Forvarnarfundur gegn kynferðisofbeldi á börnum og unglingum í Stjórnsýsluhúsinu næstkomandi mánudag 17. mars., kl. 16:30.
Fundurinn er liður í forvarnarátaki ÍSÍ gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. Erindi fundarins verður í höndum Hafdísar Hinriksdótturn, íþróttakonu og meistaranema í félagsfræði, en Hafdís hefur verið vinna efni, í samvinnu við ÍSÍ, sem fjallar um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum.
Það er gríðalega mikilvægt að allir þjálfarar og aðilar sem á einn eða annan hátt eru að vinna með börnum og unglingum í hreyfingunni taki frá tíma á mánudag og hlýði á erindið og taki þannig á ábyrgan hátt þátt í þessari baráttu.
Erindið er bæði upplýsandi, fróðlegt og skemmtileg og á eftir verður boðið upp á kaffi, meðlæti og umræður um efnið.
Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og unglingum er meinvarp sem hreyfingin þarf stöðugt að vera á varðbergi fyrir.
HSV hvetur aðildarfélög til að auglýsa fundinn vel innan síns félags og ítreka mikilvægi hans við sína þjálfara.
Hér má finna bækling sem gefin er út af ÍSÍ og fjallar um málefnið.
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.
Umsóknarfrestur er til 21. mars 2014
Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is .
Ef einhverjar spurningar vakna þá má hafa samband við Pétur Markan, framkvæmdastjóra HSV, á skrifstofu tíma eða í síma 698-4842
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins.
Geta allir íþróttamenn sótt um styrk í sjóðinn svo framlega sem þeir séu aðilar innan HSV og uppfylli þau skilyrði sem eru í 7.grein laga afreksmannasjóðsins.
7. gr.
Stjórn sjóðsins getur veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:
Ef hann keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða
Norðurlandameistaramótum.
Ef hann er valinn í landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein
sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp
bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun
sérsambanda (sé hún til).
Lið eða hópur geta fengið úthlutað ef þau eru framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu
eða hafa sýnt mjög góðan árangur og eru líkleg til að komast í hóp bestu liða/hópa
Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins inn á heimasíðu HSV.
Umsóknarfrestur er til 21. mars 2014
Ef einhverjar spurningar vakna þá má hafa samband við Pétur Markan, framkvæmdastjóra HSV, á skrifstofu tíma eða í síma 698-4842
NánarHSV óskar þeim til hamingju með síðuna og um leið lofar frábæran árangur um síðustu helgi á Íslandsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem fram fór á Ísafirði. Nánar