HSV í samstarfi við ÍSÍ bauð upp á fararstjóranámskeið á Ísafirði fimmtudaginn 10. maí síðastliðinn.  Námskeiðið ver vel sótt og góður rómur gerður að því sem þar var á borð borið.  Farið var í helstu þætti sem huga þarf að og falla undir verkefni fararstjóra í íþróttaferðum, bæði í ferðum innanlands og utan. Meðal annars var rætt um samvinnu íþróttaþjálfara og fararstjóra, viðbrögð við agabrotum og neyðarástandi o.fl.  Það var Gústaf Adólf Hjaltason úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem var fyrirlesari á námskeiðinu.  Nánar
1 af 7
Ársþing HSV var haldið fimmtudaginn 3.maí síðastliðinn í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.  Þingforseti var Marinó Hákonarson og Hermann Níelsson til varaþingforseti.  Fjölmargar tillögur lágu fyrir þinginu og sköpuðust góðar umræður í nefndarstörfum.
Jón Páll Hreinsson var endurkjörinn formaður HSV.  Ari Hólmsteinsson og Kolbrún Jónasdóttir voru kosin í aðalstjórn HSV og í varastjórn fengu kosningu Atli Freyr Rúnarsson, Jóhann Torfason og Sigurður Erlingsson.
 Jón Pálsson frá UMFÍ og Garðar Svansson frá ÍSÍ ávörpuðu þingið og veitti Garðar starfsmerki ÍSÍ til Guðna Guðnasonar en Guðni hefur komið að íþróttastarfi hér á Ísafirði frá árinu 1995 sem leikmaður og þjálfari KFÍ og setið í stjórnun KFÍ, unglingaráði KFÍ og aðalstjórn HSV.  
Jón Páll Hreinsson formaður HSV veitti þrjú silfurmerki HSV en þau fengu Hjalti Karlsson, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir og Kristbjörn R. Sigurjónsson en þau hafa öll starfað ötullega innan Skíðafélags Ísafjarðar í fjölmörg ár. Nánar
Ársþing HSV verður haldið í stjórnsýsluhúsinu Ísafirði fimmtudaginn 3.maí kl 18:00.  Venjuleg aðalfundarstörf. Nánar
Eva Margrét Kristjánsdóttir hjá KFÍ hefur verið valin í U-15 ára landslið Íslands sem tekur þátt í alþjóðlegu móti erlendis í byrjun júní. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari valdi ellefu stúlkur í landliðshópinn. Að því er segir í tilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands hefur Ísland tekið þátt í mótinu undanfarin ár með góðum árangri, en U-15 er fyrsta landslið sem fer á mót erlendis hjá KKÍ í sumar.

„Eva Margrét er mjög metnaðarfull stelpa sem æfir gríðarlega vel og hefur það sýnt sig í vetur þar sem framfarir hennar hafa ekki farið fram hjá neinum og er Eva einmitt ásamt félögum hennar í 10. flokk stúlkna að fara í úrslitakeppni Íslandmóts KKÍ sem fer fram 27.-29. apríl í Reykjavík,“ segir í tilkynningu KFÍ.  Nánar
Kristín afhenti styrkinn þegar stelpur í 1.-2. bekk voru á fullu í grunnþjálfun, 90% stúlkna á þessum aldri eru í íþróttaskóla HSV
Kristín afhenti styrkinn þegar stelpur í 1.-2. bekk voru á fullu í grunnþjálfun, 90% stúlkna á þessum aldri eru í íþróttaskóla HSV
Kristín Hálfdánsdóttir, rekstrarstjóri Landflutninga Samskipa á Ísafirði afhenti í gær íþróttaskóla HSV stórglæsilegan styrk. Um er að ræða ágóða af flutningsgjöldum vegna jólapakka til og frá Ísafjarðarbæ um jólin.  Landflutningar-Samskipa ákváðu að andvirði flutninga jólapakka myndi alfarið renna til æskulýðsstarfs á hverju stað og rekstrarstjórum félagsins var falið að velja viðkomandi félag á sínu svæði.   Landflutningar-Samskip á Ísafirði óskuðu eftir því að fá að styrkja íþróttaskóla HSV og þökkum við í HSV kærlega fyrir styrkinn sem kemur sér að góðum notum.   Íþróttaskóli HSV er fyrir öll börn í 1.- 4. bekk grunnskóla. Íþróttskólinn býður upp á grunnþjálfun, boltaskóla, sund og skíði og ýmislegt meira. Markmið skólans að fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir og að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð. Þá fá börnin að kynnast sem flestum íþróttagreinum og að auka gæði þjálfunar, lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna og auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu.  Nánar