Á sunnudaginn er hinn alþjóðlegi snjódagur (World snow day) og verður af því tilefni mikið um að vera á skíðasvæðum Ísafjarðarbæjar, Dölunum tveimur.  

Nánar
Kristín Þorsteinsdóttir íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2013
Kristín Þorsteinsdóttir íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2013

Sex tilnefningar bárust vegna kjörs íþróttamanns Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2014. Valið verður tilkynnt í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði sunnudaginn 18. janúar kl. 16. Einnig verður tilkynnt um val á efnilegasta íþróttamanninum en þar eru átta ungir íþróttamenn tilnefndir. Hófið er opið og eru allir velkomnir.

Nánar

Laugardaginn 10. janúar, kl. 9-13, verða haldnar stuttar körfuboltabúðir fyrir iðkendur KFÍ og aðra áhugasama körfuboltakrakka í íþróttahúsinu Torfnesi, Ísafirði. Búðirnar eru ætlaðar krökkum í 3.-10. bekk og verður þátttakendum skipt í hópa eftir getu.

Nánar
Daði Freyr Arnarsson og Viktor Júlíusson
Daði Freyr Arnarsson og Viktor Júlíusson
1 af 5

Stjórn Afrekssjóðs HSV hefur úthlutað styrkjum til sex íþróttamanna frá fjórum aðildarfélögum sambandsins.

Nánar

Héraðssambandið Hrafna-Flóki, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur auglýsa eftir íþróttafulltrúa í fullt starf. Um er að ræða nýtt og spennandi starf á starfssvæði Hrafna-Flóka sem eru sunnanverðir Vestfirðir.

Nánar