Það var mikið fjör hjá okkur í grunnþjálfun í síðustu viku. Þema vikunar voru frjálsar íþróttir og fengu krakkarnir að prófa ýmsar greinar þeirra. Við höldum svo áfram þessa viku og bætum við fleiri greinum frjálsíþróttanna.
NánarNú fer að líða að skiptum á boltagrein í boltaskólanum. Frá og með fimmtudeginum 27. október tekur handboltinn við af körfuboltanum. Ingvar Ákason mun sjá um þjálfun 3.- 4. bekkjar en Kristján Flosason um þjálfun 1.-2. bekkjar.
Körfuboltatímabilið hefur gengið mjög vel og greinilegar framfarir hjá krökkunum.
NánarUm næstu helgi verður haldið innanhúsmót BÍ 88 og Eimskips í knattspyrnu í íþróttahúsinu Torfnesi.
Keppt verður í 8.- 3.flokki karla og kvenna.
Skráningin fer þannig fram að þið sendið okkur póst í netfangið ithrottaskoli@hsv.is, þar sem þarf að koma fram fullt nafn og fæðingarár viðkomandi barns. Tekið er við skráningum til kl. 15.00 í dag fimmtudag.
Nánari dagskrá mótsins verður svo komin á hsv/bi.is í kvöld.
Við hvetjum sem flesta iðkendur í boltaskóla HSV til að skrá sig og vera með í skemmtilegu móti.
NánarÁ 47. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær var tilkynnt hvaða héraðssambandi hefði hlotnast hvatningarverðlaun UMFÍ 2011.
Verðlaunin féllu í skaut Héraðssambands Vestfirðinga, HSV, fyrir nýungar í starfi og öflugt samstarf við sveitarfélagið.
Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, tók við viðurkenningunni fyrir hönd héraðssambandsins. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti verðlaunin.
Jón Páll sagði við
viðtöku verðlaunanna að þetta væri ávöxtun mikillar vinnu fjöldmargra aðila innan stjórnar HSV, starfsmanna HSV, stjórna aðildarfélaga HSV, sjálfboðaliða innan HSV og starfsmanna Ísafjarðarbæjar og bæjarstjórn
Ísafjarðar en HSV hefur átt í mjög góðum samskiptum við sveitarfélagið og
vonast til þess að halda því áfram.
Nánar