HSV auglýsir stöðu yfirþjálfara
Auglýst er eftir yfirþjálfar í íþróttaskóla HSV
Héraðssamband Vestfirðinga óskar eftir því að
ráða metnaðarfullan og drífandi aðila í starf yfirþjálfara íþróttaskóla
HSV. Íþróttaskóli HSV sér um alla
þjálfun barna í 1-4. bekk í Ísafjarðarbæ í samvinnu við aðildarfélög HSV. Í íþróttaskóla HSV verður lögð áhersla á
grunnþjálfun iðkenda ásamt því að þau fá þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum
sem í boði eru á eldri stigum hjá aðildafélögum HSV. Um er að ræða 75% starf.
Starfssvið
·
Ábyrgð á þjálfun og
skipulagningu íþróttaskóla HSV
·
Skipuleggja grunnþjálfunarhluta
skólans
·
Skipuleggur í samstarfi við
þjálfara aðildarfélaga þjálfun í öðrum greinum
·
Skipuleggur starf
kynningagreina í íþróttaskólanum
·
Sér um samskipti við
foreldra iðkenda
·
Sér um samskipti við
þjálfara aðildarfélaga
·
Skipuleggur í samstarfi við
aðildarfélög íþróttamót og aðra viðburði
Menntunar – og hæfniskröfum
·
Háskólamenntun á sviði
íþrótta æskileg
·
Mikil reynsla af þjálfun
yngri barna æskileg
·
Jákvæðni og lipurð í
mannlegum samskiptum
·
Sjálfstæð og skipulögð
vinnubrögð
·
Stundvísi
·
Hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til 7.ágúst og þarf
einstaklingurinn að geta hafið störf 15.ágúst.
Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdarstjóra HSV í netfang hsv@hsv.is
og í síma 450-8450.
Nánar
Í haust þegar skólaár hefst mun Héraðssamband
Vestfirðinga (HSV) í samstarfi við aðildarfélög sín setja á legg íþróttaskóla
HSV fyrir börn í 1-4 bekk grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Íþróttaskóli HSV mun leggja áherslu á
grunnþjálfun barna ásamt því að þau fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum
sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV. Ráðinn verður yfirþjálfari sem sér um
skipulagningu ásamt því að sjá um grunnþjálfun.
Hann mun einnig skipuleggja og þjálfa aðrar greinar í samstarfi við
aðildarfélög HSV. HSV og aðildarfélög
hafa unnið að þessu verkefni í langan tíma og hefur sú vinna nú borið árangur. Ísafjarðarbær styður verkefnið og var stofnun
skólans ein af grunnstoðum í nýjum samningi Ísafjarðarbæjar og HSV sem
undirritaður var síðastliðin vetur.
Markmið skólans eru.
·
Fá sem allra flest börn til
að iðka íþróttir
·
Að fyrstu kynni barna af
íþróttaiðkun sé jákvæð
·
Að börn fái að kynnast sem
flestum íþróttagreinum
·
Að auka gæði þjálfunar
·
Lækka kostnað heimila við
íþróttaiðkun barna
·
Auka grunnþjálfunarhluta
æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu.
Nánar
Unglingalandsmótið á Egilsstöðum
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Ungmenna og íþróttasamband Austurlands er mótshaldari og stefnt er að því að halda glæsilegt mót við góðar aðstæður.
Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni.
Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalandsmótinu. Keppendur greiða eitt mótsgjald, kr. 6.000.- og fá með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum.
Glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar á Egilsstöðum en Landsmót UMFÍ var haldið þar árið 2001 og töluverð uppbygging varð í kringum það mót. Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur í hjarta bæjarins. Sundlaug og íþróttahús er þar rétt við hliðina og öll önnur íþróttamannvirki í næsta nágrenni.
Tjaldstæði keppenda verður afskaplega vel staðsett og í göngufæri við keppnissvæðin.
Samhliða íþróttakeppninni verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna á daginn. Þar má nefna að skemmtidagskrá verður í Tjarnargarðinum alla daga. Sprelligosa- og Fjörkálfaklúbbar, leiktæki fyrir born og unglinga og gönguferðir með leiðsögn alla daga fyrir þá sem eldri eru. Þá verða fjölbreyttar kvöldvökur og síðan flugeldasýning á sunnudagskvöldið eins og venja er.
Opnað hefur verið fyrir skráningar á mótið og skrá keppendur sig sjálfir inn og greiða í gegnun heimasíðu mótsins www.ulm.is .
Allar frekari upplýsingar gefur framkvæmdarstjóri HSV í netfang hsv@hsv.is og síma 450-8450
Nánar
Frábær árangur á Special Olympics
Íþróttafólki úr íþróttafélaginu Ívar gerði frábæra hluti á Special Olympics í Aþenu. Kristín Þorsteinsdóttir vann silfurverðlaun í 100 m skriðsundi og Emelía Arnþórsdóttir hafnaði í fjórða sæti í bocce. Frábær árangur hjá þessum flottu íþróttastúlkum. HSV óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Í gær fór fram lokahátíð leikanna og er von á þeim til landsins í dag.
Nánar
Nú er hafinn á ný fjallgönguleikurinn Fjallapassinn á norðanverðum Vestfjörðum. Leikurinn hefur verið í gangi yfir sumartímann árin 2007, 2008 og 2010 og notið mikilla vinsælda. Markmið Fjallapassans er að hvetja einstaklinga og fjölskyldur til að nýta sér þær leiðir til heilsueflingar sem felast í náttúrunni. „Með þátttöku í skemmtilegum leik getur hver og einn fundið fjall við sitt hæfi til að klífa og eflt um leið sitt líkamlega og andlega þrek, svo ekki sé talað um þá mikilvægu samverustund sem fjölskyldur og vinir geta átt með þátttökunni,“ segir í tilkynningu.
Í stuttu máli gengur leikurinn út á það að klífa ákveðin fjöll og stimpla í passa með stimplum sem er að finna á fjöllunum. Því næst er passanum skilað inn og verða nöfn heppinna göngugarpa dregin út að leik loknum. Þær gönguleiðir sem eru í Fjallapassanum í ár eru Naustahvilft, Náman í Syðridal í Bolungarvík, Miðfell, Þjófaskarð, Kaldbakur og Sauratindar.
Eiga þátttakendur að fara að minnsta kosti fjórar af þessum sex gönguleiðum áður en þeir skila passanum sínum inn. Leikurinn stendur til 15. september og vegleg verðlaun í boði fyrir heppna þátttakendur.
Að leiknum standa Ásgerður Þorleifsdóttir og Nanný Arna Guðmundsdóttir í samvinnu við Héraðssamband Vestfirðinga og Heilsueflingu í Ísafjarðarbæ.
Allar nánari upplýsingar um leikreglur, hvar hægt er að nálgast passana, verðlaun og fleira er að finna á heimasíðu leiksins www.fjallapassinn.is og á Facebooksíðu Fjallapassans.
Nánar