Tímar í grunnþjálfun og boltaskóla færast inn
Frá og með fimmtudeginum 29. september færast tímar í grunnþjálfun og boltaskóla inn í íþróttahúsin samkvæmt stundaskrá.
Þá byrjar nýtt tímabil í boltaskólanum og er það körfuboltinn sem tekur við af fótboltanum.
Kristján Flosason heldur áfram utan um boltaskóla yngri barnanna en leikmenn meistaraflokks KFÍ sjá um þjálfun eldri hópsins.
Krakkarnir hafa staðið sig með prýði í fótboltanum og eiga örugglega eftir að standa sig vel í körfunni líka.
Nánar
Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ
Afrekskvennasjóður
Íslandsbanka og ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna
haustúthlutunar 2011. Að þessu sinni eru afreksíþróttakonur eða
lið/hópar sem sett hafa stefnuna á stærstu mót komandi mánaða
sérstaklega hvattar til að sækja um. Sem dæmi um mót má nefna
Ólympíuleika, heims- og Evrópumeistaramót eða önnur stórmót.
Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 14. október.
Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi
bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við
bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda
sína íþrótt og ná árangri. Er nú verið að úthluta í áttunda sinn úr
sjóðnum.
Nánar er hægt að lesa sér til um sjóðinn og nálgast
umsóknareyðublöð á heimasíðu ÍSÍ, sjá
hér.
Nánar
Allir að muna að skrá iðkendur í íþróttaskólann
Nú er allt komið á fullt og alltaf að bætast fleiri og fleiri krakkar í skólann. Við viljum minna foreldra og forráðarmenn að skrá börnin sem allra fyrst. Skráning fer fram rafrænt og er hægt að nálgast skráningarformið hér á heimasíðunni. Hér til vinstri er tengill "skráning" og er það hægt að fara í kerfið. Þeir sem ekki hafa farið í kerfið áður þurfa að fara í nýskráningu áður en hægt er að skrá börnin. Þegar komið er inn í kerfi þarf oft að fara í "nýr iðkandi" og þá eiga að koma upp allir iðkendur fjölskyldunnar undir 18 ára aldri. Ef einhver vandamál koma upp við skráningu ekki hika að hafa samband við skrifstofu HSV í netfang hsv@hsv.is eða í síma 450-8450.
Nánar
Öllum börnum í íþróttaskóla HSV býðst að kaupa HSV utanyfirgalla (íþróttagalla). Öll aðildarfélög HSV verða í samskonar göllum og er því búið að sameina utanyfirgalla á Ísafjarðarbæ í einn. Gallarnir fást í Legg og Skel á Ísafirði.
Nánar
Nýir utanyfirbúningar HSV
Aðildafélög HSV hafa komið sér saman um að vera í eins utanyfirbúningum. Teljum við þetta mikið framfaraskref og verður öllum til mikilla þæginda hvort sem um er að ræða stjórnir aðildarfélaga, iðkendur eða foreldra og forráðamanna iðkenda. Nú þarf einungis að kaupa einn galla þó iðkandi sé að stunda fleiri en eina grein.
Vestri er í æfingaferð á Spáni og voru þau öll í þessum göllum. Er mjög gaman að sjá krakkana í eins búningum og flott að sjá HSV og Ísafjarðarbæ á bakinu enda vakti það athygli annarra farþega í vélinni og vakti athygli á krökkunum í Vestra og Ísafjarðarbæ.
Gallarnir eru seldir í Legg og Skel á Ísafirði.
Nánar