- 18.01.18
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2017 útnefndur á sunnudaginn.
Sunnudaginn 21. janúar verður útnefndur iþróttamaður Ísafjarðarbæjar og Ísafjarðarbæjar. Tíu tilnefningar hafa borist frá íþróttafélögum bæjarins og verður valið tilkynnt í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 16 á sunnudaginn. Einnig verður tilkynnt um val á efnilegasta íþróttamanninum en þar eru sex ungir íþróttamenn tilnefndir. Eftir útnefningarnar býður Ísafjarðarbær upp á veitingar. Hófið er opið og allir velkomnir.
Þeir sem eru tilnefndir til Íþróttamanns Ísafjarðarbæjar 2017 eru:
Albert Jónsson Skíðafélagi Ísfirðinga
Auður Líf Benediktsdóttir Blakdeild Vestra
Axel Sveinsson Knattspyrnudeild Harðar
Daði Freyr Arnarsson Knattspyrnudeild Vestra
Daníel Wale Adeleye Handknattleiksdeild Harðar
Einar Torfi Torfason Glímudeild Harðar
Kristín Þorsteinsdóttir Íþróttafélagið Ívar
Leifur Bremnes Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar
Nebosja Knezevic Körfuknattleiksdeild Vestra
Stefán Óli Magnússon Golfklúbbi Ísafjarðar
Þeir sem eru tilnefndir sem efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2017 eru:
Arnar Rafnsson Handknattleiksdeild Harðar
Ásgeir Óli Kristjánsson Golfklúbbi Ísafjarðar
Birkir Eydal Knattspyrnudeild Harðar
Dagur Benediktsson Skíðafélag Ísfirðinga
Hafsteinn Már Sigurðsson Blakdeild Vestra
Hilmir Hallgrímsson Körfuknattleiksdeild Vestra
Þórður Gunnar Hafþórsson Knattspyrnudeild Vestra
Nánar
- 2.01.18
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Nýarskveðja HSV
HSV sendir kærar nýárskveðjur og þakkar samstarf á liðnu ári.
Nánar
- 14.12.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Myndarlegur stuðningur 3X Technology ehf við HSV
3X Technology ehf hefur afhent HSV styrk að upphæð kr. 1.500.000. Með þessum styrk villl fyrirtækið fyrir hönd starfsmanna sinna stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Sérstaklega er horft til mikilvægis íþróttaiðkunar til forvarna. Þar sem barna- og unglingastarf er langtímaverkefni gefur fyrirtækið jafnframt fyrirheit um sambærilegan stuðning, að ári, fyrir árið 2019.
Jafnframt hefur Skaginn og Þorgeir & Ellert stutt Íþróttabandalag Akraness samtals að upphæð kr. 3.000.000 í sama tilgangi
Stofnaðir hafa verið sérstakir bankareikningar hjá Íslandsbanka, annarsvegar á Akranesi og hinsvegar á Ísafirði, sem eingöngu verða ætlaðir til stuðnings við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinganna.
Stuðningurinn er ekki sérstaklega ætlaður ákveðnum aðildafélögum innan íþróttahreyfinganna og munu forsvarsmenn hreyfinganna sjá um með hvaða hætti stuðningurinn, í þágu barna- og unglingastarfs í heimabyggð, verði nýttur. Sérstaklega er tekið fram að stuðningurinn er einungis ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfinganna.
Stjórn HSV mun að skipuleggja með hvaða hætti stuðningurinn nýtist sem best til að bæta gæði og faglega vinnu í starfi aðildarfélaga með forvarnargildi íþróttaiðkunar ungmenna í huga.
Fyrirtækin hvetja sem flesta, bæði einstaklinga og lögaðila, toæ að leggja verkefninu lið og þannig styðja við börn og ungmenni í sinni heimabyggð. Starfsmaður HSV gefur frekari upplýsingar um þetta verkefni og starf HSV almennt ef óskað er í síma 863-8886 eða hsv@hsv.is
Frjáls fjárframlög má leggja inn á eftirfarandi reikninga sem eingöngu eru ætlaðir til stuðnings við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinganna:
Héraðssamband Vestfirðinga, kt. 490500-3160 – reikningsnr. 0556-14-400730
Íþróttabandalag Akraness, kt. 670169-2199 – reikningsnr. 0552-14-350180
HSV þakkar 3X Technology og starfsmönnum fyrirtækisins kærlega fyrir stuðninginn og hlakkar til að vinna með þeim að eflingu barna og unglingastarfs á næstu árum.
Nánar
- 7.12.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Nýr samstarfssamningur HSV og Ísafjarðarbæjar
Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður HSV og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri undirrita samningana.
