Í gær voru
dregnir út vinningshafar í Fjallapassaleiknum 2011 og fengum við Gísla Úlfarsson til að draga vinningshafa. Markmið Fjallapassans er að hvetja
einstaklinga og fjölskyldur til að nýta sér þær leiðir til heilsueflingar sem
felast í náttúrunni í kringum okkur. Með
þátttöku í skemmtilegum leik getur hver og einn fundið fjall við sitt hæfi til
að klífa og eflt um leið sitt líkamlega og andlega þrek svo ekki sé talað um þá
mikilvægu samverustund sem fjölskyldur og vinir geta átt með þátttökunni.
Í stuttu máli
gengur leikurinn út á það að klífa ákveðin fjöll og stimpla í passa með
stimplum sem eru að finna á fjöllunum.
Því næst er passanum skilað inn og verða nöfn heppinna göngugarpa dregin
út að leik loknum. Þær gönguleiðir sem
voru í Fjallapassanum í ár voru Naustahvilft, náman í Syðridal, Miðfell,
Kaldbakur, Þjófaskar og Sauratindar.
Áttu þátttakendur að fara að minnsta kosti 4 af þessum 6 gönguleiðum
áður en þeir skila passanum sínum inn.
Rúmlega 70
einstaklingar skiluðu inn pössum og má gera ráð fyrir því miðað við útprentaða
fjallapassa að mun fleiri hafi gengið en ekki náð að klára allar fjórar
göngurnar. Ef bara er tekið mið af þeim
sem skiluðu inn pössum er það vel á fjórðahundrað fjallgöngur sem farnar voru
fyrir tilstuðlan leiksins.
Glæsilegir
vinningar voru dregnir út og þökkum við innilega þeim fyrirtækjum sem styrktu
leikinn á einn eða annan hátt.
Pixel
Hamraborg
Heydalur
North Explorers
Ísafjarðarbær
Bolungarvíkurkaupstaður
Ferðamálasamtök Vestfjarða,
Simbahöllin Þingeyri
Penninn-Eymundsson
Galdrasafnið Hólmavík
Melrakkasetrið
Einarshús, Bolungarvík
Landsbankinn
Íslandsbanki
Craftsport
Hægt er að sjá
nöfn vinningshafa í leiknum á heimasíðu leiksins www.fjallapassinn.is og einnig fá
vinningshafar sendan tölvupóst.
Vinningshafar geta sótt gjafabréf sitt á skrifstofu HSV Austurvegi 9,
2.hæð (Sundhallarloftinu).
Nánar
Námskeið: Styrktarþjálfun barna og unglinga í hópíþróttum
Laugardaginn 22. október klukkan 09.00-16.00
býður Heilsuskóli Keilis uppá opið námskeið fyrir alla þjálfara
í styrktarþjálfun barna og unglinga í hópíþróttum.
Mikil áhersla verður lögð á
verklega kennslu samhliða fræðilegri yfirferð. Námskeiðinu fylgir bæklingur með
texta og lýsingum á æfingum og æfingakerfum fyrir börn og unglinga.
Á námskeiðinu verður farið í:
- Æfingaval
og æfingakerfi
- Mælingar
fyrir sprengikraft, hraða, styrk og úthald
- Áherslur
í þjálfun yngri flokka
- Lífðelisfræðilegann
ávinning þjálfunar
- Algeng
meiðsli og meiðslaforvarnir hjá börnum og unglingum í hópíþróttum
- Meðferð
á meiddum einstaklingi í hópíþrótt og styrktarþjálfun
Leiðbeinandi er Einar Óli
Þorvarðarson, sjúkraþjálfari B.Sc og styrktarþjálfari barna,
unglinga og fullorðinna hjá íþróttafélagi.
Allar
upplýsingar um verð og skráningu má finna á heimasíðu námskeiðsins.
Skráning fer fram á namskeid@keilir.net.
Nánar
Fjölskylduhátíð KFÍ á laugardaginn
Fjölskylduhátíð KFÍ verður haldin laugardaginn 1. október í íþróttahúsinu Torfnesi milli 11.00 og 13.00.
Körfuboltatímabil boltaskólans er að byrja í þessari viku og því tilvalið fyrir krakka í íþróttaskólanum að mæta og taka þátt í skemmtilegum leikjum.
Sjá má dagskrá fjölskylduhátíðarinnar á heimasíðu KFÍ.
Nánar
Tímar í grunnþjálfun og boltaskóla færast inn
Frá og með fimmtudeginum 29. september færast tímar í grunnþjálfun og boltaskóla inn í íþróttahúsin samkvæmt stundaskrá.
Þá byrjar nýtt tímabil í boltaskólanum og er það körfuboltinn sem tekur við af fótboltanum.
Kristján Flosason heldur áfram utan um boltaskóla yngri barnanna en leikmenn meistaraflokks KFÍ sjá um þjálfun eldri hópsins.
Krakkarnir hafa staðið sig með prýði í fótboltanum og eiga örugglega eftir að standa sig vel í körfunni líka.
Nánar
Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ
Afrekskvennasjóður
Íslandsbanka og ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna
haustúthlutunar 2011. Að þessu sinni eru afreksíþróttakonur eða
lið/hópar sem sett hafa stefnuna á stærstu mót komandi mánaða
sérstaklega hvattar til að sækja um. Sem dæmi um mót má nefna
Ólympíuleika, heims- og Evrópumeistaramót eða önnur stórmót.
Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 14. október.
Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi
bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við
bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda
sína íþrótt og ná árangri. Er nú verið að úthluta í áttunda sinn úr
sjóðnum.
Nánar er hægt að lesa sér til um sjóðinn og nálgast
umsóknareyðublöð á heimasíðu ÍSÍ, sjá
hér.
Nánar