Frá og með næsta mánudegi og til sunnudags er Hreyfivika UMFÍ í gangi. HSV og Ísafjarðarbær taka að venju þátt. Frítt er í allar sundlaugar Ísafjarðarbæjar, farið er í gönguferðir og fjallgöngur, sjósund, kajak, jóga og ýmislegt fleira. Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt og auka hreyfingu nú í byrjun sumars. 

Dagskrá:

 Mánudagur 23. maí

Kl. 06.00 Gönguferð upp í Naustahvilft á vegum Gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga. Lagt af stað kl. 6 frá bílaplani neðan Hvilftar.

Kl. 12.00 Jóga með Gunnhildi Gestsdóttur í Sindragötu 7, efri hæð.

Kl. 18.00 Göngutúr frá Ísafjarðarkirkju á vegum Gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga. Létt og skemmtileg ganga í góðum félagsskap. Sjá nánar: https://www.facebook.com/groups/846057662130621/

Kl. 18.15 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Kl. 19.30- 21.00 Á vegum Sunddeildar Vestra mun Páll Janus Þórðarson íþóttafræðingur og sundþjálfari vera í Sundhöll Ísafjarðar ogveita ráðleggingar og punkta varðandi sund.

 Þriðjudaginn 24. maí

Kl. 16.30 Jóga með Gunnhildi Gestsdóttur í Sindragötu 7, efri hæð.

Kl. 18.30 Sjósund með sjósundfélaginu Bleikjunum. Synt af stað frá aðstöðu Sæfara í Neðstakaupstað.

 Miðvikudaginn 25. maí

Kl. 18:00-19:00 Útijóga í Blómagarðinum á Austurvelli. Gunnhildur Gestsdóttir býður bæjarbúum í jóga. Þátttakendum er bent á að taka með sér dýnu eða teppi.

Kl. 19.30- 21.00 Á vegum Sunddeildar Vestra mun Páll Janus Þórðarson íþóttafræðingur og sundþjálfari vera í Sundhöll Ísafjarðar og veita ráðleggingar og punkta varðandi sund.

Fimmtudaginn 26. maí

Kl. 16.30 Jóga með Gunnhildi Gestsdóttur í Sindragötu 7, efri hæð.

Kl. 18.00 Göngutúr frá Brúó á vegum Gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga.

Létt og skemmtileg ganga í góðum félagsskap. Sjá nánar: https://www.facebook.com/groups/846057662130621/

Kl. 18.15 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Kl.20.00 - 21.30 kynning á Ringo í íþróttahúsinu á Torfnesi. Ringo er keppnisgrein á landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið verður á Ísafirði 10.-12. júní. Kjörið tækifæri til að kynnast þessari skemmtilegu grein sem hentar fólki á öllum aldri.

Laugardagur 28. maí

Kl. 9.30 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Kl 10.00 Sauradalur-Arnardalur. Gönguferð á vegum Ferðafélags Ísfirðinga. Brottför kl 10 úr Súðavík. Erfiðleikastuðull er 2 skór, vegalengd er um 10 km og tekur  5-6 klukkustundir. Fararstjóri er Anna Lind Ragnarsdóttir. Sjá nánar: https://www.facebook.com/groups/317246047708/

Sunnudagur 29. maí

Kl. 11.00 Kajakróður með Sæfara á Pollinum. Félagsmenn Sæfara veita leiðsögn og sjá um fararstjórn. Leiga á búnaði 2.000 kr.

 

Alla daga vikunnar:

Stúdíó Dan býður frítt í líkamsrækt frá kl. 5:45 til 16.00 alla daga hHreyfivikunnar á meðan húsrúm leyfir og starfsfólk annar.

 Sjúkraþjálfun Vestfjarða býður ókeypis kynningartíma í líkamsrækt.

 Frír aðgangur í allar sundlaugar Ísafjarðarbæjar

 Íþróttaskóli HSV býður foreldra sérstaklega velkomna með á æfingar þessa vikuna. Æfingarnar eru á sparkvellinum við Grunnskólann, í sundhöllinni og á gervigrasinu á Torfnesi.

Nánar

16. ársþing HSV verður haldið miðvikudaginn 18. maí kl. 17 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Send hafa verið fundarboð til aðildarfélaga sambandsins.

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta syrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ og Súðavík til hagsbóta.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 9. maí 2016.

Reglugerð sjóðsins má finna á heimasíðu HSV, www.hsv.is. Fekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HSV, hsv@hsv.is eða í síma 8638886.

Nánar

Þar sem vinnu við breytingar á Afreksmannasjóði HSV er ekki enn lokið, hefur stjórn sjóðsins ákveðið að auglýsa eftir umsóknum samkvæmt gamla ferlinu. Líkt og í fyrra fara umsóknir nú fram í gegnum póstform hér á síðunni. Umsóknir skulu koma frá iðkendum í gegnum félögin. Hverju félagi verður úthlutað aðgangi að umsóknarferlinu. Þeir sem hyggjast sækja um í afrekssjóðinn snúi sér því til sinna þjálfara eða stjórna sem aðstoða við umsóknarferlið. Slóðin er www.hsv/umsokn 

Allir íþróttamenn geta sótt um styrk í sjóðinn svo framarlega sem þeir eru aðilar innan HSV og uppfylla þau skilyrði sem eru í 7. grein laga afreksmannasjóðsins sem sjá má hér á heimasíðu HSV.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 9. maí 2016.

Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband við framkvæmdastjóra HSV; hsv@hsv.is eða í síma 8638886.

Nánar
Birkir Eydal og Kjartan Óli Kristinsson
Birkir Eydal og Kjartan Óli Kristinsson
1 af 2

Þrír leikmenn Skells hafa verið valdir í unglingalandslið sem fara til Ítalíu um páskana. Þetta eru þeir Kjartan Óli Kristinsson og Birkir Eydal sem voru valdir í U17 landslið pilta og Birta Rós Þrastardóttir sem var valin í U16 landslið stúlkna. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Skells-stelpa kemst í lokahóp unglingalandsliðs. Þetta er frábær árangur hjá ekki stærra félagi og er frábær viðurkenning á hinu góða og öfluga barna og unglingastarfi Skells. Til hamingju Skellur.

Nánar