- 1.05.18
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Héraðsþing HSV 2018
Héraðsþing HSV verður haldið í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði 9. maí kl. 17. Kjörbréf hafa þegar verið send út til félaga ásamt boðsbréfum. Héraðsþing úrskurðar reikninga sambandsins, sem skulu miðast við almanaksárið. Það ræðir og gerir tillögur um starfsemi sambandsins. Léttar veitingar verða í boði.
Héraðsþig HSV er pappírslaust þing. Öll gögn þingsins verða birt hér á heimasíðu HSV undir Ársþing.
Nánar
- 27.04.18
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Styrkur frá Skaginn3X til eflingar barnastarfs aðildarfélaga HSV
Í lok síðasta árs veitti 3x Tecnology HSV veglegan styrk til til að efla barna- og unglingastarf íþróttafélaganna hér í heimabyggð. Styrkfjárhæð er kr. 1.500.000 fyrir árið 2018 og gefur fyrirtækið vilyrði fyrir styrk að sömu upphæð fyrir árið 2019. Fyrir hönd starfsmanna sinna vill 3X Technology stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Forsvarsmenn fyrirtækisins trúa á gildi íþróttaiðkunar til forvarna og er styrkurinn hugsaður til eflingar þess.
Megin markmiðið með styrknum er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er stunda íþrótt sína hjá aðildarfélögum HSV. Horft er til allra aðildarfélaga HSV og bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er einungis ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar né til æfinga eða keppnisferða.
Stjórn HSV óskar eftir umsóknum frá aðildarfélögum sínum um styrk úr þessum sjóði fyrir árið 2018 samkvæmt þeim markmiðum sem fyrirtækið setur fram.
Ekki er að þessu sinni stuðst við sérstakar úthlutunarreglur eða leiðbeiningar heldur geta forsvarsmenn aðildarfélaga sent inn beiðnir eða umsóknir er samræmast megintilgangi verkefnisins. Stjórn HSV mun fara yfir umsóknir og ákveða úthlutun. Vonast stjórn HSV til að fá fram fjölbreyttar hugmyndir að eflingu starfs hjá aðildarfélögum sambandsins.
Forsvarsmenn aðildarfélaga HSV er bent á að senda styrkumsóknir til framkvæmdastjóra HSV (hsv@hsv.is) fyrir 1. maí 2018 en styrkveitingar verða afgreiddar fljótlega eftir það.
Nánar
- 22.04.18
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Nýr Lýðháskóli á Flateyri
Lýðháskólinn á Flateyri
- Svo miklu meira en bara skóli
Viltu stunda nám án áherslu á einingar og próf? Taka frá heilan vetur til prófa hvað í þér býr? Velja þér ný viðfangsefni við nýjar aðstæður með nýjum vinum?
Lýðháskólinn á Flateyri auglýsir eftir umsóknum til náms frá og með 15. apríl en kennsla hefst haustið 2018. Umsóknir fara fram á vefsvæði skólans www.lydflat.is þar sem nálgast má upplýsingar um skólann og námsframboð.
Skólinn, námsframboð og kennarar eru einnig kynnt á fésbókarsíðu skólans https://www.facebook.com/Lydhaskoli/. Einnig má nálgast kynningarefni á Instagram síðu og á youtube. Tenglar á þessar síður er að finna á www.lydflat.is
Hver sem náð hefur 18 ára aldri við upphaf námsannar getur sótt um skólavist við Lýðháskólann á Flateyri en ekki eru gerð sérstök skilyrði um fyrri störf eða menntun. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.
Ekki er um eiginlegan umsóknarfrest að ræða. Opnað er fyrir umsóknr 15. apríl. Afgreiðsla umsókna hefst 1. maí og verða umsóknir sem berast fyrir þann tíma settar í forgang. Eftir það afgreiðum við umsóknir jafnóðum og þær berast.
Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku. Það er takmarkað pláss á hverri önn, fyrstir koma, fyrstir fá. Ef nemendur sækja um og það er þegar orðið fullt er þeim boðið að vera á biðlista og/eða fá pláss á næstu önn.
