1 af 2

 

 

ÁNÆGJUVOGIN -STYRKUR ÍÞRÓTTA

 

Niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt

 íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.



Þriðjudaginn 5. febrúar munu UMFÍ, ÍSÍ og HSV standa í sameiningu fyrir fundi í Stjórnsýsluhúsinu, 4. Hæð, á Ísafirði og hefst fundurinn klukkan 20:00.

 

Ánægjuvogin er könnun sem UMFÍ og ÍSÍ stóðu að í sameiningu á stöðu íþróttastarfs, ánægju iðkenda, stöðu áfengis- og tóbaksnotkunar og fleira meðal sambandsaðila í 8.-10. bekk.

 

Á fundinum mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, m.a. ræða um hvort að íþróttahreyfingin standist áskoranir nútímasamfélags eða sé eingöngu að þjálfa til árangurs. Viðar mun styðjast við niðurstöður rannsóknarinnar Ánægjuvogin sem Rannsókn og greining gerði fyrir UMFÍ og ÍSÍ.

 

HSV hvetur alla þá sem láta sér íþróttastarf barna og unglinga fyrir brjósti brenna að mæta á fundinn og kynna sér niðurstöður þessarar áhugaverðu rannsóknar og taka þátt í opnum umræðum á eftir.

 

Dagskrá fundarins verður með eftirfarandi hætti:

 

20:00 – Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, setur fundinn.

 

20:05 – Dr. Viðar Halldórsson kynnir niðurstöður Ánægjuvogarinnar.

 

21:00 – Umræður og spurningar úr sal.

 

Þátttaka er ókeypis og öllum heimil.

Nánar
Stjórn HSV ákvað á fundi sínum í desember að ráða Salome Elínu Ingólfsdóttur sem yfirþjálfara Íþróttaskóla HSV.

Salome Elín er með Mastersgráðu í næringarfræði frá HÍ ásamt því að vera einkaþjálfari frá Keili.

Salome Elín hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Íþróttaskóla HSV frá hausti 2012 ásamt því að hafa mikla reynslu af því að starfa með börnum.

Stjórn HSV var einhuga um að Salome Elín hefði alla þá eiginleika sem yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV þyrfti að bera og er þess fullviss að Íþróttaskólinn mun halda áfram að vaxa og dafna í hennar höndum.

Salome Elín hóf störf 1.janúar

Frekari upplýsingar gefur undirritaður,

Jón Páll Hreinsson
Formaður HSV
s.8994311
Nánar
Stjórn HSV ákvað á fundi sínum í síðustu viku að ráða Pétur Georg Markan sem framkvæmdastjóra HSV.

Pétur Georg er með B.A. próf í guðfræði ásamt því að vera í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við HÍ.

Pétur hefur mikla reynslu og áhuga á íþróttum, en þekktastur er hann eflaust þessa dagana fyrir að vera fyrirliði meistaraflokks BÍ/Bolungarvíkur í knattspyrnu.

Pétur Georg hefur alla þá eiginleika sem stjórn óskaði eftir í nýjum framkvæmdastjóra og býð ég hann velkominn til starfa, en hann mun hefja störf 1. febrúar nk. Pétur Georg starfar sem umsjónarkennari í Súðavík og mun hann sinna kennslu samhliða störfum sem framkvæmdastjóri fram á vor.

Frekari upplýsingar gefur undirritaður,


Jón Páll Hreinsson
Formaður HSV Nánar

Salome Elín Ingólfsdóttir hefur nú tekið við af Kristjáni Flosasyni sem yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV. Henni til aðstoðar með 1.-2.bekk verða Einar Birkir Sveinbjörnsson og Herdís Magnúsdóttir. Um þjálfun boltagreina, sunds og skíða sjá þjálfarar aðildarfélaga. 

Nánar
Hægt er að sjá frekari upplýsingar með því að klikka á myndina.
Hægt er að sjá frekari upplýsingar með því að klikka á myndina.
Stjórn Héraðssamband Vestfjarða (HSV) auglýsir eftir framkvæmdarstjóra í 50% starf
HSV er með starfssvæði í Ísafjarðarbæ og Súðarvíkurhrepp og hefur 18 virk aðildarfélög innan sinna vébanda. Sambandið vinnur náið með Sveitarfélögunum tveimur að uppbyggingu íþróttamála á svæðinu ásamt því að vinna með aðildarfélögum að framgangi einstakra íþróttagreina.

