Nú er allt komið á fullt og alltaf að bætast fleiri og fleiri krakkar í skólann. Við viljum minna foreldra og forráðarmenn að skrá börnin sem allra fyrst. Skráning fer fram rafrænt og er hægt að nálgast skráningarformið hér á heimasíðunni. Hér til vinstri er tengill "skráning" og er það hægt að fara í kerfið. Þeir sem ekki hafa farið í kerfið áður þurfa að fara í nýskráningu áður en hægt er að skrá börnin. Þegar komið er inn í kerfi þarf oft að fara í "nýr iðkandi" og þá eiga að koma upp allir iðkendur fjölskyldunnar undir 18 ára aldri. Ef einhver vandamál koma upp við skráningu ekki hika að hafa samband við skrifstofu HSV í netfang hsv@hsv.is eða í síma 450-8450.
NánarÖllum börnum í íþróttaskóla HSV býðst að kaupa HSV utanyfirgalla (íþróttagalla). Öll aðildarfélög HSV verða í samskonar göllum og er því búið að sameina utanyfirgalla á Ísafjarðarbæ í einn. Gallarnir fást í Legg og Skel á Ísafirði.
NánarVestri er í æfingaferð á Spáni og voru þau öll í þessum göllum. Er mjög gaman að sjá krakkana í eins búningum og flott að sjá HSV og Ísafjarðarbæ á bakinu enda vakti það athygli annarra farþega í vélinni og vakti athygli á krökkunum í Vestra og Ísafjarðarbæ.
Gallarnir eru seldir í Legg og Skel á Ísafirði. Nánar
Við þurftum að gera smá breytingar á stundaskrá íþróttaskólans og er hefur breytingin einungis áhrif á stúlkur í 1.-2. bekk. Fjöldin það gerði það að verkum að við þurftum að skipta þeim upp í tvo hópa í sundinu. Nú er 1.bekkur sér og 2.bekkur sér í sundi. Þær eru eftir sem áður á sömu dögum í sundi en sundtíminn færist aftar um einn hjá hvorum hóp, hjá öðrum á mánudögum og hinum á miðvikudögum. Þeim er svo sömu daga skipt upp í boltaskólanum. Þetta má allt sjá í stundatöflu sem er hér á heimasíðunni.
NánarÞjálfun í íþróttaskólanum verður með hefðbundnu sniði á starfsdegi grunnskólans, föstudaginn 9. september.
Vonandi sjáum við sem flesta.
Nánar