Mótssetning fór fram í grenjandi rigningu.
Mótssetning fór fram í grenjandi rigningu.
1 af 2

Framkvæmdastjóri HSV hefur undanfarna daga verið á landsmóti DGI í Álaborg í Danmörku. DGI eru samtök sem starfa líkt og UMFÍ á Íslandi. Ferðin var farin á vegum UMFÍ og þátttakendur voru framkvæmdastjórar og stjórnarmenn félaga og héraðssambanda innan UMFÍ ásamt stjórn og starfsmönnum UMFÍ. Tilgangur ferðarinnar var annarsvegar að efla ungmennafélagsandannog auka tengsl meðal starfsmanna og stjórnarmanna vítt og breytt um landið og hinsvegar að upplifa landsmót Dana og fá hugmyndir til að breyta og bæta landsmót UMFÍ. Óhætt er að segja að þeim. Arkmiðum hafi verið náð og allir þátttakendur koma heim reynslunni ríkari með margar hugmyndir í farteskinu.

Landsmótið í Álaborg "Landsstævnen" þótti ákaflega vel heppnuð þrátt fyrir að nokkuð hafi rignt í fyrstu en bleytan gleymdist fljótt er sólin tók að skína seinni hluta móts. Skipulag mótsins miðaðis við að fá sem flesta til að taka þátt og var ekki mikil áhersla á keppni og verðlaun. Einnig voru á dagskrá ýmsar nýjar greinar líkt og götufótbolta og fljótandi badminton. Boðið var upp á prufutíma í fjölmörgum greinum og var mikil þátttaka í þeim. Áberandi var afslappað andrúmsloft, einföld og fjölbreytt afþreying og gleði hjá öllum aldursflokkum. Gaman verður að sjá hvort hægt verði að fanga þetta andrúmsloft á komandi landsmótum UMFÍ.

Nánar
1 af 3

Lokið er fyrsta leikjanámskeiði HSV þetta sumarið. Mikil gleði ríkti að venju þó svo að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta. Nú er viku frí en framundan eru tvö námskeið eftirfarandi vikur:

  • 19.-23. júní
  • 26.-30. júní

 Námskeiðin er virka daga frá kl.9-12 og er mæting við Íþróttahúsið á Torfnesi. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl.8:30 án skipulagðrar dagskrár.
Nesti verður tekið um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman.

Verð fyrir leikjanámskeiðið er eftirfarandi: 

• 1 vika kostar 5000 kr.
• 2 vikur kosta 9000 kr.


Mjög mikilvægt er að foreldrar og foráðamenn skrái börnin á námskeiðin fyrirfram. Þannig er hægt að tryggja að nægilegur fjöldi leiðbeinenda séu til staðar og skipulag henti. 

Skráning fer fram í gegnum heimasíðuna www.hsv.is Skrá þarf sérstaklega í hvaða viku barnið verður á leikjanámskeiðinu og er það sett í athugasemdir.

Skráningarleiðbeiningar
1. Fara inn á heimasíðu HSV, www.hsv.is
2. Fara í skráning iðkenda vinstra megin á síðunni
3. Til að geta skráð sig inn þarf fyrst að haka í samþykkja skilmála og nota kennitölu foreldris
4. Þegar búið er að skrá sig inn koma upp nöfn fjölskyldumeðlima. Ef einungis ykkar nafn kemur upp þarf að fara í „nýr iðkandi“ og velja það barn sem þið viljið skrá.
5. Veljið „Námskeið/flokkar í boði“ aftast í línu barnsins (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)
6. Þá kemur upp það sem er í boði og til að skrá á leikjanámskeið HSV skal fara í „skráning“ aftast í línunni (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)
7. Þá kemur að því að velja greiðslufyrirkomulag og klára skáningu (muna að haka við samþykkja skilmála) og hér setjið þið í athugasemdir hvaða vikur barnið verður á leikjanámskeiði.

Nánari upplýsingar veitir Salome Elín Ingólfsdóttir í gegnum netfangið ithrottaskoli@hsv.is

 

Nánar
1 af 3

Lokið er fyrsta leikjanámskeiði HSV þetta sumarið. Mikil gleði ríkti að venju þó svo að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta. Nú er viku frí en framundan eru tvö námskeið eftirfarandi vikur:

  • 19.-23. júní
  • 26.-30. júní

 Námskeiðin er virka daga frá kl.9-12 og er mæting við Íþróttahúsið á Torfnesi. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl.8:30 án skipulagðrar dagskrár.
Nesti verður tekið um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman.

Verð fyrir leikjanámskeiðið er eftirfarandi: 

• 1 vika kostar 5000 kr.
• 2 vikur kosta 9000 kr.


Mjög mikilvægt er að foreldrar og foráðamenn skrái börnin á námskeiðin fyrirfram. Þannig er hægt að tryggja að nægilegur fjöldi leiðbeinenda séu til staðar og skipulag henti. 

Skráning fer fram í gegnum heimasíðuna www.hsv.is Skrá þarf sérstaklega í hvaða viku barnið verður á leikjanámskeiðinu og er það sett í athugasemdir.

Skráningarleiðbeiningar
1. Fara inn á heimasíðu HSV, www.hsv.is
2. Fara í skráning iðkenda vinstra megin á síðunni
3. Til að geta skráð sig inn þarf fyrst að haka í samþykkja skilmála og nota kennitölu foreldris
4. Þegar búið er að skrá sig inn koma upp nöfn fjölskyldumeðlima. Ef einungis ykkar nafn kemur upp þarf að fara í „nýr iðkandi“ og velja það barn sem þið viljið skrá.
5. Veljið „Námskeið/flokkar í boði“ aftast í línu barnsins (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)
6. Þá kemur upp það sem er í boði og til að skrá á leikjanámskeið HSV skal fara í „skráning“ aftast í línunni (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)
7. Þá kemur að því að velja greiðslufyrirkomulag og klára skáningu (muna að haka við samþykkja skilmála) og hér setjið þið í athugasemdir hvaða vikur barnið verður á leikjanámskeiði.

Nánari upplýsingar veitir Salome Elín Ingólfsdóttir í gegnum netfangið ithrottaskoli@hsv.is

 

Nánar

viðburðir hreyfiviku í dag þriðjudag er jóga kl. 16.30 og léttur göngutúr við allra hæfi. Hvorutveggja holl hreyfing í góðum félagsskap.

Þriðjudaginn 30. maí
Kl. 16.30 Jóga með Jóga-Ísafjörður í Sindragötu 7, efri hæð.
Kl. 18.00 Göngutúr frá Ísafjarðarkirkju á vegum Gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga. Létt
og skemmtileg ganga í góðum félagsskap. Sjá nánar:
https://www.facebook.com/groups/846057662130621/

Nánar

Næstu viðburðir Hreyfiviku eru hádegisjóga Ísafjarðar-jóga og prufutími hjá Riddurum Rósu:

Kl. 12.00 Jóga með Jóga-Ísafjörður í Mávagarði
Kl. 18.15 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum
sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Nánar