Jón Páll Hreinsson var endurkjörinn formaður HSV. Ari Hólmsteinsson og Kolbrún Jónasdóttir voru kosin í aðalstjórn HSV og í varastjórn fengu kosningu Atli Freyr Rúnarsson, Jóhann Torfason og Sigurður Erlingsson.
Jón Pálsson frá UMFÍ og Garðar Svansson frá ÍSÍ ávörpuðu þingið og veitti Garðar starfsmerki ÍSÍ til Guðna Guðnasonar en Guðni hefur komið að íþróttastarfi hér á Ísafirði frá árinu 1995 sem leikmaður og þjálfari KFÍ og setið í stjórnun KFÍ, unglingaráði KFÍ og aðalstjórn HSV.
Jón Páll Hreinsson formaður HSV veitti þrjú silfurmerki HSV en þau fengu Hjalti Karlsson, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir og Kristbjörn R. Sigurjónsson en þau hafa öll starfað ötullega innan Skíðafélags Ísafjarðar í fjölmörg ár. Nánar
„Eva Margrét er mjög metnaðarfull stelpa sem æfir gríðarlega vel og hefur það sýnt sig í vetur þar sem framfarir hennar hafa ekki farið fram hjá neinum og er Eva einmitt ásamt félögum hennar í 10. flokk stúlkna að fara í úrslitakeppni Íslandmóts KKÍ sem fer fram 27.-29. apríl í Reykjavík,“ segir í tilkynningu KFÍ. Nánar