Inniskotsvæði Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, í áhorfendastúkunni við Torfnesvöll, var opnað formlega á sunnudaginn. Þar er nú komin mjög vel búin aðstaða fyrir skotíþróttir. Félagsmenn Skotíþróttafélagsins hafa unnið mikla sjálfboðavinnu við að koma húsnæðinu í það glæsilega stand sem það nú er í. Félagið hefur einnig útbúið aðstöðu fyrir bogfimi og keypt nokkra boða. þarmeð verður hægt að koma upp barna og unglingastarfi í félaginu en það eru enign aldurstakmörk í bogana en börn yngri en 12 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Fjöldi gesta var vistaddur opnunina og opnu húsi sem fylgdi í kjölfarið.
NánarÍ hófi Ísafjarðarbæjar síðastliðinn sunnudag þar sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar var útnefndur, var einnig útnefndur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar. Það var Anna María Daníelsdóttir skíðakona sem var valin úr hópi ungra og efnilegra iðkenda.
Anna María varð þrefaldur unglingameisti Íslands í skíðagöngu árið 2015, auk þess að sigra á öllum bikarmótum Skíðasambands Íslands í sínum aldursflokki og tryggja sér þannig bikarmeistaratitil SKÍ. Hún sigraði einnig í 25 km göngu kvenna í Fossavatnsgöngunni. Hún hefur stundað markvissar æfingar allt frá 10 ára aldri og hefur áhuga og metnað til að ná langt í íþrótt sinni. Hefur hún nú tekið stefnuna á að halda til Noregs í nánust framtíð og stunda þar nám og æfingar við bestu mögulegu aðstæður. Anna María hefur tekið stórstígum framförum á síðustu árum og er tvímælalaust ein allra efnilegasta skíðagöngukona landsins.
NánarÞann 24. janúar síðastliðinn hélt Ísafjarðarbær hóf þar sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2015 var útnefndur. Við sama tækifæri var Tryggvi Sigtryggsson heiðraður fyrir áratugalanga langt, gott og gjöfult starf í þágu íþróttamála í sveitarfélaginu.
NánarÍsafjarðarbær bauð til hófs í gær sunnudag þar sem útnefndur var Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2015, efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar ásamt því að veitt var sérstök viðurkenning fyrir gott og gjöfult starf til íþróttamála í sveitarfélaginu.
NánarBikarmót SKÍ í göngu fyrir 12 ára og eldri verður haldið á Seljalandsdal á helginni. Keppni hefst á föstudag kl. 18 með sprettgöngu. Á laugardag hefst keppni kl. 12 og á sunnudag kl. 11.
Nánar