Stofnfundur Íþróttafélagsins Vestra, nýs sameinaðs íþróttafélags á norðanverðum Vestfjörðum verður haldinn laugardaginn 16. janúar 2016 kl. 16.00 á fjórðu hæð Stjórnsýsluhúss Ísafjarðarbæjar. fundurinn er öllum opinn og hvetur sameiningarnefnd áhugasama um að koma og taka þátt í stofnun nýs og öflugs íþróttafélags.
NánarLaugardaginn 16. janúar mun HSV í samstarfi við KFÍ bjóða upp á fyrirlestra með sálfræðingnum Hafrúnu Kristjánsdóttur. Fyrirlestrarnir verða tveir, annarsvegar klukkan 13.30 fyrir íþróttakrakka í 6. – 9. bekk grunnskóla og hinn verður kl. 15 fyrir iðkendur í 10. bekk og eldri. Fyrirlestrarnir verða haldnir í fyrirlestrastofunni á neðri hæð Menntaskólans á Ísafirði. Þjálfarar eru hvattir til að mæta og foreldrar eru velkomnir með sínum börnum.
NánarÚthlutað hefur verið úr Afreksjóði HSV. Alls bárust umsóknir frá fjórum aðildarfélögum HSV vegna 8 íþróttamanna.
NánarÍ gær var skrifað undir samninga milli UMFÍ, Ísafjarðarbæjar og HSV vegna landsmóts UMFÍ 50+ sem verður haldið á Ísafirði 10-12 júní 2016.
NánarKristín Þorsteinsdóttir fékk hlýjar móttökur þegar hún kom heim til Ísafjarðar með gullin sín eftir keppni á sundmóti á Ítalíu. Haldið var hóf henni til heiðurs í Stjórnsýsluhúsinu þar sem forsvarsmenn bæjarins, ættingjar og velunnarar tóku á móti henni. Meðal annars afhenti Guðný Stefanía Stefnásdóttir Kristínu styrk frá Afreksjóði HSV upp á 200.000 krónur og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ og Haukur Valtýsson formaður UMFÍ heldu stutt ávarp og færðu Krstínu blóm. Í lokin var boðið upp á veitingar.
Nánar