Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í verkefnasjóð sambandsins. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að styrkja útbreiðslu og átaksverkefni í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Styrkveitingum er ætlað að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka aðgengi að einstökum íþróttagreinum. 

Umsóknarfrestur er til 22. nóvember 2010

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV" og þar í verkefnasjóður. 

Sjóðurinn styrkir ekki: mannvirkjagerð, áhaldakaup, keppnisferðir eða uppskeruhátíðir.

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson   í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar
Mikið og öflugt starf er í gangi hjá Höfrungi Þingeyri í vetur.  Börnin æfa af kappi blak og fótbolta fjórum sinnum í viku.  Boccia æfingar eru iðkaðar og fara æfingar fram á mánudögum og föstudögum. Á miðvikudögum er nú boðið upp á nýjung hjá Höfrungi en það er línudans.  Sunderóbik er tvisvar í viku á mánudögum og laugardögum og svo er fjölskyldutíminn á sunnudögum mjög vinsæll en þar koma fjölskyldur saman og foreldrar leika sér við börnin í hinum ýmsu íþróttum og leikjum.  Höfrungur stendur sig greinilega vel í að stuðla að hreyfingu og iðkun íþrótta meðal allra aldurshópa. Nánar
Sundfélagið Vestri og Skíðafélag Ísfirðinga hafa skrifað undir samninga við afreksfólk sitt. Samningurinn er við þá íþróttamenn sem stunda nám við Menntaskólann á Ísafirði og eru skráðir á afreksbraut skólans. Samningurinn er svokallaður „fyrirmyndarsamningur" og skrifa íþróttamennirnir m.a undir það að sniðganga áfengi, tóbak og aðra vímugjafa sem og stunda almennt hollt og heilbrigt líferni. Við undirskrift samningsins fengu krakkarnir að gjöf afar vegleg æfingaföt frá sportvöruversluninni Núpi á Ísafirði, en bæði Núpur og sérstakur forvarnarsjóður Lýðheilsustöðvar styrktu fatakaupin.

Með samningnum er Sundfélagið og Skíðafélagið að gefa tóninn varðandi afreksmannastefnu í samfélaginu og hversu mikilvægt það sé að afreksíþróttamenn taki ákvörðun um það nota hvorki áfengi, tóbak né aðra vímugjafa samhliða sinni íþrótt. Þeir íþróttamenn sem skrifuðu undir eru: Aníta Björk Jóhannsdóttir Vestra, Anna María Stefánsdóttir Vestra, Ástrós Þóra Valsdóttir Vestra, Herdís Magnúsdóttir Vestra, Elín Jónsdóttir SFÍ, Ebba Kristín Guðmundsdóttir SFÍ og Gauti Geirsson SFÍ. Vestri og Skíðafélagið vilja jafnframt hvetja önnur íþróttafélög á svæðinu að taka sig til fyrirmyndar og gera slíkt hið sama fyrir sitt íþróttafólk.

Nánar
Handknattleiksdeild Harðar á tvo fulltrúa í æfingahóp U-19 landsliðs Íslands í handbolta. Þetta eru þeir Axel Sveinsson og Jóhann Gunnar Guðbjartsson. Axel er örvhentur hornamaður og er fæddur árið 1993. Jóhann Gunnar er rétthent skytta og er fæddur árið 1992. Drengirnir hafa verið boðaðir suður til Reykjavíkur á fimm æfingar um helgina, frá fimmtudegi til sunnudags.
Ingvar yfirþjálfari deildarinnar mun fylgja drengjunum suður og fylgjast með framgangi þeirra á æfingum sem og fylgjast með störfum landsliðsþjálfarans.
Við óskum drengjunum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þennan merka áfanga.
Einnig hægt að sjá í frétt á heimasíðu Harðar www.hsv.is/hordur . Nánar
  Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Geta allir íþróttamenn sótt um styrk í sjóðinn svo framlega sem þeir séu aðilar innan HSV og uppfylli þau skilyrði sem eru í 7.grein laga afreksmannasjóðsins.

7. gr.

Stjórn sjóðsins getur veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:

Ef hann keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða

Norðurlandameistaramótum.

Ef hann er valinn í landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein

sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp

bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun

sérsambanda (sé hún til).

Lið eða hópur geta fengið úthlutað ef þau eru framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu

eða hafa sýnt mjög góðan árangur og eru líkleg til að komast í hóp bestu liða/hópa

Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins inn á heimasíðu HSV.  

Umsóknarfrestur er til  5. nóvember 2010

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson  í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar