Landsmót UMFÍ 50+ var sett í blíðskaparveðri á Silfutorgi í eftirmiðdaginn. Fjöldi fólks var komin á torgið og hlýddi á viðburi setningar. Lúðrasveit Tónlistarskólans hóf dagskránna. Síðan flutti Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar Ísafjaröarbæjar flutti áhugavert , Séra Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði átti skemmtilega innkomu og ávarp. Síðan fluttu ungir Vestfirðingar, Anna Þuríður Sigurðardóttir og Aron Guðmundsdóttir fallegt tónlistaratriði. Það var svo Haukur Valtýsson formaður UMFÍ sem setti mótið formlega og afhenti fulltrúa Ísafjarðarbæjar og HSV skjöld frá UMFÍ sem þakklætisvott fyrir framkvæmd mótsins.

Næsti dagskrárliður motsins er söguganga um Eyrina með Jónu Símoníu Bjarnadóttur frá Safnahúsinu kl. 19.30 sem endar við Edinborgarhúsið kl. 20.30 þar sem verður kaffihúsastemmning á meðan fram fer danskeppni og danssýning. Dagskrá föstudagsins lykur svo með harmonikkutónum frá Villa Valla og félögum sem leika við hvern sinn fingur að lokinni danskeppni.

Nánar
verðlaunahafar í karlaflokki
verðlaunahafar í karlaflokki
1 af 2

Rétt í þessu lauk keppni í bogfimi. Það voru 10 keppendur sem luku keppni og voru úrslit eftirfarandi

Konur:

1. Auður Yngvadóttir HSV

2. Guðrún Hafberg UMSK

 

Karlar:

1. Björn Halldórsson ÍBR

2 Guðmundur Valdimarsson HSV

3. Valur Richter HSV

 

Óskum við keppendum til hamingju með árangurinn.

Nánar
Silfurtorg
Silfurtorg

Landsmót UMFÍ 50+ verður sett í dag á Silfurtorgi í dag kl. 17. Lúðrasveit Tónlistarskólans byrjar að spila kl. 17.oo og formleg setningarathöfn hefst kl. 17.00 með ávörpum og tónlist.

Síðar í kvöld er svo í boði söguganga frá Gamla sjúkrahúsinu kl. 19.30-20.30, kaffi og spjall í Edinborgarhúsinu kl. 20.30, danskeppni og danssýning kl. 21.00 sem endar með harmonikkutónum.

Nánar

Keppni á landsmóti UMFÍ 50+ hófst nú klukkan 9.00 með bocciakeppni sem fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi. Alls eru 120 skráðir í boccia í 39 liðum. Boccia keppnin stendur til kl 15.00 í dag.

Í dag er einnig keppt í:

Bogfimi við skotaðstöðu á Torfnesi kl. 13.00-17.00

Sund í Sundhöll Ísafjarðar kl. 14.00-16.30

pönnukökubakstur í Grunnskólanum Ísfirði kl. 15.00-17.00

Danskeppni í Edinborg kl. 21.00

 

Mótsetning fer fram á Silfurtorgi kl. 17.00

 

HSV hvetur Ísfirðinga og nágranna til að kíkja við ogfylgjast með spennandi keppni.

Nánar
Smávægilegar breytingar á dagskrá Landsmóts 50+
Vegna lítillar (jafnvel engrar) þátttöku falla eftirtaldar greinar niður: Körfubolti 2 á 2, Netabæting og Línubeitning.
Strandblak sem vera átti á morgun föstudag fer fram í kvöld, fimmtudag, kl. 18:00. Spilaður verður sýningarleikur og jafnframt fyrsti leikurinn á nýjum strandblaksvelli í Tungudal. Skellur, sem var eina liðið sem skráð var til leiks, keppir á móti úrvalsliði Dýrafjarðar skipuðum leikmönnum 50 ára og yngri. Við hvetjum alla til þess að mæta í blíðuna í Tungudal og fylgjast með eflaust æsispennandi fyrsta leik vallarins.
Nánar