- 30.04.12
„Eva Margrét er mjög metnaðarfull stelpa sem æfir gríðarlega vel og hefur það sýnt sig í vetur þar sem framfarir hennar hafa ekki farið fram hjá neinum og er Eva einmitt ásamt félögum hennar í 10. flokk stúlkna að fara í úrslitakeppni Íslandmóts KKÍ sem fer fram 27.-29. apríl í Reykjavík,“ segir í tilkynningu KFÍ. Nánar
Eftir úrslit gærdagsins í 1.deild karla er það ljóst að KFÍ eru orðnir Deildarmeistarar í 1. deild og sæti í Iceland Expressdeildinni staðreynd. Þetta er frábær árangur hjá KFÍ mönnum sem hafa staðið sig gríðarlega vel á öllum vígstöðum í vetur. KFÍ enduðu í 2. sæti í sínum riðli í Lengjubikarnum og lögðum að velli bæði Hauka og Fjölni, en þau eru í IE deild. Liðið komst í fjöggurra liða úrslit í Powerade bikarkeppninni og duttu þar út gegn Powerade meisturunum sjálfum Keflavík 77-90 í hörkuleik. Glæsilegur árangur, til hamingju KFÍ.
Sjá frekar fréttir af KFÍ á heimasíðu félagsins www.kfi.is
Eitt af helstu verkefnum foreldra barna og unglinga sem æfa og keppa í
sundi er að taka þátt í sundmótum barnanna okkar. Flest störf á sundmótum eru
unnin af sunddómurum.
Dómgæslan er kjörin leið fyrir foreldra til að fá innsýn í sundíþróttina og
einnig gefur hún okkur ómetanlegt tækifæri til að taka þátt í því sem börnin
okkar eru að gera.
Flestir sunddómarar hætta að dæma um leið og börnin þeirra hætta að æfa
og keppa í sundi og því þarf stöðuga endurnýjun í dómarahópnum.
Í tengslum við sundmót Fjölnis sem fram fer dagana 3.-4. mars í
Laugardalslaug í Reykjavík, heldur Sundsamband Íslands dómaranámskeið í
Sundmiðstöðinni í Laugardal, Reykjavík, 2. hæð. Leiðbeinendur verða Ólafur
Baldursson og Björn Valdimarsson. Bókleg kennsla fer fram fimmtudaginn 1.
mars kl. 18-22. Verkleg kennsla verður síðan á Fjölnismótinu 3. og 4. mars.
Skráningar og fyrirspurnir sendist á Björn Valdimarsson bjorn@danfoss.is
Nánar