Skráningar í íþróttaskóla HSV fara í gegnum heimasíðu íþróttaskólans www.hsv.is/ithrottaskoli Nánar
Búið er að taka í gagnið nýtt skráningarkerfi fyrir íþróttaskóla HSV. Er nú hægt að skrá iðkendur í íþróttaskóla HSV. Hér vinstra megin á síðunni er flipi sem heitir "skráning" og þar er hægt að skrá börnin.
NánarÍþróttaskóli HSV byrjaði í dag í flottu veðri. Góð mæting var fyrsta daginn og er það frábært. Grunnþjálfun og boltaskóli eru úti fyrstu vikurnar þar sem algjör óþarfi er að fara inn strax þegar við höfum jafn gott veður og flott svæði á sparkvellinum við grunnskólalóðina. Mikil gleði og tilhlökkun voru hjá krökkunum og allt gekk að óskum. Við látum fylgja með nokkrar myndir af fyrsta deginum.
NánarÞví miður reyndist ein vitleysa leynast í stundaskránni og hefur hún verið uppfærð. Tímum í sundi var víxlað á fimmtudögum. Drengir í 1-2 bekk eru núna kl 13:40 í sundi og drengir í 3-4 bekk eru kl 14:20. Breytingin tekur gildi í næstu viku.
NánarÞá er komið að því, íþróttaskóli HSV byrjar á morgun fimmtudag. HSV er ásamt nokkrum aðildarfélögum að setja upp skráningarkerfi þar sem hægt verður að skrá börnin sín í gegnum internetið. Verður kerfið tilbúið mjög fljótlega. Þó ekki sé hægt að ganga frá skráningu byrjar íþróttaskólinn á morgun og mæta krakkarnir samkvæmt stundatöflu sem finna má hér á heimasíðunni. Mikil spenna og tilhlökkun er hjá þjálfurum að byrja og við vitum að krakkarnir bíða einnig spennt á að byrja. Hlökkum til að sjá sem flesta krakka á morgun.
Við munum byrja á því að vera úti fyrstu vikurnar svo allir þurfa að mæta klæddir eftir veðri og mæta fyrir utan sundhöll
Ísafjarðar. Þeir sem ætla að æfa sund mæta samkvæmt stundatöflu í sundhöll Ísafjarðar.
Fyrsta grein í boltaskóla sem farið verður í er knattspyrna.
Nánar