Laugardaginn 19. janúar verða þrír leikir á dagskrá í íþróttahúsinu á Torfnesi. Einn handboltaleikur og tveir blakleikir.

Kl. 11 tekur 4. flokkur Harðar á móti Fram

kl. 13 spilar meistaraflokkur karla í blaki, Vestri - BF

kl. 15 spila meistaraflokkar kvenna sömu liða, Vestri - BF

Tækifæri til að fylgjast með ungum og eldir íþróttamönnum í keppni.

Nánar
Skíðaæfing á fótboltavellinum.
Skíðaæfing á fótboltavellinum.

Þegar aðstæður eru ekki sem bestar á skíðasvæðunum þá finna úrræðagóðir þjálfarar lausnir. Fyrsta gönguskíðaæfing í íþróttaskóla HSV fór fram í gær á gervigrasvellinum á Torfnesi. Næsta gönguskíðaæfing verður haldin á fimmtudaginn 17. janúar kl. 17. Ef veður leyfir verður hún upp á Seljalandsdal. Æfingatímar fyrir gönguskíðaæfingar HSV skóla í vetur verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17-18 og á laugardögum kl. 10-11.

Á fimmtudaginn 17. janúar kl. 17-18 verður fyrsta æfing svigskíðæfingin hjá íþróttaskólanum. Þar sem skíðasvæðið í Tungudal hefur enn ekki verið opnað verður sú æfing einnig á Torfnesi. Mæting við íþróttahúsið með sleða og þotur. 

Nánar
Bjarney Gunnarsdóttir nýr yfirþjálfari HSV
Bjarney Gunnarsdóttir nýr yfirþjálfari HSV
1 af 2

Stjórn HSV skrifaði í dag undir samning við nýjan yfirþjálfara íþróttaskóla HSV. Nýi þjálfarinn heitir Bjarney Gunnarsdóttir og er íþróttakennari. Hún er með MS próf í íþrótta- og heilsufræðum frá HÍ og hefur lokið diplomnámi í viðburðarstjórnun frá Háskólanum á Hólum. Bjarney hefur mikinn áhuga á allri hreyfingu og finnst gaman að nýjum áskorunum. Hún spilaði og þjálfaði fótbolta í mörg ár auk þess sem hún hefur langa reynslu af sundkennslu, skokk- og hjólaþjálfun sem og almennum íþrótta- og leikjanámskeiðum.

Bjarney er ættuð héðan að vestan, föðurafi hennar var Halldór Jónsson bílstjóri og ökukennari og móðurafi og amma; Pétur Sigurðsson Vestrapúki og Hjördís Hjartardóttir. Bjarney mun nú feta í fótspor Péturs afa síns sem sinnti íþróttamálum á Ísafirði af miklum dugnaði á árum áður.

Bjarney flyst ásamt fjölskyldu sinni til Ísafjarðar í sumar og mun hún hefja störf sem yfirþjálfari íþróttaskóla HSV 1. maí næstkomandi.

HSV hlakkar til komu Bjarneyjar og samstarfs um áframhaldandi uppbyggingu íþróttaskólans sem og við önnur góð verk HSV og Ísafjarðarbæjar í íþróttamálum.

Nánar

Fulltrúar nokkurra íþróttafélaga í Ísafjarðarbæ hafa á síðustu dögum gengið um bæinn og hreinsað upp flugeldarusl. Ísafjarðarbær greiðir fyrir þessa hreinsum samkvæmt verkefnasamningi HSV og sveitarfélagsins. 

Hörður og Vestri hafa skipt með sér hverfum Ísafjarðar og á Flateyri hreinsar Grettir, á Suðureyri íþróttafélagið Stefnir og á Þingeyri er það félagsmenn Höfrungs sem hreinsa götur og önnur svæði.

Skíðafélag Ísfirðinga verður svo á ferðinni á mánudegi og safnar og fargar jólatrjám fyrir íbúa gegn 1.500 kr. gjaldi sem rennur í ferðasjóð skíðabarna.

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ og Súðavík til hagsbóta.

Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar.

Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um þjálfarann og/eða verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið hsv@hsv.is eða til HSV, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður

Reglugerð sjóðsins má finna á heimasíðu HSV; https://hsv.is/um_hsv/reglur_styrktarsjods_thjalfara/

Frekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HSV, hsv@hsv.is eða í síma 8638886

Nánar