tímanlega

Nánar
Fjallapassinn hefur farið gríðalega vel af stað og er nú búið að prenta annað upplag af pössunum.  Þeir ættu nú að vera komnir Bensínstöðina N1 Ísafirði, Hamraborg og upplýsingamiðstöðina í Edinborgarhúsinu. 

Fjallapassinn er skemmtilegur fjallgönguleikur á vegum Heilsueflingar í Ísafjarðarbæ, í samvinnu við Héraðssamband Vestfirðinga.  Leikurinn gengur út á að þú stimplir í fjallapassann þinn með stimplum sem eru í kössum eða vörðum á gönguleiðunum. Þegar þú hefur farið a.m.k. 4 gönguleiðir af þeim 6 sem eru í fjallapassanum, skilar þú honum inn. Allir passarnir fara svo í pott og verða nöfn heppinna göngugarpa dregin út að leik loknum og eru vegleg verðlaun í boði.
Fjallapassinn hefur verið mjög vinsæll undanfarin ár og hafa verið farnar rúmlega 400 fjallgöngur í tengslum við leikinn.  Þetta gerir fjallapassaleikinn eitt stærsta og fjölmennasta heilsueflingarátak í Ísafjarðarbæ þó víða væri leitað.  Heilsuefling í Ísafjarðarbæ og HSV hvetja alla að taka þátt í leiknum enda um mjög hollan, skemmtilegan og fjölskylduvænan leik að ræða.
Frekari upplýsingar um leikinn er að sjá á heimasíðu leiksins www.fjallapassinn.is

Nánar

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Ungmennasamband Borgarfjarðar er mótshaldari þessa Unglingalandsmóts. Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni.


Allir á aldrinum 11 - 18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalandsmótinu. Keppendur greiða eitt mótsgjald, kr. 6.000.- og fá með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Búseta og aðild að íþróttafélagi skiptir engu máli, allir hafa jafnan rétt til keppni á mótinu.

Keppnisgreinar á Unglingalandsmótinu verða dans, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, mótocross, skák og sund. Þá gefst fötluðum kostur á að keppa í sundi og frjálsíþróttum.

Skráning keppenda hefst mánudaginn 12. júlí.

Skráningu lýkur á miðnætti föstudaginn 23. júlí.

HSV mætir að sjálfsögðu til leiks á unglingalandsmótið í Borganesi.  Fyrirkomulagið verður eins og undanfarin ár.  Keppendur, einstaklingar eða lið skrá sig til leiks á netinu í skráningakerfi unglingalandsmótsins.  Þegar skráningu er lokið þarf að hafa samband við HSV því greiðla á keppnisgjaldi fer í gegnum HSV.  Eitt keppnisgjald er fyrir einstakling og fær hann þá keppnisrétt í öllum keppnisgreinum á mótinu.  HSV fær úthlutað ákveðnu svæði á tjaldsvæði mótsins þar sem allt okkar fólk ætti að geta komið sér vel fyrir.  Þar mun HSV setja upp samkomutjald þar sem hægt verður að setjast niður og borða, spjalla og hafa gaman.  Einnig verður til taks Muurikka panna sem fólk getur nýtt sér til að elda á.

HSV hvetur alla sem áhuga hafa á að keppa í einhverjum af þeim keppnisgreinum sem í boði eru að skrá sig.  Unglingalandsmót er frábær fjölskylduhátíð fyrir alla sem vilja skemmta sér vel.  Allar upplýsingar um mótið er hægt að sjá á heimasíðu mótsins http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/ .  Einnig er hægt að hafa samband við framkvæmdarstjóra HSV í tölvupóst hsv@hsv.is eða í síma 450-8450. 

Keppendur sem skrá sig þurfa að vera búinn að greiða HSV sitt gjald fyrir 23.júlí.    Þegar búið er að skrá keppanda þarf að greiða fyrir einstaklinginn inn á reikning HSV 556-14-602395 kt:490500-3160 og setja nafn keppanda í skýringu og/eða senda kvittun á tölvupóst HSV hsv@hsv.is.  Einnig þarf að senda upplýsingar um keppandann á tölvupóstfang HSV hsv@hsv.is , upplýsingar sem þurfa að koma fram þar eru nafn og kennitala keppanda, keppnisgrein/ar keppanda, nafn, sími og tölvupóstfang foreldra/forráðarmanns.  Yfirfararstjóri HSV verður Guðni Guðnason.

Fyrir þá krakka sem hafa áhuga á að keppa í frjálsum íþróttum á unglingalandsmótinu og vilja fá þjálfun eða tilsögn. þá eru æfingar undir stjórn Jóns Oddssonar í sumar,  æfingar fyrir 10-13 ára á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kr 12:00-13:00 og fyrir 14 ára og eldri kl 18:30 sömu daga.   

Nánar