- 13.03.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Úthlutun úr Afreksjóði HSV
Auður Líf Benediktsdóttir efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016 og einn styrkþega.
Nýlega var úthlutað úr Afrekssjóði HSV. Alls bárust 13 umsóknir frá þremur félögum og var úthlutað styrkjum samtals að upphæð 1.120.000 krónum.
Þeir sem hlutu styrk voru:
Íþróttafélagið Ívar: Kristín Þorsteinsdóttir
Blakdeild Vestra: Auður Líf Benediktsdóttir, Birkir Eydal, Gísli Steinn Njálsson, Hafsteinn Sigurðsson, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Kjartan Óli Sigurðsson.
Skíðafélag Ísfirðinga: Albert Jónsson, Anna María Daníelsdóttir, Dagur Benediktsson, Pétur Tryggvi Pétursson, Sigurður Hannesson, Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund.
Allir styrkþegarnir hafa verið valdir í landslið eða eru í undirbúning fyrir landsliðsferðir. Fjöldi styrkumsókna sýnir hve gott starf er unnið í barna og unglingastarfi hjá aðildarfélögum HSV og hefur fjöldi þeirra iðkenda sem valin eru til verkefna hjá sínum sérsamböndum aukist ár frá ári.
Nánar
- 2.03.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Hreyfing og heilsa í vísindaporti 3. mars
Hreyfing og heilsa
Í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða þessa vikuna verður sjónum beint að samhengi hreyfingar og heilsu. Hannes Hrafnkelsson, sérfræðingur í heimilislækningum, mun fjalla um fylgni lífsstíls við ýmsa sjúkdóma nútímans og fer hann yfir helstu rannsóknir sem tengjast sjúkdómum og hreyfingu.
Á síðustu áratugum hefur komið æ betur í ljós að lífsstíll hefur verulega fylgni við marga af helstu sjúkdómum sem vestrænar þjóðir glíma við. Fjölbreytilegar rannsóknir hafa í áranna rás verið gerðar á tengslum sjúkdóma og hreyfingar og mun Hannes í erindi sínu fara yfir helstu rannsóknir á því sviði ásamt því að fjalla um ráðlagða hreyfingu og áhrif hreyfingar á ýmsa sjúkdóma og lífslengd.
Hannes Hrafnkelsson er búsettur í Reykjavík og starfar sem heimilislæknir við Heilsugæsluna á Seltjarnarnesi. Hann fluttist til Ísafjarðar ungur að aldri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði. Að því loknu lá leiðin í læknisfræði við Háskóla Íslands og síðar í sérfræðinám í heimilislækningum, m.a. í Noregi. Hannes varði síðan doktorsritgerð sína í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Ritgerðin fjallar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og tengsl líkamsbyggingar við bein hjá 7-9 ára börnum.
Vísindaportið stendur frá 12.10-13.00 og er öllum opið.
Nánar
- 9.02.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Íþróttir og átröskun - Nýr bæklingur.
Út er kominn bæklingur á vegum ÍSÍ um íþróttir og átröskun en um er að ræða endurnýjun á bæklingi sem gefinn var út af ÍSÍ árið 1999. Höfundur bæklingsins er Petra Lind Sigurðardóttir sálfræðingur. Hægt er að nálgast bæklinginn á heimasíðu ÍSÍ á slóðunum
http://www.isi.is/fraedsla/baeklingar/
eða í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ.
Nánar
- 4.02.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Frístundarúta
Mánudaginn 6. febrúar fer af stað frístundastrætó sem keyrir frá Ísafirði til Bolungarvíkur með stoppi í Hnífsdal og sömu leið til baka. Foreldrar og íþróttahreyfingin hafa lengi kallað eftir þessari þjónustu. Þetta er tilraunaverkefni fram á vor og verður nýting vonandi góð og leiðir af sér aukna þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi og samstarf íþróttafélaga þessara tveggja sveitarfélaga. Vagninn mun ganga frá 14-18:30 mánudaga-fimmtudaga og 13-17:30 á föstudögum.
Vagninn gengur:
Pollgata á Ísafirði - Íþróttahúsið Torfnesi - Hnífsdalur - Íþróttahúsið í
Bolungarvík - Hnífsdalur - Íþróttahúsið Torfnesi - Pollgata.
Mánudaga - Fimmtudaga
Frá Pollgötu á Ísafirði Frá Bolungarvík
Kl. 14:00 kl. 14:30
kl. 15:00 kl. 15:30
kl. 16:00 kl. 16:30
kl. 17:00 kl. 17:30
kl. 18:00 kl. 18:30
Föstudaga
Frá Pollgötu á Ísafirði Frá Bolungarvík
Kl. 13:00 kl. 13:30
kl. 14:00 kl. 14:30
kl. 15:00 kl. 15:30
kl. 16:00 kl. 16:30
kl. 17:00 kl. 17:30
Nánar
- 1.02.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Albert Jónsson keppir á HM í Finnlandi
Albert Jónsson gönguskíðamaður hefur verið vailinn til keppni á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum. Að þessu sinni fer heimsmeistaramótið fram í Lahti í Finnlandi og stendur yfir frá 22.feb til 5.mars. Er þetta í sjönda skipti sem Lahti mun halda HM í norrænum greinum. Allir keppendur eru valdir til þátttöku í skíðagöngu en einnig er keppt í skíðastökki og norrænni tvíkeppni. Einungis hefur einn keppandi náð lágmörkum fyrir lengri vegalengdir en það er Snorri Einarsson. Aðrir keppendur sem valdir eru þurfa að fara í undankeppnina þann 22.feb ef enginn nær lágmörkum áður en HM hefst. Hópurinn mun dvelja í HM þorpinu frá 20.feb til 2.mars. Hér að neðan má sjá keppnisplanið ásamt vali á keppendum og fylgdarmönnum.
Heimasíða mótsins er http://www.lahti2017.fi/en
Nánar