Ákveðið hefur verið að framlengja skráningar í ákveðnar greinar til fimmtudagsins 9. júní kl. 12:00. 

Opið er fyrir skráningu í eftirtöldum greinum:
* Badminton
* Bogfimi
* Bridds
* Frjálsar
* Golf
* Kajak
* Körfubolti
* Línubeitning
* Netabæting
* Pönnukökubakstur
* Ringó
* Skák
* Skotfimi
* Stígvélakast
* Strandblak
* Víðavangshlaup
* Þríþraut

Opið er fyrir skráningu á skemmtikvöldið í Edinborgarhúsinu sem verður laugardaginn 11. júní. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 19:30. 5500 kr. á mann. Fiskihlaðborð með veglegu meðlæti sem vel getur gengið sem grænmetisréttir. Skemmtiatriði. Hljómsveitin BG flokkurinn leikur fyrir dansi til kl. 01:00. Vinsamlega skráið þátttöku á skemmtikvöldið.

Lokað hefur verið fyrir skráningu í eftirtöldum greinum:
* Boccia
* Pútt
* Línudans
* Sund

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Birnu Jónasdóttur, jobirna@gmail.com eða í síma 869 4209 eða sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, hsv@hsv.is eða í síma 863 8886

Nánar

Landsmót UMFÍ50+ fer fram á Ísafirði 10.-12. júní næstkomandi. Allir þeir sem fæddir eru árið 1966 eða fyrr eru gjaldgengir til keppni. 

Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig til keppni en skráningarfrestur rennur út á miðnætti sunnudaginn 5. júní. Skráning fer fram á heimasíðu umfi: http://skraning.umfi.is/50plus/

Fjölmargar spennandi greinar eru í boði og ættu allir að geta fundið keppni við sitt hæfi. Að auki er fjölbreytt og skemmtilega utankeppnisdagskrá þar sem hæst ber sjávarréttarveisla og ball með BG á laugardagskvöldi, söguganga um Eyrina, heilsufarsmælingar og kvöldvaka á föstudegi með danskeppni og Villa Valla og vinum á harmonikku.

Veðurspá er okkur hagstæð, útlit er fyrir þurrt hæglætisveður með sólarglennum ef ekki bara glaðasólskini.

Sjáumst.

Nánar
Kajakróður verður á sunnudag
Kajakróður verður á sunnudag

Þá er farið að síaga á seinni hluta Hreyfivikunnar 2016. Þeir viðburðir sem eru framundan:

Laugardagur 28. maí

Kl. 9.30 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Kl 10.00 Sauradalur-Arnardalur. Gönguferð á vegum Ferðafélags Ísfirðinga. Brottför kl 10 úr Súðavík. Erfiðleikastuðull er 2 skór, vegalengd er um 10 km og tekur  5-6 klukkustundir. Sjá nánar: https://www.facebook.com/groups/317246047708/

 

Sunnudagur 29. maí

Kl. 11.00 Kajakróður með Sæfara á Pollinum. Félagsmenn Sæfara veita leiðsögn og sjá um fararstjórn. Leiga á búnaði 2.000 kr.

Fjöllbreyttir viðburðir og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Nánar
þátttakendur á Ringókynningu
þátttakendur á Ringókynningu

Blásið var til ringokynningar í gærkveldi. Flemming Jessen heimsótti okkur og kynnti þessa skemmtilegu grein fyrir félagsmönnum Kubba, blakdeildar Vestra og fleiri áhugamönnum. Eftir stutta fræðslu og kynningu á íþróttinni var spilað á tveimur völlum. Óhætt er að segja að gleði og ánægja hafi einkennt þennan tíma. Þátttakendur voru hæstánægðir og þurfti nánast að þvinga suma til að hætta í lok tímans. Í það minnsta tvö keppnislið á landsmóti UMFÍ 50+ voru skipuð og gerð plön um frekari æfingar næstu daga.

Nánar
Svona hringir eru notaðir í ringó
Svona hringir eru notaðir í ringó

Í tilefni af landsmóti 50+ sem haldið verður á Ísafirði í júní verður stutt kynning á keppnisgreininni Ringo í íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 20.00 í kvöld. Flemming Jessen kemur og leiðbeinir.
Ringó líkist blaki. Þó eru ekki notaðir boltar heldur hringir sem er kastað yfir net og gripnir af mótherjum. Þessa íþrótt geta flestir stundað.
Ringó er tiltölulega ný grein hér á landi. Hún mun vera upprunnin í Póllandi en nýtur nú vaxandi vinsælda á Norðurlöndunum.
Hvetjum við áhugasama til að kíkja í íþróttahúsið á fimmtudagskvöldið, ekki síst áhugasama keppendur á landsmóti 50+

Nánar