Jón Páll Hreinsson var endurkjörinn formaður HSV en aðrir í stjórn sambandsins eru Guðni Guðnason, Maron Pétursson, Erla Jónsdóttir og Sturla Páll Sturluson. Í varastjórn sitja Margrét Högnadóttir, Ari Hólmsteinsson og Jóhann Krókness Torfason. Nánar
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.
Umsóknarfrestur er
til 25. maí 2011
Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV“ . Þar koma fram frekari upplýsingar varðandi umsóknarferlið.
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is
NánarÞriðjudaginn 3. maí n.k. mun forvarnafulltrúi Ísafjarðarbæjar og HSV í samstarfi við GÍ standa fyrir forvarnadegi fyrir miðstigsnemendur í Grunnskólanum á Ísafirði. Nemendum frá Þingeyri og Suðureyri verður ekið fram og til baka en gert er ráð fyrir að fræðslan standi frá 8:00-13:00 eða í sex kennslustundir. Þessum sex kennslustundum verður skipt í þrjár hreyfistundir og þrjá fyrirlestra sem verða í höndunum á Salóme Ingólfsdóttur næringarfræðingi sem fjallar um mikilvægi góðrar næringar, Mörthu Ernstdóttur sjúkraþjálfara og jógakennara sem fjallar um mikilvægi þess að hugsa vel um líkamann sinn og Erni Árnasyni leikara sem mun tala um framkomu. Mánudaginn 2. maí kl. 20:00 verður foreldrafundur í sal GÍ þar sem sömu fyrirlesarar munu kynna sína fyrirlestra og fræða foreldra. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og nýti sér þessa flottu fyrirlesara. |
Nánar