Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn
Forseti Íþrótta- og
Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri.
Ólafur varð bráðkvaddur í
Sviss nú fyrr í dag þar sem hann sótti
fund í miðstjórn FIBA World , Alþjóða Körfuknattleikssambandsins.
Hann lætur eftir sig
eiginkonu og þrjú börn.
Ólafur starfaði sem
lögmaður og rak eigin lögmannsstofu í Hafnarfirði.
Ólafur Eðvarð Rafnsson
var formaður Körfuknattleikssambands Íslands frá árinu 1996 til 2006 en það ár
var hann kosinn forseti ÍSÍ. Ólafur var
kjörinn forseti FIBA Europe árið 2010. Hann tók í lok síðasta mánaðar við stöðu
forseta framkvæmdastjórnar Smáþjóðaleikanna.
Ólafur stundaði sjálfur körfuknattleik um árabil með Haukum og lék m.a. með landsliði Íslands.
HSV vottar
fjölskyldu Ólafs sína dýpstu samúð.
Nánar
- 17.06.13
- Salome Elín Ingólfsdóttir
Þriðja vika leikjanámskeiðs HSV
Nú er þriðja vika leikjanámskeiðs HSV að hefjast og hér má sjá dagskrá vikunnar.
Við hittumst alltaf við íþróttahúsið á Torfnesi. Mikilvægt er að börnin komi með hollt nesti að heiman sem borðað er um miðjan morgun. Einnig vil ég minna á að börnin séu klædd eftir veðri.
Í fjöruferðina sem við förum í á miðvikudaginn er gott að mæta með fötu, skóflu og annað sanddót. Þegar við förum á smíðavellina er gott að sem flestir komi með hamar að heiman. Á föstudaginn verðum við svo með búningaþema og þá mega allir koma í búningum að eigin vali.
Ég vil minna á facebook síðuna okkar þar sem sjá má fréttir og myndir af starfinu: Íþróttaskóli HSV.
Nánar
- 11.06.13
- Salome Elín Ingólfsdóttir
Önnur vika leikjanámskeiðs HSV sumarið 2013
Önnur vika leikjanámskeiðsins er í gangi hjá okkur núna og hér má sjá dagskrá vikunnar.
Á miðvikudeginum er hjólaferð í Tunguskóg og þann dag koma allir á hjólum. Gott er að taka með sér auka sokka og jafnvel aukabuxur því krakkarnir munu mjög líklega að vaða aðeins í ánni.
Á fimmtudaginn er sundferð og þá verða allir að mæta með sundfötin sín.
Á föstudaginn ætlum við svo að drullumalla og þá má mæta með fötur, skóflur og allt það sem ykkur dettur í hug til að gera drullukökuveislu sem glæsilegasta. Þann dag er mjög sniðugt að vera ekki í sparifötunum og gera ráð fyrir að koma ekki hreinn heim.
Nánar
Siglinga- og útivistarnámskeið Sæfara
Siglingaklúbburinn
Sæfari verður með siglinga- og útivistarnámskeið fyrir 9-14 ára börn.
Boðið verður upp á 5 eins vikna námskeið á tímabilinu 10. júní til 16. ágúst.
Námskeið hefst á mánudegi og lýkur á föstudegi og stendur frá kl. 9-14.
Námskeiðin
verða í aðstöðu Sæfara við Suðurtanga. Á námskeiðinu læra börnin m.a. á kayak
og seglbáta en einnig verður farið í fjallgöngur, útilegu og hjólaferð (á eigin
hjólum), föndrað úr fjörunni og farið í leiki. Hámarksþátttökufjöldi er 10-12
börn. Verð er 16.000 kr. Umsjónarmaður er Elín Marta Eiríksdóttir. Skráning og
nánari upplýsingar í síma 8934289 eða á póstfanginu elineiriks@gmail.com.
Námskeiðsvikurnar verða sem
hér segir frá kl. 9-14:
10.-14. júní
24.-28. júní
1.-5. júlí
8.-12. júlí
12.-16. ágúst
Nánar
- 2.06.13
- Salome Elín Ingólfsdóttir
Fyrsta vika leikjanámskeiðs HSV sumarið 2013
Fyrsta vika leikjanámskeiðs HSV þetta sumarið hefst mánudaginn 3.júní. Enn er hægt að skrá börnin, sjá leiðbeiningar í síðustu frétt.
Nánar