Næstkomandi föstudag heldur Vestri jólamót Vestra í sundhöllinni.
Krakkar í 3.-4. bekk sem hafa verið í sundi í íþróttaskólanum er heimil þátttaka en vegna þröngs tímaramma var ekki hægt að bjóða 1.-2. bekk að vera með og er stefnt að því að halda mót fyrir þau strax á nýju ári.
Krakkarnir mæta á sína hefðbundnu æfingu á föstudaginn þar sem farið verður yfir það sem gert er á mótinu.
Upphitun hefst svo kl. 16.30 og mótið sjálft kl 17.00. Muna að hafa með sér föt til að vera í á bakkanum.
Stjórn Vestra óskar eftir aðstoð foreldra við tímatöku á mótinu og eru foreldrar beðnir um að gefa sig fram á mótsstað.
Eftir sundmótið verður notalega jólastund í félagsmiðstöðinni. Allir sundkrakkar íþróttaskólans (1.-4. bekk) eru velkomnir og hvetjum við foreldra einnig að mæta.
Okkur langar til að biðja hvern og einn að leggja til smákökur, kökur eða hvað sem þeir helst óska á sameiginlegt borð.
Vestri býður upp á heitt súkkulaði með rjóma og djús.
Vel þegið væri að fá foreldra til aðstoðar við uppsetningu og í kakóundirbúing.
Eftir þetta mót er sundhluti íþróttaskólans komin í jólafrí.
Nánar
Íþróttaskóli HSV og jólapakkar Landflutninga
Landflutningar Samskip bjóða nú upp á frábært jólapakkatilboð sem ber nafnið Gleðigjafir. Hægt er að senda jólagjafir hvert á land sem er fyrir 750 kr, og rennur andvirði flutningsgjalda til og frá Ísafjarðarbæ óskipt til íþróttaskóla HSV.
Við hvetjum alla til að nýta sér þetta tilboð og styðja í leiðinni við íþróttaskóla HSV. íþróttaskóli HSV er fyrir öll börn í 1.-4. bekk grunnskóla. Íþróttskólinn býður upp á grunnþjálfun, boltaskóla, sund og skíði og eru markmið skólans að.
- Fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir
- Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð
- Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum
- Að auka gæði þjálfunar
- Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
- Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu.
Endilega látið fréttir af Gleðigjöfunum berast sem víðast.
Heimasíða íþróttaskólans er www.hsv.is/ithrottaskoli
Nánar
Nú hefur snjóað nóg á Seljalandsdalnum til þess að hægt sé að byrja gönguskíðaæfingar. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur í íþróttaskólanum því allir krakkar skólans eiga kost á að taka þátt í þeim æfingum sem hluta af íþróttaskólanum og viljum við hvetja alla til að mæta og taka þátt í skemmtilegri íþrótt.
Yfirumsjón með gönguþjálfuninni hefur Stella Hjaltadóttir. Hún hefur áralanga reynslu af þjálfun barna og unglinga og er margfaldur meistari á gönguskíðum.
Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl.17:30-18:30 og laugardögum kl. 11:00-12:00. Allir krakkar íþróttaskólans æfa á sama tíma.
Svarhólf skíðagönguliðs SFÍ er: 878-1512. Þjáfari les inn skilaboð þá daga sem æfingar eru. Stundum er óhagstætt veður og þá getur áætlun breyst með skömmum fyrirvara.
Skíðafélagið á skíðagöngubúnað til að lána þeim sem vilja prófa. Ef fólk vill nýta sér það er best að lát Stellu vita af því fyrirfram til að tryggja að allir fái búnað sem eftir því óska. Netfangið hjá Stellu er stella@fvi.is.
Þá verður skíðamarkaður skíðafélagsins settu af stað fljótlega þar sem hægt er að kaupa og selja notaðan búnað fyrir sanngjarnt verð. Við látum vita þegar ákveðið er hvenær markaðurinn fer í gang.
Svigskíðaæfingar hefjast svo þegar nægur snjór er komin í Tungudalinn og lyftur opna og ætlum við að reyna eins og kostur er að setja þær æfingar upp þannig að árekstrar við gönguskíðin verði sem minnst þannig að hægt sé að stunda báðar greinar.
Ekkert er meira hressandi en fjallaloft vetrarins og eins eru vetraríþróttir frábært fjölskyldusport þar sem allir geta tekið þátt. Tilvalið er fyrir foreldra að fara á skíði meðan börnin stunda æfingarnar J
Nánar
Nú þegar líður að vetrarfríi í Grunnskólanum viljum við minna á að Íþróttaskóli HSV verður í fullu fjöri og æfingar samkvæmt stundaskrá þá daga sem Grunnskólinn er í fríi.
Handboltatímabilið fer vel af stað hjá okkur og þá verðum við með badminton þema í grunnþjálfun næstu daga.
Nánar
Styrktarsjóður þjálfara HSV
Héraðssamband
Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt
reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því
móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum
til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og
félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.
Umsóknarfrestur er
til 13. nóvember 2011
Vakin er sérstök
áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV“ . Þar koma fram frekari upplýsingar varðandi
umsóknarferlið.
Allar nánari upplýsingar veitir
framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is
Nánar