Nánar
- 1.03.18
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Orkubú Vestfjarða styrkir HSV
Orkubú Vestfjarða hefur útdeilt samfélagsstyrkjum sínum fyrir árið 2017. Héraðssamband Vestfirðinga hlaut styrki til þriggja verkefna sambandsins.
1. Fræðsluátak HSV. HSV hefur sett í gang verkefni þar sem markvisst er boðið upp á fræðslu fyrir iðkendur aðildarfélaga, foreldra, þjálfara og stjórnarmenn. í febrúar kom Pálmar Ragnarsson og hélt fyrirlestra sem voru mjög vel sóttir.
2. Áhaldakaup fyrir þróttaskóla HSV. Íþróttaskólinn hefur starfað í sjö ár og eru áhöld, stór sem smá, orðið úr sér gengið og komið að nauðsynlegu viðhaldi og uppfærslu. Með áhaldakaupunum verður hægt að auka fjölbreytni í æfingum með það markmið að auka grunnþjálfunarhluta æfinga, byggja upp íþróttafólk framtíðarinnar og leggja grunn að heilbrigði barna á svæðinu.
3. Snjóbrettaæfingar íþróttaskóla HSV. Í samstarfi við SFÍ verður í fyrsta sinn boðið upp á brettaæfningar hjá íþróttaskóla HSV í vetur. Mikill áhugi er á snjóbrettum á landsvísu og gott börn á svæðinu hafi tækifæri til að stunda þá íþrótt.
Orkubú Vestfjarða vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum. Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, s.s. björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag. HSV er stolt af að tilheyra þeim hópi og þakkar Orkubúi Vestfjarða fyrir stuðninginn.
Nánar
- 19.02.18
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Úthlutun úr Afreksjóði HSV
Auður Líf Benediktsdóttir
Anna María Daníelsdóttir
Þórður Gunnar Hafþórsson
Albert Jónsson
Úthlutað hefur verið styrkjum úr afrekssjóði HSV. Alls bárust 15 umsóknir frá þremur félögum. Stjórn afrekssjóðsins ákvað að gera styrktarsamninga til eins árs við fjóra einstaklinga um mánaðarlega styrki. Er það í fyrsta sinn sem slíkir samningar eru gerðir. Helsta markmið með samningunum er að auka utanumhald og stefnumörkun á afrekssviði og jafnframt er sett er aukin áhersla á markmið og markvissan undirbúnig þeirra iðkenda sem stefna að því að komast í fremstu röð. Einnig voru veittir styrkir til 11 iðkenda samvæmt því ferli sem áður hefur verið úthlutað eftir hjá Afrekssjóðnum.
Valið var erfitt því árangur ungra íþróttamanna hér á svæðinu er góður og margir kallaðir til í landsliðshópa og úrtaksæfingar sinna sérsambanda. Það sýnir gott og skipulagt starf aðildarfélaga HSV og verður gaman að fylgjast með þessu efnilega íþróttafólki þroskast og dafna á næstunni.
Þeir íþróttamenn sem gerðir verða samningar við eru:
Albert Jónsson Skíðafélagi Ísfirðinga
Anna María Daníelsdóttir Skíðafélagi Ísfirðinga
Auður Líf Benediktsdóttir Vestra
Þórður Gunnar Hafþórsson Vestra
Þeir íþróttamenn sem fengu styrki eru:
Birkir Eydal Vestra
Dagur Benediktsson Skíðafélagi Ísfirðinga
Hafsteinn Sigurðsson Vestra
Himir Hallgrímsson Vestra
Hugi Hallgrímsson Vestra
Jakob Daníelsson Skíðafélagi Ísfirðinga
Kjartan Óli Kristinsson Vestra
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir Skíðafélagi Ísfirðinga
Kristín Þorsteinsdóttir Ívar
Sigurður Arnar Hannesson Skíðafélag Ísfirðinga
Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund Skíðafélagi Ísfirðinga
Nánar