1 af 3

Lokið er fyrsta leikjanámskeiði HSV þetta sumarið. Mikil gleði ríkti að venju þó svo að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta. Nú er viku frí en framundan eru tvö námskeið eftirfarandi vikur:

  • 19.-23. júní
  • 26.-30. júní

 Námskeiðin er virka daga frá kl.9-12 og er mæting við Íþróttahúsið á Torfnesi. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl.8:30 án skipulagðrar dagskrár.
Nesti verður tekið um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman.

Verð fyrir leikjanámskeiðið er eftirfarandi: 

• 1 vika kostar 5000 kr.
• 2 vikur kosta 9000 kr.


Mjög mikilvægt er að foreldrar og foráðamenn skrái börnin á námskeiðin fyrirfram. Þannig er hægt að tryggja að nægilegur fjöldi leiðbeinenda séu til staðar og skipulag henti. 

Skráning fer fram í gegnum heimasíðuna www.hsv.is Skrá þarf sérstaklega í hvaða viku barnið verður á leikjanámskeiðinu og er það sett í athugasemdir.

Skráningarleiðbeiningar
1. Fara inn á heimasíðu HSV, www.hsv.is
2. Fara í skráning iðkenda vinstra megin á síðunni
3. Til að geta skráð sig inn þarf fyrst að haka í samþykkja skilmála og nota kennitölu foreldris
4. Þegar búið er að skrá sig inn koma upp nöfn fjölskyldumeðlima. Ef einungis ykkar nafn kemur upp þarf að fara í „nýr iðkandi“ og velja það barn sem þið viljið skrá.
5. Veljið „Námskeið/flokkar í boði“ aftast í línu barnsins (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)
6. Þá kemur upp það sem er í boði og til að skrá á leikjanámskeið HSV skal fara í „skráning“ aftast í línunni (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)
7. Þá kemur að því að velja greiðslufyrirkomulag og klára skáningu (muna að haka við samþykkja skilmála) og hér setjið þið í athugasemdir hvaða vikur barnið verður á leikjanámskeiði.

Nánari upplýsingar veitir Salome Elín Ingólfsdóttir í gegnum netfangið ithrottaskoli@hsv.is

 

Nánar

viðburðir hreyfiviku í dag þriðjudag er jóga kl. 16.30 og léttur göngutúr við allra hæfi. Hvorutveggja holl hreyfing í góðum félagsskap.

Þriðjudaginn 30. maí
Kl. 16.30 Jóga með Jóga-Ísafjörður í Sindragötu 7, efri hæð.
Kl. 18.00 Göngutúr frá Ísafjarðarkirkju á vegum Gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga. Létt
og skemmtileg ganga í góðum félagsskap. Sjá nánar:
https://www.facebook.com/groups/846057662130621/

Nánar

Næstu viðburðir Hreyfiviku eru hádegisjóga Ísafjarðar-jóga og prufutími hjá Riddurum Rósu:

Kl. 12.00 Jóga með Jóga-Ísafjörður í Mávagarði
Kl. 18.15 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum
sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Nánar
Dagskrá Hreyfiviku 2017
Dagskrá Hreyfiviku 2017

Hreyfivikan 2017 er byrjuð. Dagskráin er fjölbreytt að venju og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Viðburður er morgunganga upp í Hvilft og síðan tekur hvað við af öðru.

Nánar
Frá morgungöngu í Naustahvilft í hreyfiviku 2016
Frá morgungöngu í Naustahvilft í hreyfiviku 2016

Frá og með næsta mánudegi og til sunnudags er Hreyfivika UMFÍ í í samstarfi við HSV og Ísafjarðarbæ. Fyrsti viðburður hreyfiviku 2017 verður líkt og fyrri ár gönguferð upp í Naustahvilft kl. 6 að morgni mánudags á vegum gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga. Safnast verður saman við bílastæðið neðan Hvilftar og gengið upp í rólegheitum. Veðurspá mánudagsmorguns hljóðar upp á hæga austlæga átt og 7-10 gráðu hita.

Nánar