Stjórn HSV hefur ákveðið að ráða Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur sem næsta framkvæmdastjóra HSV. Sigríður er menntaður sjúkraþjálfari og hefur um árabil verið einn af máttarstólpum vestfirskrar íþróttaflóru. 

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. 

Nánar

Skráning er hafin á 17. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki.
Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 27. júlí.

Fleiri keppnisgreinar verða á mótinu á Sauðárkróki en nokkru sinni fyrr. Auk hefðbundinna greina eins og fótbolta, körfubolta, frjálsíþrótta, sunds og glímu verða nokkrar nýjar greinar. Má þar nefna bogfimi, siglingar og tölvuleiki. Auk þess verður keppt í motocrossi, dansi, golfi, hestaíþróttum, skák, stafsetningu, upplestri og strandblaki. Fatlaðir einstaklingar munu keppa í frjálsum og sundi.


Afþreyingardagskrá Unglingalandsmótsins er metnaðarfull. Í boði er m.a. þrautarbraut fyrir alla aldurshópa, útibíó, leiktæki og andlitsmálun fyrir yngstu kynslóðina. Þrjár smiðjur verða starfræktar, en það eru söngsmiðja, myndlistarsmiðja og leiklistarsmiðja. Gönguferðir verða um bæinn og nágrenni Sauðárkróks, júdókynning, knattþrautir KSÍ, tennisleiðsögn og kynning á parkour, sumbafitness, markaðstorg, popping-kennsla og opið golfmót.


Á hverju kvöldi verða glæsilegar kvöldvökur þar sem margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum koma fram. Má þar nefna Jón Jónsson, Sverri Bergmann, Þórunni Antoníu, Friðrik Dór, Úlf Úlf og Magna Ásgeirsson.

Nánar

 Stjórn Héraðssambands Vestfjarða (HSV) auglýsir eftir framkvæmdastjóra.


HSV er með starfssvæði í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi og hefur 18 virk aðildarfélög innan sinna vébanda. Sambandið vinnur náið með sveitarfélögunum tveimur að uppbyggingu íþróttamála á svæðinu ásamt því að vinna með aðildarfélögum að framgangi einstakra íþróttagreina.


Framkvæmdastjóri er starfsmaður stjórnar HSV og ber ábyrgð á daglegum rekstri ásamt samskiptum við sveitarfélög, aðildarfélög og aðra hagsmunaaðila innan íþróttahreyfingarinnar.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með rekstri HSV ásamt áætlunargerð.
  • Eftirfylgni með framkvæmd Íþróttaskóla HSV.
  • Samskipti við Ísafjarðarbæ og eftirfylgni með framkvæmd samninga við bæjarfélagið.
  • Samskipti við aðildarfélög HSV.
  • Samskipti við UMFÍ, ÍSÍ og sérsambönd.
  • Samskipti við stjórn HSV.

Starfsmaðurinn sem við erum að leita að þarf:

  • Háskólagráðu sem nýtist í starfi.
  • Reynslu af rekstri.
  • Að elska íþróttir.
  • Að vera skipulagður.
  • Að geta komið fyrir sig orði í ræðu og riti.
  • Að vera jákvæður og með ríka þjónustulund.
  • Að vera tölvufær og geta unnið í helstu skrifstofuforritum ásamt því að hafa grunnþekkingu í að vinna með heimasíður.

 

Með umsókn skulu eftirfarandi gögn fylgja:

  • Afrit af prófskírteinum.
  • Meðmæli eða umsagnir um fyrri störf umsækjanda.


Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst.

Stjórn HSV áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Umsóknir skulu berast á netfangið hsv@hsv.is eða í pósthólf 90 - 400 Ísafjörður.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí.

Allar upplýsingar gefur Pétur G. Markan í síma 698- 4842 og 450- 8450 og Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, í síma 861 - 1072.

Nánar