Þar sem vinnu við breytingar á Afreksmannasjóði HSV er ekki enn lokið, hefur stjórn sjóðsins ákveðið að auglýsa eftir umsóknum samkvæmt gamla ferlinu. Líkt og í fyrra fara umsóknir nú fram í gegnum póstform hér á síðunni. Umsóknir skulu koma frá iðkendum í gegnum félögin. Hverju félagi verður úthlutað aðgangi að umsóknarferlinu. Þeir sem hyggjast sækja um í afrekssjóðinn snúi sér því til sinna þjálfara eða stjórna sem aðstoða við umsóknarferlið. Slóðin er www.hsv/umsokn 

Allir íþróttamenn geta sótt um styrk í sjóðinn svo framarlega sem þeir eru aðilar innan HSV og uppfylla þau skilyrði sem eru í 7. grein laga afreksmannasjóðsins sem sjá má hér á heimasíðu HSV.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 9. maí 2016.

Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband við framkvæmdastjóra HSV; hsv@hsv.is eða í síma 8638886.

Nánar
Birkir Eydal og Kjartan Óli Kristinsson
Birkir Eydal og Kjartan Óli Kristinsson
1 af 2

Þrír leikmenn Skells hafa verið valdir í unglingalandslið sem fara til Ítalíu um páskana. Þetta eru þeir Kjartan Óli Kristinsson og Birkir Eydal sem voru valdir í U17 landslið pilta og Birta Rós Þrastardóttir sem var valin í U16 landslið stúlkna. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Skells-stelpa kemst í lokahóp unglingalandsliðs. Þetta er frábær árangur hjá ekki stærra félagi og er frábær viðurkenning á hinu góða og öfluga barna og unglingastarfi Skells. Til hamingju Skellur.

Nánar
Guðný stefanía formaður HSV reynir sig í bogfimi.
Guðný stefanía formaður HSV reynir sig í bogfimi.

Inniskotsvæði Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, í áhorfendastúkunni við Torfnesvöll, var opnað formlega á sunnudaginn. Þar er nú komin mjög vel búin aðstaða fyrir skotíþróttir. Félagsmenn Skotíþróttafélagsins hafa unnið mikla sjálfboðavinnu við að koma húsnæðinu í það glæsilega stand sem það nú er í. Félagið hefur einnig útbúið aðstöðu fyrir bogfimi og keypt nokkra boða. þarmeð verður hægt að koma upp barna og unglingastarfi í félaginu en það eru enign aldurstakmörk í bogana en börn yngri en 12 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Fjöldi gesta var vistaddur opnunina og opnu húsi sem fylgdi í kjölfarið.

Nánar
Anna María Daníelsdóttir
Anna María Daníelsdóttir
1 af 2

Í hófi Ísafjarðarbæjar síðastliðinn sunnudag þar sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar var útnefndur, var einnig útnefndur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar. Það var Anna María Daníelsdóttir skíðakona sem var valin úr hópi ungra og efnilegra iðkenda.

Anna María varð þrefaldur unglingameisti Íslands í skíðagöngu árið 2015, auk þess að sigra á öllum bikarmótum Skíðasambands Íslands í sínum aldursflokki og tryggja sér þannig bikarmeistaratitil SKÍ. Hún sigraði einnig í  25 km göngu kvenna í Fossavatnsgöngunni. Hún hefur stundað markvissar æfingar allt frá 10 ára aldri og hefur áhuga og metnað til að ná langt í íþrótt sinni. Hefur hún nú tekið stefnuna á að halda til Noregs í nánust framtíð og stunda þar nám og æfingar við bestu mögulegu aðstæður. Anna María hefur tekið stórstígum framförum á síðustu árum og er tvímælalaust ein allra efnilegasta skíðagöngukona landsins.

Nánar
Tryggvi Sigtryggsson
Tryggvi Sigtryggsson

Þann 24. janúar síðastliðinn hélt Ísafjarðarbær hóf þar sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2015 var útnefndur. Við sama tækifæri var Tryggvi Sigtryggsson heiðraður fyrir áratugalanga langt, gott og gjöfult starf í þágu íþróttamála í sveitarfélaginu.

Nánar