Héraðssambandið Hrafna-Flóki, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur auglýsa eftir íþróttafulltrúa í fullt starf. Um er að ræða nýtt og spennandi starf á starfssvæði Hrafna-Flóka sem eru sunnanverðir Vestfirðir.

Nánar

Í lok árs úthlutaði HSV tveimur styrkjum úr Styrktarsjóði þjálfara. Annar styrkurinn var til KFÍ vegna kostnaðar við að senda 2 þjálfara á þjálfaranámskeið ÍSÍ 1. stig. Hinn styrkurinn fór til BÍ88 vegna kostnaðar við að senda 3 þjálfara á þjálfaranámskeið KSÍ 1 og 2.

Næst verður auglýst eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara í mars.

Nánar

HSV sendir ykkur kærar nýárskveðjur og þakkar fyrir samstarfið á árinu.

Nánar

Íþróttaskóli HSV hefur hlotið styrk frá Orkubúi Vestfjarða að upphæð 200.000 krónur. Styrknum skal varið til að styrkja starfsemi skólans á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Súðavík. Féð mun gera HSV kleift að greiða niður ferðakostnað þjálfara frá íþróttafélögunum á Ísafirði og þar með mun fjölbreytnin í starfsemi Íþróttaskólans á þessum stöðum aukast til muna.

HSV þakkar stjórn Orkubúsins kærlega fyrir þennan styrk.

Nánar

HSV hefur nýlega yfirfarið siðareglur sínar. Jafnframt hafa jafnréttisstefna HSV og forvarnarstefna HSV verið birtar á heimasíðu undir liðnum: um HSV, í valmyndinni til vinstri. Stjórn HSV hvetur félagsmenn sína til að kynna sér efnið.

Nánar