- 30.10.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Opið fyrir umsóknir í Afrekssjóð HSV
Nú er loks komið að því að auglýsa eftir umsóknum um styrki í afrekssjóð HSV. Nú verður unnið eftir nýrri reglugerð sjóðsins með þeim breytingum sem samþykktar voru á ársþingi í vor. https://hsv.is/um_hsv/afreksmannasjodur/
Umsóknarfrestur er til 20. nóvember.
Tvær leiðir eru færar til að sækja styrk í sjóðinn:
Annarsvegar verður hægt að sækja um að gera samning við sjóðinn til 1-3 ára samkvæmt 8. grein reglugerðar sjóðsins:
- gr.
Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn sem líklegir eru til að verða afreksmenn í framtíðinni. Sjóðurinn skal ná því markmiði með því að gera 1-3 ára samning.
8.1 gr.
Samningsferli
Sæki afreksmaður um að koma í samningsferli með afreksmannasjóði, skal hann leggja fram heildstæða og rökstudda áætlun til 1-3 ára um markmið og æfingaáætlun. Stjórn sjóðsins og umsækjandi ljúka samningsgerð. Samningarnir eru endurskoðaðir á hverju ári og eru uppsegjanlegir ef vanefndir verða á þeim.
8.2 gr.
Samningsgerð
Gera skal samning við íþróttamanninn, aðildarfélag hans, þjálfara og eftir atvikum aðstandendur.
8.3 gr.
Í samningi skal eftirfarandi koma fram:
- Bakgrunnsupplýsingar samningsaðila
- Markmið íþróttamanns
- o Skammtíma markmið
- o Langtímamarkmið
- Æfingaáætlun
- Yfirlit yfir stuðning afreksmannasjóðs
- Greiðsluáætlun
- Vörður og yfirlit yfir árangursfundi með stjórn afreksmannasjóðs
Hverri umsókn skal fylgja samþykki/undirskrift formanns félags eða deildar viðkomandi íþróttamanns. Þannig viljum við tryggja að umsóknir verði með vitund og vilja félaga/deilda.
Hinsvegar verður hægt að sækja um samkvæmt grein 9 í reglugerð sjóðsins sem er fyrirkomulagið sem verið hefur síðustu ár. Þá þarf að nota umsóknarferlið inn á heimasíðu hsv og sækja félög um fyrir sína iðkendur í gegnum aðgang sinn. Nánari upplýsingar ásamt notendanafni félags og aðgansorði verður sent til formanna þeirra félaga sem sótt hafa um styrk áður í sérstökum pósti. Önnur félög hafi samband við hsv ef sækja á um styrk eftir þessari leið.
- gr.
Heimilt er að úthluta úr Afreksjóðnum einu sinni á ári til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til langtímasamnings.
Íþróttamaður sem er framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni fellur þar undir.
Vakni einhverjar spurningar um þetta umsóknarferli endilega hafið samband hsv@hsv.is.
Nánar
- 16.10.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Styrktaræfingar unglinga - Afreksform HSV
Styrktaræfingarnar fyrir unglinga byrja mánudaginn 16. október. Tímar verða á mánudögum og fimmtudögum kl. 14.50 til 15.50. Þessar æfingar eru fyrir krakka fædd 2005 til 2002. Það eru sjúkraþjálfararnir Tómas Emil Guðmundsson og Atli Jakobsson sem sjá um æfingarnar og verða þær með svipuðu sniði og í fyrra. Við höfum ákveðið að kalla þessar æfingar Afreksform HSV hér eftir.
Til að taka þátt þarf að skrá sig í skráningarkerfinu á heimasíðu HSV. Þetta er sama kerfi og notað er fyrir íþróttaskólann. Farið er inn á www.hsv.is og þar valið skráning iðkenda. Þegar búið er að skrá sig inn og velja iðkenda er val um að skrá sig á námskeiðið einu sinni í viku og kostar þá önnin kr. 3.000 eða vera tvisvar í viku og kostar önnin þá kr. 6.000.
Ekki er hægt að taka þátt í þessum æfingum ef börnin hafa ekki verið skráð á námskeiðið. Opið er fyrir skráningar til sunnudagsins 22. október. Ekki verður hægt að skrá sig eða taka þátt á haustönn eftir þann tíma.
Öllum iðkendum aðildarfélaga HSV fædd 2002-2005 er boðin þátttaka.
Nánar
- 18.08.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Vel mætt á fyrirlestra Vöndu Sigurgeirsdóttur
Um 80 manns mættu á fyrilestur Vöndu fyrir iðkendur íþrótta.
