- 23.07.11
Auglýst er eftir yfirþjálfar í íþróttaskóla HSV
Héraðssamband Vestfirðinga óskar eftir því að ráða metnaðarfullan og drífandi aðila í starf yfirþjálfara íþróttaskóla HSV. Íþróttaskóli HSV sér um alla þjálfun barna í 1-4. bekk í Ísafjarðarbæ í samvinnu við aðildarfélög HSV. Í íþróttaskóla HSV verður lögð áhersla á grunnþjálfun iðkenda ásamt því að þau fá þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum hjá aðildafélögum HSV. Um er að ræða 75% starf.
Starfssvið
· Ábyrgð á þjálfun og skipulagningu íþróttaskóla HSV
· Skipuleggja grunnþjálfunarhluta skólans
· Skipuleggur í samstarfi við þjálfara aðildarfélaga þjálfun í öðrum greinum
· Skipuleggur starf kynningagreina í íþróttaskólanum
· Sér um samskipti við foreldra iðkenda
· Sér um samskipti við þjálfara aðildarfélaga
· Skipuleggur í samstarfi við aðildarfélög íþróttamót og aðra viðburði
Menntunar – og hæfniskröfum
· Háskólamenntun á sviði íþrótta æskileg
· Mikil reynsla af þjálfun yngri barna æskileg
· Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
· Stundvísi
· Hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til 7.ágúst og þarf einstaklingurinn að geta hafið störf 15.ágúst. Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdarstjóra HSV í netfang hsv@hsv.is og í síma 450-8450.
NánarÍ haust þegar skólaár hefst mun Héraðssamband Vestfirðinga (HSV) í samstarfi við aðildarfélög sín setja á legg íþróttaskóla HSV fyrir börn í 1-4 bekk grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Íþróttaskóli HSV mun leggja áherslu á grunnþjálfun barna ásamt því að þau fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV. Ráðinn verður yfirþjálfari sem sér um skipulagningu ásamt því að sjá um grunnþjálfun. Hann mun einnig skipuleggja og þjálfa aðrar greinar í samstarfi við aðildarfélög HSV. HSV og aðildarfélög hafa unnið að þessu verkefni í langan tíma og hefur sú vinna nú borið árangur. Ísafjarðarbær styður verkefnið og var stofnun skólans ein af grunnstoðum í nýjum samningi Ísafjarðarbæjar og HSV sem undirritaður var síðastliðin vetur.
Markmið skólans eru.
· Fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir
· Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð
· Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum
· Að auka gæði þjálfunar
· Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
· Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu.
NánarUnglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Ungmenna og íþróttasamband Austurlands er mótshaldari og stefnt er að því að halda glæsilegt mót við góðar aðstæður.
Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni.
Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalandsmótinu. Keppendur greiða eitt mótsgjald, kr. 6.000.- og fá með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum.
Glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar á Egilsstöðum en Landsmót UMFÍ var haldið þar árið 2001 og töluverð uppbygging varð í kringum það mót. Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur í hjarta bæjarins. Sundlaug og íþróttahús er þar rétt við hliðina og öll önnur íþróttamannvirki í næsta nágrenni.
Tjaldstæði keppenda verður afskaplega vel staðsett og í göngufæri við keppnissvæðin.
Samhliða íþróttakeppninni verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna á daginn. Þar má nefna að skemmtidagskrá verður í Tjarnargarðinum alla daga. Sprelligosa- og Fjörkálfaklúbbar, leiktæki fyrir born og unglinga og gönguferðir með leiðsögn alla daga fyrir þá sem eldri eru. Þá verða fjölbreyttar kvöldvökur og síðan flugeldasýning á sunnudagskvöldið eins og venja er.
Opnað hefur verið fyrir skráningar á mótið og skrá keppendur sig sjálfir inn og greiða í gegnun heimasíðu mótsins www.ulm.is .
Allar frekari upplýsingar gefur framkvæmdarstjóri HSV í netfang hsv@hsv.is og síma 450-8450 Nánar
Í gær fór fram lokahátíð leikanna og er von á þeim til landsins í dag.
Nánar