Framkvæmdarstjóri er starfsmaður stjórnar HSV og ber ábyrgð á daglegum rekstri ásamt samskiptum við Sveitarfélög, aðildarfélög og aðra hagsmunaaðila innan íþróttahreyfingarinnar.

Helstu verkefni:
• Umsjón með rekstri HSV ásamt áætlunargerð
• Eftirfylgni með framkvæmd Íþróttaskóla
• Samskipti við Ísafjarðarbæ og eftirfylgni með framkvæmd samninga við bæjarfélagið
• Samskipti við aðildarfélög HSV
• Samskipti við UMFÍ, ÍSÍ og sérsambönd
• Samskipti við stjórn HSV

Starfsmaðurinn sem við erum að leita að þarf að:
• Elska íþróttir
• Vera skipulagður
• Geta komið fyrir sig orði í ræðu og riti
• Vera jákvæður og með ríka þjónustulund
• Vera tölvufær og geta unnið í helstu skrifstofu forritum ásamt grunnþekkingu í að vinna með heimasíður.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 20.desember nk. Nánari upplýsingar gefur Jón Páll Hreinsson formaður HSV í s.8994311, eða í netfangið hsv@hsv.is

Stjórn Héraðssamband Vestfjarða (HSV) auglýsir eftir yfirþjálfara Íþróttaskóla í 100% starf
HSV er með starfssvæði í Ísafjarðarbæ og Súðarvíkurhrepp og hefur 18 virk aðildarfélög innan sinna vébanda. Sambandið vinnur náið með Sveitarfélögunum tveimur að uppbyggingu íþróttamála á svæðinu ásamt því að vinna með aðildarfélögum að framgangi einstakra íþróttagreina.

Íþróttaskóli HSV byrjaði haustið 2011 og er samstarfsverkefni HSV, aðildarfélaga HSV og Ísafjarðarbæjar. Skólinn er fyrir öll börn í 1-4. bekk grunnskóla Ísafjarðarbæjar og er þar lögð áhersla á grunnþjálfun barna ásamt því að þau fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV. Ísafjarðarbær styður verkefnið og var stofnun skólans ein af grunnstoðum í nýjum samningi Ísafjarðarbæjar og HSV sem undirritaður vetur 2010-2011.

Markmið skólans eru.
• Fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir
• Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð
• Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum
• Að auka gæði þjálfunar
• Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
• Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu.


Yfirþjálfari þróttaskóla HSV ber ábyrgð á daglegum rekstri ásamt samskiptum við Ísafjarðarbæ, aðildarfélög, foreldra og börn í skólanum.

Helstu verkefni:
• Sjá um grunnþjálfun barna í 1.-4. bekk ásamt annarri þjálfun sem við á í samstarfi við aðildarfélög HSV.
• Skipulagning og eftirlit með framkvæmd á þjálfun annarra íþróttagreina í íþróttaskólanum.
• Gerð stundarskrá fyrir íþróttaskólann.
• Sjá um heimasíðu íþróttaskólans og fréttir tengdar skólanum.
• Samskipti við aðildarfélög, þjálfara aðildarfélaga, dægradvöl, foreldra og forráðamenn barna í íþróttaskólanum.
• Halda utan um skráningar og skráningakerfi skólans.

Við erum að leita að einstaklingi með reynslu af þjálfum barna. Íþróttakennaramenntun er kostur en ekki skilyrði. Yfirþjálfarinn þarf að vera fyrirmynd fyrir börn og fullorðna og koma vel fyrir. Jákvætt hugarfar og ríkur vilji til að vinna með börnum og uppbyggingu íþróttastarfs í Ísafjarðarbæ er mikilvægur kostur.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 20.desember nk. Nánari upplýsingar gefur Jón Páll Hreinsson formaður HSV í s.8994311, eða í netfangið hsv@hsv.is 

Nánar