Úthlutun úr Styrktarsjóði þjálfara
Í lok árs úthlutaði HSV tveimur styrkjum úr Styrktarsjóði þjálfara. Annar styrkurinn var til KFÍ vegna kostnaðar við að senda 2 þjálfara á þjálfaranámskeið ÍSÍ 1. stig. Hinn styrkurinn fór til BÍ88 vegna kostnaðar við að senda 3 þjálfara á þjálfaranámskeið KSÍ 1 og 2.
Næst verður auglýst eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara í mars.
Nánar
HSV sendir ykkur kærar nýárskveðjur og þakkar fyrir samstarfið á árinu.
Nánar
Orkubú Vestfjarða styrkir Íþróttaskóla HSV
Íþróttaskóli HSV hefur hlotið styrk frá Orkubúi Vestfjarða að upphæð 200.000 krónur. Styrknum skal varið til að styrkja starfsemi skólans á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Súðavík. Féð mun gera HSV kleift að greiða niður ferðakostnað þjálfara frá íþróttafélögunum á Ísafirði og þar með mun fjölbreytnin í starfsemi Íþróttaskólans á þessum stöðum aukast til muna.
HSV þakkar stjórn Orkubúsins kærlega fyrir þennan styrk.
Nánar
Siðareglur HSV, Jafnréttisstefna HSV og Forvarnarstefna HSV
HSV hefur nýlega yfirfarið siðareglur sínar. Jafnframt hafa jafnréttisstefna HSV og forvarnarstefna HSV verið birtar á heimasíðu undir liðnum: um HSV, í valmyndinni til vinstri. Stjórn HSV hvetur félagsmenn sína til að kynna sér efnið.
Nánar
Hermann Níelsson sæmdur gullmerki UMFÍ
Hermann Níelsson var í gær sæmdur gullmerki Ungmennafélags Íslands fyrir störf sín í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar og íþrótta í landinu. Stjórn UMFÍ samþykkti á fundi í september að afhenda Hermanni merkið.
Nánar