Golfklúbbur Ísafjarðar hefur útnefnt kylfing ársins. Þann titil hlýtur ungur og efnilegur kylfingur, Jón Hjörtur Jóhannesson.

Nánar

Vorið 2014 var gerð óháð úttekt á Íþróttaskóla HSV. Tómas Emil Guðmundsson, sjúkraþjálfari, og Ásgeir Guðmundsson, íþróttafræðingur, tóku að sér verkið og verða niðurstöður þeirra kynntar á opnum fundi fimmtudaginn 6.nóvember klukkan 20, á fjórðu hæð Stjórnsýsluhússins. Á fundinum verður einnig rætt um ofálagseinkenni í íþróttum, forvarnir og fyrirbyggingu meiðsla. Fundurinn er einkum ætlaður foreldrum íþróttabarna á öllum aldri, forsvarsmönnum íþróttafélaga, þjálfurum og öllum þeim sem hafa áhuga á málefninu. Erindið var áður flutt í vor. 

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.  Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Umsóknarferlinu hefur verið breytt og fara þær nú í gegn um póstform hér á síðunni. Umsóknir skulu nú koma frá iðkendum í gegnum félögin. Hverju félagi hefur verið úthlutað aðgangi að umsóknarferlinu. Þeir sem hyggjast sækja um í afreksjóðnum snúi sér því til sinna þjálfara eða stjórna sem aðstoða við umsóknarferlið. 

Nánar

Hermann Níelsson formaður knattspyrnufélagsins Harðar var í gær, mánudaginn 27. október, sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþrótta í landinu.  Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ afhenti Hermanni Heiðurskrossinn að viðstaddri fjölskyldu hans og fulltrúum ÍSÍ, á Landsspítalnum við Hringbraut þar sem Hermann dvelur nú vegna illvígra veikinda.

Nánar