- 1.03.18
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Orkubú Vestfjarða styrkir HSV
Orkubú Vestfjarða hefur útdeilt samfélagsstyrkjum sínum fyrir árið 2017. Héraðssamband Vestfirðinga hlaut styrki til þriggja verkefna sambandsins.
1. Fræðsluátak HSV. HSV hefur sett í gang verkefni þar sem markvisst er boðið upp á fræðslu fyrir iðkendur aðildarfélaga, foreldra, þjálfara og stjórnarmenn. í febrúar kom Pálmar Ragnarsson og hélt fyrirlestra sem voru mjög vel sóttir.
2. Áhaldakaup fyrir þróttaskóla HSV. Íþróttaskólinn hefur starfað í sjö ár og eru áhöld, stór sem smá, orðið úr sér gengið og komið að nauðsynlegu viðhaldi og uppfærslu. Með áhaldakaupunum verður hægt að auka fjölbreytni í æfingum með það markmið að auka grunnþjálfunarhluta æfinga, byggja upp íþróttafólk framtíðarinnar og leggja grunn að heilbrigði barna á svæðinu.
3. Snjóbrettaæfingar íþróttaskóla HSV. Í samstarfi við SFÍ verður í fyrsta sinn boðið upp á brettaæfningar hjá íþróttaskóla HSV í vetur. Mikill áhugi er á snjóbrettum á landsvísu og gott börn á svæðinu hafi tækifæri til að stunda þá íþrótt.
Orkubú Vestfjarða vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum. Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, s.s. björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag. HSV er stolt af að tilheyra þeim hópi og þakkar Orkubúi Vestfjarða fyrir stuðninginn.
Nánar
- 19.02.18
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Úthlutun úr Afreksjóði HSV
Auður Líf Benediktsdóttir
Anna María Daníelsdóttir
Þórður Gunnar Hafþórsson
Albert Jónsson
Úthlutað hefur verið styrkjum úr afrekssjóði HSV. Alls bárust 15 umsóknir frá þremur félögum. Stjórn afrekssjóðsins ákvað að gera styrktarsamninga til eins árs við fjóra einstaklinga um mánaðarlega styrki. Er það í fyrsta sinn sem slíkir samningar eru gerðir. Helsta markmið með samningunum er að auka utanumhald og stefnumörkun á afrekssviði og jafnframt er sett er aukin áhersla á markmið og markvissan undirbúnig þeirra iðkenda sem stefna að því að komast í fremstu röð. Einnig voru veittir styrkir til 11 iðkenda samvæmt því ferli sem áður hefur verið úthlutað eftir hjá Afrekssjóðnum.
Valið var erfitt því árangur ungra íþróttamanna hér á svæðinu er góður og margir kallaðir til í landsliðshópa og úrtaksæfingar sinna sérsambanda. Það sýnir gott og skipulagt starf aðildarfélaga HSV og verður gaman að fylgjast með þessu efnilega íþróttafólki þroskast og dafna á næstunni.
Þeir íþróttamenn sem gerðir verða samningar við eru:
Albert Jónsson Skíðafélagi Ísfirðinga
Anna María Daníelsdóttir Skíðafélagi Ísfirðinga
Auður Líf Benediktsdóttir Vestra
Þórður Gunnar Hafþórsson Vestra
Þeir íþróttamenn sem fengu styrki eru:
Birkir Eydal Vestra
Dagur Benediktsson Skíðafélagi Ísfirðinga
Hafsteinn Sigurðsson Vestra
Himir Hallgrímsson Vestra
Hugi Hallgrímsson Vestra
Jakob Daníelsson Skíðafélagi Ísfirðinga
Kjartan Óli Kristinsson Vestra
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir Skíðafélagi Ísfirðinga
Kristín Þorsteinsdóttir Ívar
Sigurður Arnar Hannesson Skíðafélag Ísfirðinga
Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund Skíðafélagi Ísfirðinga
Nánar
- 5.02.18
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Fræðsluefni varðandi kynferðislegt áreiti og ofbeldi
Á vef ÍSÍ er að finna fræðsluefni varðandi kynferðislegt áreiti og ofbeldi:
http://isi.is/fraedsla/kynferdislegt-areiti-og-ofbeldi/
Þar á meðal eru myndbönd frá Norska Íþrótta- og Ólympíusambandinu sem ÍSÍ fékk leyfi til að nýta.
https://vimeopro.com/user33366809/abyrgd-thjalfarans
Nánar
- 23.01.18
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Fyrirlestrum Pálmars Ragnarsonar frestað
Pálmar Ragnarsson
Því miður verður að fresta fyrirlestrum Pálmars Ragnarssonar sem áttu að vera í dag og á morgun vegna veðurs og ófærðar.
Stefnt er að því að hann komi í staðinn 20. og 21. febrúar og verða tímasetningar og staðsetning sú sama:
Þriðjudaginn 20. febrúar kl. 18-19 fyrirlestur fyrir þjálfara og stjórnarfólk.
Þriðjudaginn 20. febrúar kl. 20-21 fyrirlestur fyrir foreldra.
Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 18-19 fyrirlestur fyrir iðkendur 14 ára og eldri.
Fyrirlestrarnir verða í sal Menntaskólans á Ísafirði.
Vinsamlegast komið þessum skilaboðum til ykkar fólks.
Nánar