Vanda Sigurgeirsdóttir heimsótti Ísafjörð í vikunni og hélt þrjá fyrirlestra á vegum HSV. Á miðvikudag fræddi hún annarsvegar þjálfara og stjórnarmenn um samskipti við iðkendur, um börn í félagslegum vanda og hvernig þjálfarar geta haldið börnum í íþróttum. Hinsvegar fyrirlestur fyrir foreldra íþróttakrakka um jákvæða og neikvæða leiðtoga - og hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum að verða jákvæðir leiðtogar. Á fimmtudag var fræðsla fyrir iðkendur um sálrænan undirbúning og kenndar nokkrar leiðir til að kenna krökkunum að vinna í andlega þættinum. Einnig rætt um leiðtoga og muninn á jákvæðum og neikvæðum leiðtoga.
Mjög góð mæting var á alla fyrirlestrana, sérstaklega var ánægjulegt að á síðasta fyrilesturinn mættu um 80 iðkendur. HSV þakkar öllum þeim sem komu og hlýddu og vonar að Vanda hafi gefið hlustendum punkta til að hugsa um og vinna með.
Nánar
- 16.08.17
- Salome Elín Ingólfsdóttir
Æfingar í Íþróttaskóla HSV að hefjast
Æfingar í Íþróttaskóla HSV hefjast fimmtudaginn 24.ágúst. Stundaskrá íþróttaskólans hefur verið birt hér á síðunni undir "Íþróttaskóli" og vonandi finna börnin í 1.-4.bekk eitthvað við sitt hæfi. Við hvetjum foreldra til að ská börn sín hér á heimasíðunni undir liðnum "Skráning iðkenda". Við í HSV hlökkum til samstarfsins í vetur og vonumst til að sjá sem flest börn á þessum aldri á æfngum hjá okkur eins og undanfarna vetur. Þið ættuð einnig að finna okkur á facebook þar sem ýmsar upplýsingar eru settar inn, Íþróttaskóli HSV.
Nánar
- 14.08.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Fyrirlestrar Vöndu Sigurgeirsdóttur 16. og 17. ágúst
Vanda Sigurgeirsdóttir
Framundan eru þrír fræðslufyrirlestrar fyrir iðkendur, þjálfara, foreldra og stjórnarmenn aðildarfélaga HSV. Það er Vanda Sigurgeirsdóttir sem heimsækir Ísafjörð og ræðir um ýmsa þætti sem styrkir börn og unglinga í þeirra íþróttastarfi og miðlar til aðila sem að því starfi koma.
Vanda er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði og leggur nú stund á doktorsnám þar sem viðfangsefnið er einelti. Hún starfar sem lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og er fyrrum landsliðskona í knattspyrnu. Hún hefur áratuga reynslu af að vinna með börnum og foreldrum. Forvarnir eineltis eru henni hjartans mál og hefur hún haldið fræðsluerindi fyrir börn og foreldra víða um land. Sérsvið hennar við Háskólann er einelti og tómstunda- og leiðtogafræði. Þá hefur hún einnig starfað sem knattspyrnuþjálfari í um 30 ár.
Dagskrá:
Miðvikudagur 16. ágúst
Kl. 17.00 - 19.00: þjálfarar og stjórnarmenn
Staðsetning: stofa 17 í Menntaskólanum á Ísafirði
Fyrirlestur fyrir þjálfara og stjórnarfólk um samskipti við iðkendur, um börn í félagslegum vanda og hvernig þjálfarar geta haldið börnum í íþróttum, um að mismuna ekki börnum, um félagslega þáttinn og fleira.
Kl. 20.00 - 21.30: Foreldrar
Staðsetning: stofa 17 í Menntaskólanum á Ísafirði
Fyrirlestur fyrir foreldra íþróttakrakka um jákvæða og neikvæða leiðtoga - og hvernig
foreldrar geta hjálpað börnum sínum að verða jákvæðir leiðtogar.
Fimmtudagur 17. ágúst
Kl. 16.00 - 17.30: iðkendur fædd 2005 og fyrr.
Staðsetning stofa 17 í Menntaskólanum á Ísafirði
Fyrirlestur fyrir iðkendur um sálrænan undirbúning. Farið verður yfir nokkrar leiðir til að
kenna krökkunum að vinna í andlega þættinum. Einnig rætt um leiðtoga.
Kl. 18.00-19.30: Knattspyrnuþjálfarar
Staðsetning: Torfnes
Fræðsla fyrir knattspyrnuþjálfara sérstaklegta miðuð við þjálfun stelpna.
Nánar