HSV sendir ykkur kærar nýárskveðjur og þakkar fyrir samstarfið á árinu.
NánarÍþróttaskóli HSV hefur hlotið styrk frá Orkubúi Vestfjarða að upphæð 200.000 krónur. Styrknum skal varið til að styrkja starfsemi skólans á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Súðavík. Féð mun gera HSV kleift að greiða niður ferðakostnað þjálfara frá íþróttafélögunum á Ísafirði og þar með mun fjölbreytnin í starfsemi Íþróttaskólans á þessum stöðum aukast til muna.
HSV þakkar stjórn Orkubúsins kærlega fyrir þennan styrk.
NánarHSV hefur nýlega yfirfarið siðareglur sínar. Jafnframt hafa jafnréttisstefna HSV og forvarnarstefna HSV verið birtar á heimasíðu undir liðnum: um HSV, í valmyndinni til vinstri. Stjórn HSV hvetur félagsmenn sína til að kynna sér efnið.
NánarHermann Níelsson var í gær sæmdur gullmerki Ungmennafélags Íslands fyrir störf sín í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar og íþrótta í landinu. Stjórn UMFÍ samþykkti á fundi í september að afhenda Hermanni merkið.
NánarHSV vill vekja athygli á að kvikmyndasýning á myndum Hermanns Níelssonar verður haldin í Alþýðuhúsinu á Ísafiði (Ísafjarðar Bíó) laugardaginn 6. desember kl. 16.00.
Sýndar verða myndirnar:
Leiðin til afreka
Mynd um unglingadeildir björgunnarsveitanna.
Einnig verða sýnd myndbrot úr Landanum og frá Íslandsglímunni á Ísafirði.
Hermann Níelsson hefur um langa tíð verið ötull í vinnu við íþróttahreyfinguna bæði hér á heimaslóðum en einnig fyrir ÚÍA. Hann hefur undanfarna mánuði glímt við erfið veikindi en er nú á góðum batavegi og kemur vestur til að verða viðstaddur sýninguna.
Mynddiskarnir verða til sölu á staðnum til þess að standa straum af sjúkrakostnaði Hermanns auk framleiðsluskostnaðar við gerð myndanna. Einnig verður tekið við frjálsum framlögum.
HSV vonast til þess að sjá sem flesta.