Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir
eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum
ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og
efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.
Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV,
enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til
hagsbóta.
Umsóknarfrestur er til 15. júní
2012
Vakin er sérstök áhersla á
reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is
. Þar undir „Um HSV“ . Þar koma fram
frekari upplýsingar varðandi umsóknarferlið.
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV
Kristján Þór Kristjánsson í síma:
861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is
Nánar
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir
eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Geta allir íþróttamenn sótt um
styrk í sjóðinn svo framlega sem þeir séu aðilar innan HSV og uppfylli þau
skilyrði sem eru í 7.grein laga afreksmannasjóðsins.
7. gr.
Stjórn sjóðsins getur
veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:
Ef hann keppir á eða
hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða
Norðurlandameistaramótum.
Ef hann er valinn í
landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein
sinni á landsvísu eða
hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp
bestu íþróttamanna
landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun
sérsambanda (sé hún
til).
Lið eða hópur geta fengið
úthlutað ef þau eru framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu
eða hafa sýnt mjög
góðan árangur og eru líkleg til að komast í hóp bestu liða/hópa
Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins
inn á heimasíðu HSV.
Umsóknarfrestur er
til 15. júní 2012
Allar nánari upplýsingar veitir
framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson
í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is
Nánar
HSV verður með leikjanámskeið í júní. Leikjanámskeiðið verður í fjórar vikur og byrjar það mánudaginn 4.júní og er fyrir krakka sem voru að klára 1.-4. bekk. Námskeiðið byrja kl 09:00 alla daga og eru til kl 12:00. Krakkarnir geta fengið vistun frá 8:30. Mæting er við íþróttahúsið á Torfnesi alla daga. Leikjanámskeiðið verður með fjölbreyttu sniði, farið verður í leiki, fjöruferðir, hjólaferðir,fjallgöngur, sund, ýmsar íþróttagreinar reyndar og margt fleira. Nesti verður tekið um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman. Kennari á námskeiðinu er Anna Soffía Sigurlaugsdóttir íþróttafræðingur. Hægt er að velja að vera 1, 2, 3 eða 4 vikur. Ef valdar eru fleiri en ein þá þurfa þær ekki endilega að vera samliggjandi t.d. er hægt að vera fyrstu vikuna og svo síðustu.
Verð fyrir leikjanámskeiðið er eftirfarandi.
1 vika 4500
2 vikur 7000
3 vikur 9000
4 vikur 12000
Skráning á námskeiðið er í skráningarkerfi HSV og er hægt að fara inn á það með því að ýta á tengil (Skráning) hér vinstra megin á síðunni. Einnig er hægt að senda tölvupóst á hsv@hsv.is með skráningu en óskað er eftir því að skráningarkerfið sé notað. Þegar skráð er í gegnum skráningarkerfið er gott að láta vita hvaða vikur iðkandinn ætlar að vera og hægt að setja það í reitinn "athugasemdir" í skráningarkerfinu. Allar upplýsingar varðandi skráningu og bókanir eru hjá framkvæmdarstjóra HSV í tölvupósti hsv@hsv.is eða síma 861-4668. Allar upplýsingar varðandi skipulag, þjálfun og því sem snýr beint að starfi leikjanámskeiðsins eru hjá Önnu Soffíu í síma 863-3898
Nánar
HSV í samstarfi við ÍSÍ bauð upp á fararstjóranámskeið á Ísafirði fimmtudaginn 10. maí síðastliðinn. Námskeiðið ver vel sótt og góður rómur gerður að því sem þar var á borð borið. Farið var í helstu þætti sem huga þarf að og falla undir verkefni fararstjóra í íþróttaferðum, bæði í ferðum innanlands og utan. Meðal annars var rætt um samvinnu íþróttaþjálfara og fararstjóra, viðbrögð við agabrotum og neyðarástandi o.fl. Það var Gústaf Adólf Hjaltason úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem var fyrirlesari á námskeiðinu.
Nánar
Marinó Hákonarson þingforseti
Jón Pálsson gjaldkeri UMFÍ ávarpaði þingið
Garðar Svansson stjórnarmaður ÍSÍ ávarpaði þingið
Garðar veitir Guðna Guðnasyni starfsmerki ÍSÍ
Guðni Guðnason með starfsmerki ÍSÍ
Bobbi og hjónin Hjalti Karlsson og Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir ásamt Jóni Páli Hreinssyni formanni HSV við veitingu silfurmerkja HSV
Ársþing HSV var haldið fimmtudaginn 3.maí síðastliðinn í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Þingforseti var Marinó Hákonarson og Hermann Níelsson til varaþingforseti. Fjölmargar tillögur lágu fyrir þinginu og sköpuðust góðar umræður í nefndarstörfum.
Jón Páll Hreinsson var endurkjörinn formaður HSV. Ari Hólmsteinsson og Kolbrún Jónasdóttir voru kosin í aðalstjórn HSV og í varastjórn fengu kosningu Atli Freyr Rúnarsson, Jóhann Torfason og Sigurður Erlingsson.
Jón Pálsson frá UMFÍ og Garðar Svansson frá ÍSÍ ávörpuðu þingið og veitti Garðar starfsmerki ÍSÍ til Guðna Guðnasonar en Guðni hefur komið að íþróttastarfi hér á Ísafirði frá árinu 1995 sem leikmaður og þjálfari KFÍ og setið í stjórnun KFÍ, unglingaráði KFÍ og aðalstjórn HSV.
Jón Páll Hreinsson formaður HSV veitti þrjú silfurmerki HSV en þau fengu Hjalti Karlsson, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir og Kristbjörn R. Sigurjónsson en þau hafa öll starfað ötullega innan Skíðafélags Ísafjarðar í fjölmörg ár.
Nánar