Í hádeginu í dag var skrifað undir nýjan samstarfssamning milli HSV og Ísafjarðarbæjar. Það voru þau Guðný Stefanía Stefánsdóttir fomaður HSV og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri sem það gerðu. Þessi nýji samstarfssamingur mun efla starf íþróttahreyfingarinnar í Ísafjarðarbæ enn meira og er ánægjulegt að sjá þann stuðning sem Ísafjarðarbær setur í íþrótta- og æskulýðsstarf aðildarfélaga HSV.
Helstu atriði í samningnum er að nú er kominn beinn fjárhagslegur styrkur til að halda áfram með afreksform HSV en það eru styrktaræfingar fyrir unglinga í 7.- 10 bekk og er markmiðið fyrst og fremst að stýra betur álagi hjá ungum íþróttaiðkendum og lækka meiðslatíðni. Í tímunum er boðið upp á fjölbreyttar æfingar sem miða að því að bæta snerpu, sprengikraft, úthald, liðleika og styrk iðkendanna undir stjórn sjúkraþjálfara. Þjálfarar munu einnig skima hópinn til að finna út styrkleika og veikleika hvers og eins og hjálpa krökkunum að vinna sérstaklega með þá þætti.Þarna koma saman ungir iðkendur ólíkra íþróttagreina. Þannig næst betri yfirsýn yfir æfingaálag auk þess sem þátttaka þvert á íþróttagreinar styrkja félagslega þáttinn í íþróttiðkun hjá fámennum félögum í litlu samfélagi.
Einnig eykst framlag til íþróttaskóla HSV en með aukinni fjölgun barna í bænum hefur umfang skólans aukist nokkuð. Að lokum er rekstrarstyrkur til HSV og aðildarfélaga hækkaður til móts við það sem hann var fyrir hrun.
Samstarfssamningur HSV og Ísafjarðarbæjar er HSV og aðildarfélögum þess mikill styrkur. Samningurinn gerir HSV kleyft að halda úti íþróttaskóla HSV þar sem börnum í 1.-4. bekk gefst kostur á fjölbreyttu íþróttastarfi í samfellu við skólastarf á verði sem er lægra en almennt þekkist. Skólinn hefur í gegnum tíðina fengið ýmsar viðurkenningar og styrki innan íþróttahreyfingarinnar. Til hans er litið sem fyrirmynd að tómstundastarfi víða á landinu og reglulega koma fyrirspurnir um skipulag og framkvæmd frá öðrum héraðssamböndum og sveitarfélögum. Hjá að minnsta kosti þremur héraðssamböndum hefur starf að fyrirmynd íþróttaskóla HSV farið af stað og fleiri eru að skoða þann möguleika. Íþróttaskóli HSV er samstarf Ísafjarðarbæjar og HSV sem allir geta verið stoltir af.
Með rekstrarstyrknum til HSV og aðildarfélaga er tryggt að HSV geti áfram haft framkvæmdastjóra að störfum ásamt því að sambandinu er gert kleyft að útdeila öllum greiðslum fyrir lottó út til aðildarfélaga en flest héraðssambönd nýta hluta lottóstyrks til rekstur sambandanna.
Í samningnum er einnig kveðið á um afnot og úthlutun tíma til íþróttahreyfingarinnar í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar. Er sá styrkur metinn á um 77 milljónir króna. Eftirspurn eftir tímum í íþróttahúsunum fer vaxandi ár frá ári og eru aðildarfélög HSV með æfingar í öllum íþróttahúsum Ísafjarðarbæjar auk þess að nýta íþróttahúsið í Bolungarvík.
Á gildistíma samningsins mun íbúðastyrkur Ísafjarðarbæjar lækka. Sem stendur hafa aðildarfélög HSV afnot af átta íbúðum en verða fimm í lok samningstímans. Íbúðastyrkurinn er íþróttafélögunum mjög mikilvægur og stór þáttur í hversu vel hefur gengið að fá menntaða og öfluga þjálfara til starfa hér í bænum.
HSV þakkar Ísafjarðarbæ fyrir góðan stuðning og hlakkar til öflugs starfs á komandi árum.
Nánar
- 17.11.17
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Styrktarsjóður þjálfara - opið fyrir umsóknir
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ og Súðavík til hagsbóta.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 24. nóvember 2017
Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um þjálfarann og verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið hsv@hsv.is eða til HSV, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður
Reglugerð sjóðsins má finna á heimasíðu HSV, www.hsv.is. Fekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HSV, hsv@hsv.is eða í síma 8638886.
Nánar