1 af 3

Í dag var skrifað undir samkomulag um að Ísafjarðarbær verði heilsueflandi samfélag. Undirritunin fór fram út í Krók og var nýji göngustígurinn frá Króknum niður í Norðurtanga formlega vígður á sama tíma. Það voru félagar úr íþróttafélaginu Kubba ásamt börnum af Tanga sem klipptu á borða og gengu saman eftir stígnum.

Nánar

Íbúafundir vegna endurskoðunar íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar verða haldnir á þremur stöðum klukkan 17 á morgun, þriðjudaginn 16. október. Fundirnir verða í Grunnskólanum á Suðureyri, Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskólanum á Þingeyri. Gera má ráð fyrir að fundirnir standi í um tvær klukkustundir og eru áhugasamir á öllum aldri boðnir hjartanlega velkomnir til skrafs og ráðagerða.
Sambærilegur fundur verður síðan haldinn á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði þriðjudaginn 30. október klukkan 17.

núverandi stefnu má nálgast hér: 

https://www.isafjordur.is/static/files/UtgefidEfni/Stefnur/ithrotta-_og_tomstundastefna.pdf

HSV hvetur fólk til að mæta og taka þátt í mótun stefnunnar.

Nánar

Afreksform HSV 2018-2019

Fyrir iðkendur aðildarfélaga HSV fædd 2006-2003.

Staðsetning: Sjúkraþjálfunar Vestfjarða

Þjálfarar: Tómas Emil Guðmundsson og Atli Þór Jakobsson sjúkraþjálfarar.

Tímasetning: Mánudagar og fimmtudagar 14:50 – 15:50, frá 17. september til 20. desember. Frístundarúta fer frá Bolungarvík kl. 14.30 og aftur frá Torfnesi kl. 16.00.

Verð: Haustönn kr. 8.000

Markmið: Er fyrst og fremst að stýra betur álagi hjá ungum íþróttaiðkendum og lækka meiðslatíðni. Ennfremur að auka gæði þjálfunar hjá þessum aldurshóp og minnka brottfall unglinga með markvissari og fjölbreyttari þjálfun.

Fyrirkomulag

Í tímunum er boðið upp á fjölbreyttar æfingar sem miða að því að bæta snerpu,  sprengikraft, úthald, liðleika og styrk iðkendanna undir stjórn sjúkraþjálfara. Þjálfarar munu einnig skima hópinn til að finna út styrkleika og veikleika hvers og eins og hjálpa krökkunum að vinna sérstaklega með þá þætti.

Iðkendur fá fræðslu um hvernig og hversu mikið sé rétt að æfa miðað við aldur og líkamsburði og mikil áhersla er lögð á að iðkendurnir læri að gera æfingarnar rétt. Þar með minnka líkur á einkennum ofálags á þeim aldri þegar krakkarnir eru að taka út mestan vöxt.

Þarna koma saman ungir iðkendur ólíkra íþróttagreina. Þannig næst betri yfirsýn yfir æfingaálag auk þess sem þátttaka þvert á íþróttagreinar styrkja félagslega þáttinn í íþróttiðkun hjá fámennum félögum í litlu samfélagi.

Skráning

Til að taka þátt þarf að skrá sig í skráningarkerfinu á heimasíðu HSV. Þetta er sama kerfi og notað er fyrir íþróttaskólann. Farið er inn á www.hsv.is og þar valið; skráning iðkenda.

Verð er kr. 8.000 fyrir önnina og er hægt að skipta greiðslu í tvennt.

Ekki er hægt að taka þátt í þessum æfingum ef börnin hafa ekki verið skráð á námskeiðið. Opið er fyrir skráningar til miðvikudagsins 26. september.

Nánar

Körfuknattleiksdeild Vestra býður alla káta krakka og foreldra þeirra velkomna á hinn árlega Körfuboltadag miðvikudaginn 5. september kl 18.00-19:30. á körfuboltadeginum eru línur lagðar og vetrarstarf deildarinnar kynnt. Börn í 4. bekk og yngri æfa gjaldfrjálst allan veturinn en nýliðar í eldri árgöngum æfa endurgjaldslaust í tvo mánuði og fá þannig góðan tíma til að sjá hvort karfan passar þeim.

Verið velkomin í körfu

Nánar

Föstudaginn 24.ágúst hefjast æfingar í Íþróttaskóla HSV á Ísafirði. Stundataflan er þú þegar aðgengileg hér á síðunni og hvetjum við foreldra til að kynna sér hana. Börn sem skráð eru í íþróttaskólann geta sótt allar æfingar sem eru í boði fyrir þeirra hóp eða valið æfingar eftir því sem hentar hverjum og einum. 

Skráning í íþróttaskólann fer fram í gegnum sérstakt skráningarkerfi sem er aðgengilegt á heimasíðu HSV og er nú þegar hægt að ganga frá skráningu.  Mjög mikilvægt er að skrá barnið í gegnum kerfið þar sem allar upplýsingar til foreldra varðandi íþróttaskólann eru sendar í gegnum þetta kerfi í tölvupósti. Skráningaleiðbeiningar eru hér:

1. Fara inn á heimasíðu HSV, www.hsv.is
2. Fara í skráning iðkenda hægra megin á síðunni
3. Þá kemur að innskráningarglugganum, þar sem innskráning er með íslykli, rafrænum skilríkjum eða með lykilorði
4. Þegar búið er að skrá sig inn koma upp nöfn fjölskyldumeðlima. Ef einungis ykkar nafn kemur upp þarf að fara í „nýr iðkandi“ og velja það barn sem þið viljið skrá.
5. Veljið „Skráning í boði“ aftast í línu barnsins
6. Þá kemur upp það sem er í boði og til að skrá í Íþróttaskóla HSV skal velja í „skráning“ aftast í línunni
7. Í athugasemdir skal skrá upplýsingar um það hvaða æfingar barnið kemur til með að sækja. Grunnþjálfun, boltaskóla, sund og þá hvaða daga. ATH að yfirþjálfari raðar börnum í 1.bekk í hópa, auk sundæfinga hjá 2.bekk.
8. Svo kemur að því að velja greiðslufyrirkomulag og klára skráningu (ath lesa og samþykkja skilmála)

 

Frekari upplýsingar veitir Salome Elín Ingólfsdóttir, Yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV, ithrottaskoli@hsv.is 

Nánar