- 11.01.12
Unglingadómaranámskeið 18.janúar
Skráning fer fram á netfanginu: nonnipje@simnet.is Nánar
Jólamót Skells verður haldið sunnudaginn 18. desember frá kl. 11.00 – 15.00 og hvetjum við alla krakka íþróttaskólans að taka þátt í skemmtilegu móti.
Krakkarnir í 3. og 4. bekk eiga að mæta kl. 12.00 en krakkarnir í 1. og 2. bekk klukkan 14.00. Mótið tekur um klukkutíma fyrir hvorn hóp fyrir sig.
Mótsgjald er kr. 700 og greiðist á staðnum. Inni í því er glaðningur fyrir alla og piparkökur og djús.
Skráning á mótið verður á staðnum.
Krakkarnir munu spila krakkablak - stig 1.-2. Krakkablak er afbrigði af blaki þar sem boltanum er kastað og hann gripinn. Krakkarnir hafa verið að æfa sig í þessum leik í boltaskólanum.
Athugið að það verða allir að mæta á réttum tíma svo hægt sé að raða í lið.
Við hvetjum foreldra að koma og fylgjast með börnunum sínum í þessari skemmtilegu íþrótt.
Nánar
Næstkomandi föstudag heldur Vestri jólamót Vestra í sundhöllinni.
Krakkar í 3.-4. bekk sem hafa verið í sundi í íþróttaskólanum er heimil þátttaka en vegna þröngs tímaramma var ekki hægt að bjóða 1.-2. bekk að vera með og er stefnt að því að halda mót fyrir þau strax á nýju ári.
Krakkarnir mæta á sína hefðbundnu æfingu á föstudaginn þar sem farið verður yfir það sem gert er á mótinu.
Upphitun hefst svo kl. 16.30 og mótið sjálft kl 17.00. Muna að hafa með sér föt til að vera í á bakkanum.
Stjórn Vestra óskar eftir aðstoð foreldra við tímatöku á mótinu og eru foreldrar beðnir um að gefa sig fram á mótsstað.
Eftir sundmótið verður notalega jólastund í félagsmiðstöðinni. Allir sundkrakkar íþróttaskólans (1.-4. bekk) eru velkomnir og hvetjum við foreldra einnig að mæta.
Okkur langar til að biðja hvern og einn að leggja til smákökur, kökur eða hvað sem þeir helst óska á sameiginlegt borð.
Vestri býður upp á heitt súkkulaði með rjóma og djús.
Vel þegið væri að fá foreldra til aðstoðar við uppsetningu og í kakóundirbúing.
Eftir þetta mót er sundhluti íþróttaskólans komin í jólafrí.
Nánar
Landflutningar Samskip bjóða nú upp á frábært jólapakkatilboð sem ber nafnið Gleðigjafir. Hægt er að senda jólagjafir hvert á land sem er fyrir 750 kr, og rennur andvirði flutningsgjalda til og frá Ísafjarðarbæ óskipt til íþróttaskóla HSV.
Við hvetjum alla til að nýta sér þetta tilboð og styðja í leiðinni við íþróttaskóla HSV. íþróttaskóli HSV er fyrir öll börn í 1.-4. bekk grunnskóla. Íþróttskólinn býður upp á grunnþjálfun, boltaskóla, sund og skíði og eru markmið skólans að.
Endilega látið fréttir af Gleðigjöfunum berast sem víðast.
Heimasíða íþróttaskólans er www.hsv.is/ithrottaskoli