Við þurftum að gera smá breytingar á stundaskrá íþróttaskólans og er hefur breytingin einungis áhrif á stúlkur í 1.-2. bekk.  Fjöldin það gerði það að verkum að við þurftum að skipta þeim upp í tvo hópa í sundinu.  Nú er 1.bekkur sér og 2.bekkur sér í sundi.  Þær eru eftir sem áður á sömu dögum í sundi en sundtíminn færist aftar um einn hjá hvorum hóp, hjá öðrum á mánudögum og hinum á miðvikudögum.  Þeim er svo sömu daga skipt upp í boltaskólanum.  Þetta má allt sjá í stundatöflu sem er hér á heimasíðunni.

Nánar

Þjálfun í íþróttaskólanum verður með hefðbundnu sniði á starfsdegi grunnskólans, föstudaginn 9. september.

Vonandi sjáum við sem flesta.

Nánar
HSV og nokkur aðildarfélög HSV hafa tekið í gagnið nýtt skráningarkerfi þar sem foreldra, forráðamenn og iðkendur geta skráð sig til æfinga hjá félaginu ásamt því að ganga frá greiðslu í sérstöku skráningarkerfi á internetinu.  Byrjað er að taka við skráningum í íþróttaskóla HSV og núna í vikunni munu KFÍ, BÍ, Hörður og Blakfélagið Skellur fara að nota kerfið.  Fleiri félög munu svo koma inn í kerfið. 

Skráningar í íþróttaskóla HSV fara í gegnum heimasíðu íþróttaskólans www.hsv.is/ithrottaskoli Nánar

Búið er að taka í gagnið nýtt skráningarkerfi fyrir íþróttaskóla HSV.  Er nú hægt að skrá iðkendur í íþróttaskóla HSV.  Hér vinstra megin á síðunni er flipi sem heitir "skráning" og þar er hægt að skrá börnin.

Nánar

Íþróttaskóli HSV byrjaði í dag í flottu veðri.  Góð mæting var fyrsta daginn og er það frábært.  Grunnþjálfun og boltaskóli eru úti fyrstu vikurnar þar sem algjör óþarfi er að fara inn strax þegar við höfum jafn gott veður og flott svæði á sparkvellinum við grunnskólalóðina.  Mikil gleði og tilhlökkun voru hjá krökkunum og allt gekk að óskum.  Við látum fylgja með nokkrar myndir af fyrsta deginum.

Nánar