Silfurtorg
Silfurtorg

Landsmót UMFÍ 50+ verður sett í dag á Silfurtorgi í dag kl. 17. Lúðrasveit Tónlistarskólans byrjar að spila kl. 17.oo og formleg setningarathöfn hefst kl. 17.00 með ávörpum og tónlist.

Síðar í kvöld er svo í boði söguganga frá Gamla sjúkrahúsinu kl. 19.30-20.30, kaffi og spjall í Edinborgarhúsinu kl. 20.30, danskeppni og danssýning kl. 21.00 sem endar með harmonikkutónum.

Nánar

Keppni á landsmóti UMFÍ 50+ hófst nú klukkan 9.00 með bocciakeppni sem fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi. Alls eru 120 skráðir í boccia í 39 liðum. Boccia keppnin stendur til kl 15.00 í dag.

Í dag er einnig keppt í:

Bogfimi við skotaðstöðu á Torfnesi kl. 13.00-17.00

Sund í Sundhöll Ísafjarðar kl. 14.00-16.30

pönnukökubakstur í Grunnskólanum Ísfirði kl. 15.00-17.00

Danskeppni í Edinborg kl. 21.00

 

Mótsetning fer fram á Silfurtorgi kl. 17.00

 

HSV hvetur Ísfirðinga og nágranna til að kíkja við ogfylgjast með spennandi keppni.

Nánar
Smávægilegar breytingar á dagskrá Landsmóts 50+
Vegna lítillar (jafnvel engrar) þátttöku falla eftirtaldar greinar niður: Körfubolti 2 á 2, Netabæting og Línubeitning.
Strandblak sem vera átti á morgun föstudag fer fram í kvöld, fimmtudag, kl. 18:00. Spilaður verður sýningarleikur og jafnframt fyrsti leikurinn á nýjum strandblaksvelli í Tungudal. Skellur, sem var eina liðið sem skráð var til leiks, keppir á móti úrvalsliði Dýrafjarðar skipuðum leikmönnum 50 ára og yngri. Við hvetjum alla til þess að mæta í blíðuna í Tungudal og fylgjast með eflaust æsispennandi fyrsta leik vallarins.
Nánar

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningar í ákveðnar greinar til fimmtudagsins 9. júní kl. 12:00. 

Opið er fyrir skráningu í eftirtöldum greinum:
* Badminton
* Bogfimi
* Bridds
* Frjálsar
* Golf
* Kajak
* Körfubolti
* Línubeitning
* Netabæting
* Pönnukökubakstur
* Ringó
* Skák
* Skotfimi
* Stígvélakast
* Strandblak
* Víðavangshlaup
* Þríþraut

Opið er fyrir skráningu á skemmtikvöldið í Edinborgarhúsinu sem verður laugardaginn 11. júní. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 19:30. 5500 kr. á mann. Fiskihlaðborð með veglegu meðlæti sem vel getur gengið sem grænmetisréttir. Skemmtiatriði. Hljómsveitin BG flokkurinn leikur fyrir dansi til kl. 01:00. Vinsamlega skráið þátttöku á skemmtikvöldið.

Lokað hefur verið fyrir skráningu í eftirtöldum greinum:
* Boccia
* Pútt
* Línudans
* Sund

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Birnu Jónasdóttur, jobirna@gmail.com eða í síma 869 4209 eða sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, hsv@hsv.is eða í síma 863 8886

Nánar

Landsmót UMFÍ50+ fer fram á Ísafirði 10.-12. júní næstkomandi. Allir þeir sem fæddir eru árið 1966 eða fyrr eru gjaldgengir til keppni. 

Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig til keppni en skráningarfrestur rennur út á miðnætti sunnudaginn 5. júní. Skráning fer fram á heimasíðu umfi: http://skraning.umfi.is/50plus/

Fjölmargar spennandi greinar eru í boði og ættu allir að geta fundið keppni við sitt hæfi. Að auki er fjölbreytt og skemmtilega utankeppnisdagskrá þar sem hæst ber sjávarréttarveisla og ball með BG á laugardagskvöldi, söguganga um Eyrina, heilsufarsmælingar og kvöldvaka á föstudegi með danskeppni og Villa Valla og vinum á harmonikku.

Veðurspá er okkur hagstæð, útlit er fyrir þurrt hæglætisveður með sólarglennum ef ekki bara glaðasólskini.

Sjáumst.

Nánar