Stundaskrá íþróttaskóla HSV er nú tilbúin fyrir veturinn. Sú nýbreytni er á að nú geta krakkarnir í 1.-4.bekk verið einhverja daga í íþróttaskólanum í frístundabilinu á milli klukkan 11 og 12. Stundaskrá veturins má sjá hér á síðunni undir "Stundaskrá" hér til vinstri.
NánarVestfirskri íþróttaæsku var færð á dögunum afar rausnarleg gjöf frá Rótarýklúbbi Ísafjarðar. Í tilefni útskriftar 4. bekkjar Íþróttaskóla HSV ákvað Rótarýklúbbur Ísafjarðar að klæða börnin fallegum, þægilegum og umfram allt slitsterkum Hummel íþróttagöllum.
Það verða því kátir ísafjarðarpúkar, í góðum göllum, við leik og störf á ísfirskum völlum þetta sumarið.
Gallarnir voru keyptir af Hafnarbúðinni og síðan merktir í Fánasmiðjunni og sá Rótarýklúbburinnn um allan kostnað af miklum rausnarskap. Ísfirsk samvinna af bestu gerð.
Það er HSV mikið gleðiefni að finna fyrir slíkri velgjörð í garð Íþróttaskólans og stuðningi við ískfirska íþróttaæsku.
HSV þakkar Rótarýklúbbi Ísafjarðar innilega fyrir stuðning sinn og velgjörð.
Undanfarin ár hefur unglingalandsmót UMFÍ fest sig í sessi sem ein stærsta íþrótta og fjölskylduskemmtun landsins. Á unglingalandsmóti UMFÍ er keppt í fjölmörgun greinum, hefðbundnum og óhefðbundnum.
Íþróttakeppnin er uppistaða mótsins, en samhliða henni verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa. Hér má sjá dagskrá mótsins: http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/dagskra/
Veruleg uppbygging íþróttamannvirkja var fyrir mótið 2007 og hún hefur haldið áfram síðan. Stórglæsileg sundlaug og stórt knattspyrnuhús hafa verið tekin í notkun og munu koma að góðum notum á mótinu.
Skráning á mótið er til 27. júlí. Hér er hægt að skrá sig: http://skraning.umfi.is/
Tjaldsvæðið sem verður vel útbúið verður í göngufæri við aðalkeppnissvæðið.
Allar upplýsingar veitir framkvæmdastjóri HSV. Hér er einnig hægt að finna gagnlegar upplýsingar: http://www.umfi.is/
Nánar
Að þessu sinni kepptu fjórir fræknir bridgespilarar undir merkjum HSV og gerðu þeir enga sneipuför suður. Hitt gerðu þeir heldur, komu, sáu, sigruðu nokkra og enduðu í fjórða sæti sem þykir einkar góður árangur.
Sveit HSV skipuðu: Óskar Elíasson, Arnar Geir Hinriksson, Örvar Snær Óskarsson og Ómar Freyr Ómarsson.
Nánar
„Við vorum líka með í fyrra, en félagið er tveggja ára gamalt,“ segir Björn.
Keppendur Kubba voru 22 í ár en 21 keppti fyrir hönd félagsins í fyrra. Björn segir að framkvæmd mótsins og annað hafi verið með ágætum en veður hefði getað verið betra.
Gaman er að geta þess vegna aldursmarkanna (50+), að minnstu munaði að lið Kubba hefði alveg eins getað keppt á Landsmóti 70+ (sem reyndar er ekki haldið). Allir keppendurnir voru komnir yfir sjötugt nema einn sem er 69 ára ...
hordur@bb.is