Nú er hægt að fylgjast með leikjanámskeiði HSV á facebook.  Þar er hægt að skoða dagskrá næstu viku og kíkja á myndir af krökkunum.  Fyrstu vikunni lauk í dag og hefur verið mikið fjör hjá krökkunum.  Ekki verður minna fjör í næstu viku.  Endilega kíkið á facebook síðuna en hún heitir "Leikjanámskeið HSV".

Nánar
Sundfélagið Vestri auglýsir eftir yfirþjálfara fyrir næsta sundár eða frá 1. ágúst
upplýsingar um starfið  gefur Jón Arnar formaður á netfanginu nonni@snerpa.is.
Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.  Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.

 

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2012
 

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV“ .  Þar koma fram frekari upplýsingar varðandi umsóknarferlið. 

 

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson   í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Geta allir íþróttamenn sótt um styrk í sjóðinn svo framlega sem þeir séu aðilar innan HSV og uppfylli þau skilyrði sem eru í 7.grein laga afreksmannasjóðsins.

 

7. gr.

Stjórn sjóðsins getur veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:

Ef hann keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða

Norðurlandameistaramótum.

Ef hann er valinn í landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein

sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp

bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun

sérsambanda (sé hún til).

Lið eða hópur geta fengið úthlutað ef þau eru framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu

eða hafa sýnt mjög góðan árangur og eru líkleg til að komast í hóp bestu liða/hópa

 

Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins inn á heimasíðu HSV.  

 

Umsóknarfrestur er til  15. júní 2012

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson  í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar

HSV verður með leikjanámskeið í júní.  Leikjanámskeiðið verður í fjórar vikur og byrjar það mánudaginn 4.júní og er fyrir krakka sem voru að klára 1.-4. bekk.  Námskeiðið byrja kl 09:00 alla daga og eru til kl 12:00.  Krakkarnir geta fengið vistun frá 8:30.  Mæting er við íþróttahúsið á Torfnesi alla daga.  Leikjanámskeiðið verður með fjölbreyttu sniði, farið verður í leiki,  fjöruferðir, hjólaferðir,fjallgöngur, sund, ýmsar íþróttagreinar reyndar og margt fleira.  Nesti verður tekið um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman.  Kennari á námskeiðinu er Anna Soffía Sigurlaugsdóttir íþróttafræðingur.  Hægt er að velja að vera 1, 2, 3 eða 4 vikur.  Ef valdar eru fleiri en ein þá þurfa þær ekki endilega að vera samliggjandi t.d. er hægt að vera fyrstu vikuna og svo síðustu.

 

Verð fyrir leikjanámskeiðið er eftirfarandi.

1 vika 4500

2 vikur 7000

3 vikur 9000

4 vikur 12000

 

Skráning á námskeiðið er í skráningarkerfi HSV og er hægt að fara inn á það með því að ýta á tengil (Skráning) hér vinstra megin á síðunni.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á hsv@hsv.is með skráningu en óskað er eftir því að skráningarkerfið sé notað.  Þegar skráð er í gegnum skráningarkerfið er gott að láta vita hvaða vikur iðkandinn ætlar að vera og hægt að setja það í reitinn "athugasemdir" í skráningarkerfinu.  Allar upplýsingar varðandi skráningu og bókanir eru hjá framkvæmdarstjóra HSV í tölvupósti hsv@hsv.is eða síma 861-4668.  Allar upplýsingar varðandi skipulag, þjálfun og því sem snýr beint að starfi leikjanámskeiðsins eru hjá Önnu Soffíu í síma 863-3898

Nánar