KFÍ deildarmeistarar í 1.deild
Eftir úrslit gærdagsins í 1.deild karla er það ljóst að KFÍ eru orðnir Deildarmeistarar í 1. deild og sæti í Iceland Expressdeildinni staðreynd. Þetta er frábær árangur hjá KFÍ mönnum sem hafa staðið sig gríðarlega vel á öllum vígstöðum í vetur. KFÍ enduðu í 2. sæti í sínum riðli í Lengjubikarnum og lögðum að velli bæði Hauka og Fjölni, en þau eru í IE deild. Liðið komst í fjöggurra liða úrslit í Powerade bikarkeppninni og duttu þar út gegn Powerade meisturunum sjálfum Keflavík 77-90 í hörkuleik. Glæsilegur árangur, til hamingju KFÍ.
Sjá frekar fréttir af KFÍ á heimasíðu félagsins www.kfi.is
Nánar
Eitt af helstu verkefnum foreldra barna og unglinga sem æfa og keppa í
sundi er að taka þátt í sundmótum barnanna okkar. Flest störf á sundmótum eru
unnin af sunddómurum.
Dómgæslan er kjörin leið fyrir foreldra til að fá innsýn í sundíþróttina og
einnig gefur hún okkur ómetanlegt tækifæri til að taka þátt í því sem börnin
okkar eru að gera.
Flestir sunddómarar hætta að dæma um leið og börnin þeirra hætta að æfa
og keppa í sundi og því þarf stöðuga endurnýjun í dómarahópnum.
Í tengslum við sundmót Fjölnis sem fram fer dagana 3.-4. mars í
Laugardalslaug í Reykjavík, heldur Sundsamband Íslands dómaranámskeið í
Sundmiðstöðinni í Laugardal, Reykjavík, 2. hæð. Leiðbeinendur verða Ólafur
Baldursson og Björn Valdimarsson. Bókleg kennsla fer fram fimmtudaginn 1.
mars kl. 18-22. Verkleg kennsla verður síðan á Fjölnismótinu 3. og 4. mars.
Skráningar og fyrirspurnir sendist á Björn Valdimarsson bjorn@danfoss.is
Nánar
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum,
konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum
alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16. til 30.
júní n.k. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ólympismi auk þess sem
fjallað er um lýðræði og gildi þess í störfum Ólympíuhreyfingarinnar.
Flugferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Leitað er eftir einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í
íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félagsstörfum innan
íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum
ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Þeir skulu hafa gott vald á
ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna.
Umsóknum skal skilað, á þar til gerðum eyðublöðum til skrifstofu ÍSÍ,
Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, ekki seinna en föstudaginn 2. mars
n.k. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöðin á heimasíðu ÍSÍ,
www.isi.is.
Umsókn skal skilað á ensku og skulu fylgja henni tvær passamyndir.
Frekari upplýsingar veitir Örvar Ólafsson verkefnastjóri á skrifstofu ÍSÍ.
Sími 514 4000, orvar@isi.is
Einnig má benda á heimasíður IOA www.ioa-sessions.org/ , og
www.ioa.org.gr
Nánar
Samstarf við afreksbraut MÍ
Næstu vikurnar verður íþróttaskólinn í samstarfi við afreksbraut menntaskólans. Krakkar á afreksbraut fá að koma inn í tíma íþróttaskólans og stjórna æfingum. Þetta verður hluti af námi þeirra á afreksbrautinni.
Tveir nemendur koma í einu og þjálfa einn dag og eru þá búnir að undirbúa tímaseðil sem þau þjálfa eftir. Þjálfari íþróttaskólans fer yfir tímaseðlana fyrir hvern tíma og verður þeim svo til halds og trausts í tímunum .
Við hjá íþróttaskólanum erum mjög spennt að fá þetta unga og efnilega afreksfólk í samstarf með okkur og vitum að báðir aðilar eiga eftir að njóta góðs af. Þá er ég viss um að þeir sem græða mest á þessu eru krakkarnir okkar í íþróttaskólanum sem komast í návígi við okkar efnilegasta íþróttafólk.
Nánar
Íþróttaskóli HSV fellur niður í dag
Íþróttaskóli HSV fellur niður í dag fimmtudaginn 26.janúar vegna veðurs og ófærðar.
Nánar