1 af 2

Það er ekki alltaf sem keppnisferðalögin ganga upp eins og þau eru skipulögð. Síðasta sunnudag var stór hópur íþróttakrakka frá aðildafélögum HSV veðurteppt á Ströndum vegna ófærðar og veðurs.

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.  Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Líkt og við síðustu umsókn og fara þær nú fram í gegn um póstform hér á síðunni. Umsóknir skulu nú koma frá iðkendum í gegnum félögin. Hverju félagi hefur verið úthlutað aðgangi að umsóknarferlinu. Þeir sem hyggjast sækja um í afreksjóðnum snúi sér því til sinna þjálfara eða stjórna sem aðstoða við umsóknarferlið. 

Nánar

Thelma Rut Jóhannsdóttir skíðakona hefur verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti unglinga í alpagreinum sem haldið er í Hafjell í Noregi 4.- 15. mars. Thelma mun keppa í svigi og stórsvigi. HSV óskar Thelmu Rut góðs gengis í mótinu.

Nánar
Saga Ólafsdóttir, efri röð til vinstri og Eva Margrét Kristjánsdóttir, efri röð fyrir miðju
Saga Ólafsdóttir, efri röð til vinstri og Eva Margrét Kristjánsdóttir, efri röð fyrir miðju

Tveir leikmenn meistaraflokks kvenna hjá KFÍ hafa verið valdar á landsliðsæfingar KKÍ. Annarsvegar Eva Margrét Kristjánsdóttir sem var valin í landslið U18 og hinsvegar Saga Ólafsdóttir sem var valin í U15 landsliðið. Þær munu væntanlega klæðast landliðstreyjum í verkefnum KKÍ í sumar. HSV óskar þeim velfarnaðar í komandi verkefnum.

Nánar