- 11.11.15
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Frábær árangur Kristínar Þorsteinsdóttur
Heimsmethafinn og sigurvegarinn
Kristín ásamt Braga bróður sínum sem var þjálfari hennar á mótinu.
Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir frá Íþróttafélaginu Ívari hefur nýlokið keppni á opna evrópumeistaramótinu í sundi fyrir fólk með Downs syndrome. Mótið var haldið í Loano á Ítalíu. Árangur Kristínar á þessu móti var stórglæsilegur en hún keppti í 7 greinum. Hún fékk 5 gull, 1 silfur og 1 brons. Við að ná þessum árangri setti Kristín 2 heimsmet og 10 evrópumet. Kristín æfir sund hjá íþróttafélaginu Ívari og þjálfari hennar er Svala Sif Sigurgeirsdóttir.
HSV óskar Kristínu og fjölskyldu til hamingju með árangurinn.
Nánar
- 26.10.15
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Heimsókn frá ÍSÍ
kátir strákar í íþróttaskóla HSV ásamt Gísla bæjarstjóra, Guðnýju formanni HSV, Lárusi Blöndal forseta ÍSÍ og Líneyju Rut Haraldsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ
Fimmtudaginn í síðustu viku komu fulltrúar frá ÍSÍ í heimsókn hingað vestur. Það voru Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri sem sóttu okkur heim. Þau fóru víða um svæðið og skoðuðu íþróttamannvirki í bænum.
Nánar
- 26.10.15
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Afreksmannasjóður HSV - opið fyrir umsóknir
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Líkt og við síðustu umsókn og fara þær nú fram í gegn um póstform hér á síðunni. Umsóknir skulu nú koma frá iðkendum í gegnum félögin. Hverju félagi hefur verið úthlutað aðgangi að umsóknarferlinu. Þeir sem hyggjast sækja um í afreksjóðnum snúi sér því til sinna þjálfara eða stjórna sem aðstoða við umsóknarferlið.
Nánar
- 26.10.15
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Styrktarsjóður þjálfara - opið fyrir umsóknir.
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.
Nánar
- 25.09.15
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Síðustu dagar Hreyfiviku
Nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í viðburðum á Hreyfiviku. Síðustu dagarnir eru framundan og að vanda fjölbreytt dagskrá og eitthvað fyrir alla.
Nánar