- 27.01.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Hvatningarverðlaun Ísafjarðarbæjar vegna íþróttastarfs.
Þann 22. janúar síðastliðinn hélt Ísafjarðarbær hóf þar sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar og efnilegasti íþróttamaður 2016 var útnefndur. Við sama tækifæri veitti Ísafjarðarbær einnig hvatningarverðlaun til Körfuboltabúða Vestra.
Körfuknattleiksdeild Vestra stendur fyrir metnaðarfullum körfuboltabúðum á Ísafirði í byrjun júní ár hvert. Þjálfararnir eru í fremstu röð, jafnt innlendir sem erlendir, og iðkendur koma víðsvegar að af landinu. Óhætt er að fullyrða að þetta sé glæsilegustu körfuboltabúðir sem haldnar eru hér á landi og hafa vaxið og dafnað með hverju árinu. Búðirnar eru ætlaðar iðkendum á aldrinum 10- 16 ára.
Það voru Birna Lárusdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir og Ingólfur Þorleifsson sem tóku á mótu hvatningarverðlaununum.
Nánar
- 27.01.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016
Auður Líf Benediktsdóttir efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016
Tilnefndir til efnilegasta íþróttamannsins; Þráinn Ágúst, Sigurður, Ingólfur Þorleifsson fulltrúi Nökkva, Auður Líf, Ásgeir Óli og Jón Ómar
Í hófi Ísafjarðarbæjar síðastliðinn sunnudag þar sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar var útnefndur, var einnig útnefndur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar. Það var Auður Líf Benediktsdóttir sem var valin úr hópi ungra og efnilegra iðkenda.
Auður hefur æft blak frá 7 ára aldri. Hún á marga Íslandsmeistaratitla með yngri flokkum Skells. Á árinu 2016 var hún lykilleikmaður kvennaliðs Skells og síðan Vestra, þrátt fyrir ungan aldur. Liðið keppir í 1. deild Íslandsmótsins. Á árinu 2016 fór Auði mikið fram sem leikmaður og var valin í U17 ára landslið Íslands sem keppti á Norður-Evrópumóti sl. haust. Á mótinu vann hún sér inn stöðu í byrjunarliðinu og fékk hún mikið hrós frá landsliðsþjálfurunum fyrir frammistöðuna.
Til viðbótar við þetta fékk Auður tækifæri til að æfa og spila strandblak á Möltu sumarið 2016. Auður er sterkur strandblakari en í þeirri íþrótt reynir sérlega mikið á snerpu og þol. Hún keppti í maltnesku mótaröðinni í strandblaki ásamt stúlku frá Möltu og enduðu þær í fyrsta sæti.
Þeir sem voru tilnefndir til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar auk Auðar eru eftirfarandi:
Ásgeir Óli Kristjánsson Golfklúbbi Ísafjarðar
Jón Ómar Gíslason handknattleiksdeild Harðar
Nökkvi Harðarson körfuknattleiksdeild Vestra
Sigurður Hannesson Skíðafélagi Ísfirðinga
Þráinn Ágúst Arnaldsson Knattspyrnudeild Vestra
Nánar
- 26.01.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016
Síðastliðinn sunnudag var útnefndur Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016, efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar ásamt því að veitt var sérstök viðurkenning fyrir gott og gjöfult starf til íþróttamála í sveitarfélaginu.
Það var Kristín Þorsteinsdóttir sundkona hjá íþróttafélaginu Ívari sem var útnefnd íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2016. Er það fjórða árið í röð sem Kristín hlýtur þennan titil. Efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar var útnefnd Auður Líf Benediktsdóttir frá blakdeild Vestra. Aðstandendurm Körfuboltabúða Vestra var svo veitt sértök viðurkenning fyrir gott og gjöfult starf til íþróttamála í sveitarfélaginu.
Kristín æfir sund hjá Ívari, íþróttafélagi fatlaðra og hefur náð afburða árangri á síðustu árum. Hún hefur verið fremsti íslenski sundmaðurinn sínum flokki undanfarin ár og er enn að bæta sinn árangur. Á erlendu mótum ársins sýnir árangurinn að hún er jafnframt ein sú besta í Evrópu og á heimsvísu. á árinu setti hún bæði Evópumet og heimsmet auk þess að vinna til fjölda verðlauna á mótum bæði erlendis og hér heima. Auk þess að vera afburða íþróttamaður, samvisku- og eljusöm er Kristín jafnframt létt í skapi og góður liðsfélagi. Með íþróttamiðað lífsmottó að leiðarljósi: "Æfingin skapar meistarann, ég get, skal og vil" er Kristín fyrirmynd og verðugur fulltrúi annara íþróttamanna.
Þeir íþróttamenn sem tilnefndir voru til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar auk Kristínar eru eftirfarandi:
Albert Jónsson Skíðafélagi Ísfirðinga
Anton Helgi Guðjónsson Golfklúbbi Ísafjarðar
Daniel Osafu-Badu Knattspyrnudeild Vestra
Haraldur Hannesson Knattspyrnudeild Harðar
Jens Ingvar Gíslason Handboltadeild Harðar
Nebojsa Knesevic Körfuknattleikdsdeild Vestra
Tihomir Paunovski Blakdeild Vestra
Valur Richter Skotíþróttafélagi Ísafjarðar
Nánar
- 23.11.16
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Afreksmannasjóður HSV - opið fyrir umsóknir
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð HSV. Enn er ekki búið að klára breytingar á nýrri reglugerð sjóðsin og er því auglýst eftir umsóknum samkvæmt gamla ferlinu. Líkt og undanfarið fara umsóknir nú fram í gegnum póstform hér á síðunni. Umsóknir skulu koma frá félögunum. Hverju félagi verður úthlutað aðgangi að umsóknarferlinu. Þeir iðkendur og forráðamenn þeirra sem hyggjast sækja um í afrekssjóðinn snúi sér því til sinna þjálfara eða stjórna sem aðstoða við umsóknarferlið. Slóðin er www.hsv/umsokn
Allir íþróttamenn geta sótt um styrk í sjóðinn svo framarlega sem þeir eru aðilar innan HSV og uppfylla þau skilyrði sem eru í 7. grein laga afreksmannasjóðsins sem sjá má hér á heimasíðu HSV.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 5. desember 2016.
Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband við framkvæmdastjóra HSV; hsv@hsv.is eða í síma 8638886.
Nánar
- 23.11.16
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Styrktarsjóður þjálfara - opið fyrir umsóknir.
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ og Súðavík til hagsbóta.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 5. desember 2016.
Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um þjálfarann og verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið hsv@hsv.is eða til HSV, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður
Reglugerð sjóðsins má finna á heimasíðu HSV, www.hsv.is. Fekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HSV, hsv@hsv.is eða í síma 8638886.
Nánar