Það er glæsileg aðstaða í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal
Það er glæsileg aðstaða í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal
Ungmennafélag Íslands hefur ákveðið að bjóða héraðssamböndum og félögum á landsbyggðinni upp á aðstöðu í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal á mánudagskvöldum í vetur.

Tíminn sem hér um ræðir er á mánudagskvöldum frá klukkan 19:30 - 21:30 og hefst mánudaginn 5. nóvember nk. Með þessu gefst fólki í héraðssamböndum og félögum af landsbyggðinni, kostur á að æfa við fullkomnar aðstæður þegar þau eru á ferðinni í borginni.

Þegar íþróttafólkið mætir í frjálsíþróttahöllinni þarf að gefa upp frá hvaða héraðssambandi eða félagi viðkomandi kemur frá.

Ef einverjar frekari upplýsinga er óskað þá hægt að fá nánari upplýsingar í þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568-2929 eða í tölvupósti á umfi@umfi.is.
Nánar
Þann 1.okt sl. hætti Kristján Kristjánsson sem framkvæmdarstjóri HSV. Á síðasta fundi stjórnar var Kristjáni þökkuð góð störf fyrir sambandið og honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Stjórn fól formanni að uppfæra rekstraráætlun fyrir HSV og verður ákvörðun um ráðningu nýs framkvæmdarstjóra tekin í framhaldinu. Þangað til mun Jón Páll Hreinsson, formaður HSV gegna störfum framkvæmdarstjóra í nánu samvinnu við stjórn og yfirþjálfara Íþróttaskóla.

Nánari upplýsingar veitir Jón Páll í s.8994311 eða hsv@hsv.is.

  Nánar

 

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.  Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.

 

Umsóknarfrestur er til 15. október 2012
 

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV“ .  Þar koma fram frekari upplýsingar varðandi umsóknarferlið. 

 

 

Frekari upplýsingar og spurninga um þjálfarasjóðinn sendist í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Geta allir íþróttamenn sótt um styrk í sjóðinn svo framlega sem þeir séu aðilar innan HSV og uppfylli þau skilyrði sem eru í 7.grein laga afreksmannasjóðsins.

 

7. gr.

Stjórn sjóðsins getur veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:

Ef hann keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða

Norðurlandameistaramótum.

Ef hann er valinn í landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein

sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp

bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun

sérsambanda (sé hún til).

Lið eða hópur geta fengið úthlutað ef þau eru framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu

eða hafa sýnt mjög góðan árangur og eru líkleg til að komast í hóp bestu liða/hópa

 

Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins inn á heimasíðu HSV.  

 

Umsóknarfrestur er til  15. október 2012

 

Frekari upplýsingar og spurningar varðandi afreksíþróttasjóðinn sendist í tölvupóst: hsv@hsv.is

Nánar
Umsóknarfrestur til að sækja um styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði Ungmennafélags Íslands er til 1. október.  Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem er að finna á heimasíðu UMFÍ(www.umfi .is) undir Framlög og styrkir fyrir 1. október.  Sjóðurinn veitir m.a. styrki til félags- og íþróttastarfs ungmennafélagshreyfingarinnar með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.  Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfinngunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum. Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlega verkefna hreyfingarinnar. Nánari upplýsingar eru gefnar á þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568-2929.
Nánar