Sunnudaginn 24. janúar verður útnefndur iþróttamaður Ísafjarðarbæjar. 10 tilnefningar hafa borist frá íþróttafélögum bæjarins og verður valið tilkynnt í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 16 á sunnudaginn. Einnig verður tilkynnt um val á efnilegasta íþróttamanninum en þar eru sex ungir íþróttamenn tilnefndir. Eftir útnefningarnar býður Ísafjarðarbær upp á veitingar. Hófið er opið og allir velkomnir.
NánarSunnudaginn 24. janúar verður útnefndur iþróttamaður Ísafjarðarbæjar. 10 tilnefningar hafa borist frá íþróttafélögum bæjarins og verður valið tilkynnt í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 16 á sunnudaginn. Einnig verður tilkynnt um val á efnilegasta íþróttamanninum en þar eru sex ungir íþróttamenn tilnefndir. Eftir útnefningarnar býður Ísafjarðarbær upp á veitingar. Hófið er opið og allir velkomnir.
NánarHSV í samstarfi við KFÍ fékk Hafrúnu Kristjánsdóttur doktor í sálfræði, í heimsókn vestur um síðustu helgi. Hafrún hélt tvo fyrirlestra fyrir iðkendur aðildarfélaga HSV. Umfjöllunarefnið var hvernig andlega hliðin getur haft áhrif á árangur í íþróttum, mikilvægi þess að setja sér markmið, hvernig sjálrfstraust spilar stórt hlutverk og árangur hugarþjálfunar. Fyrirlestrarnir voru mjög vel sóttir og mættu rúmlega 70 iðkendur ásamt nokkrum fjölda foreldra og þjálfara. Náði Hafrún vel til áheyranda á öllum aldri sem fylgdust grannt með fræðslunni.
Vonir standa til um að Hafrún komi aftur á vordögum og fylgi þessari fræðslu eftir.
Íþróttafélagi Vestri var stofnað síðastliðinn laugardag á Ísafirði. Þar með hafa félögin BÍ88, KFÍ, Skellur og Sundfélagið Vestri sameinast í eitt félag með deildarskiptu starfi.
NánarMikið er um að vera hjá aðildarfélögum HSV hér heima nú á komandi helgi.
Nánar