Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Líkt og við síðustu umsókn og fara þær nú fram í gegn um póstform hér á síðunni. Umsóknir skulu nú koma frá iðkendum í gegnum félögin. Hverju félagi hefur verið úthlutað aðgangi að umsóknarferlinu. Þeir sem hyggjast sækja um í afreksjóðnum snúi sér því til sinna þjálfara eða stjórna sem aðstoða við umsóknarferlið.
NánarThelma Rut Jóhannsdóttir skíðakona hefur verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti unglinga í alpagreinum sem haldið er í Hafjell í Noregi 4.- 15. mars. Thelma mun keppa í svigi og stórsvigi. HSV óskar Thelmu Rut góðs gengis í mótinu.
NánarTveir leikmenn meistaraflokks kvenna hjá KFÍ hafa verið valdar á landsliðsæfingar KKÍ. Annarsvegar Eva Margrét Kristjánsdóttir sem var valin í landslið U18 og hinsvegar Saga Ólafsdóttir sem var valin í U15 landsliðið. Þær munu væntanlega klæðast landliðstreyjum í verkefnum KKÍ í sumar. HSV óskar þeim velfarnaðar í komandi verkefnum.
NánarVegna frétta af lyfjamálum Sigfúsar Fossdal kraftlyftingamanns og varaformanns HSV vill stjórn Héraðssambandsins koma eftirfarandi á framfæri.
NánarÞað er mikið fjör í íþróttaskóla HSV nú sem ávalt. Hressir krakkar eru byrjaðir á skíðaæfingum tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Ef veðrið er slæmt og ekki hægt að vera á skíðasvæðinu eru æfingar færðar niður í bæ. Um daginn var keppt í snjókarlagerð og var afrakaksturinn mjög fjölbreyttur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Nánar