- 21.01.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Ísfirskir skíðamenn að keppa fyrir Íslands hönd
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir
Fimm iðkendur Skíðafélags Ísfirðinga hafa verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á gönguskíðamótum erlendis.
Þrír keppendur eru á HM unglinga í Lahti í Finnlandi. Mótið stendur frá 10. til 27. janúar. Það eru Sigurður Arnar Hannesson keppir í flokki 17.- 20 ára. í flokki U23 keppa Dagur Benediktsson og Albert Jónsson. Hægt er að fylgjast með úrslitum og lifandi tímatökur frá mótinu á hér.
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir og Jakob Daníelsson voru valin til keppni á Olympíuhátíð Evrópuæskunnar sem að þessu sinni fer fram í Sarajevó og austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu 9.-16. febrúar. Á heimasíðu mótsins sjá má allar upplýsingar og úrslit.
Þetta er glæsilegur árangur hjá Skíðafélagi Ísfirðinga og verður gaman að fylgjast með okkar fólki í keppni við þá bestur í sínum aldursflokki.
Nánar
- 18.01.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Leikmaður Vestra á æfingar með U18 landsliðið í knattspyrnu
Þórður Gunnar Hafþórsson leikmaður Vestra hefur verið valinn af Þorvaldi Örlygssyni landsliðsþjálfara U18 karlalandsliðsins til að mæta á úrtaksæfingar hjá liðinu þann 1.-3. febrúar næstkomandi.
Þórður er mjög efnilegur leikmaður, hann spilaði í öllum leikjum Vestra á síðasta tímabili og var yngsti leikmaður liðsins.
Nánar
- 18.01.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Þrír leikir framundan í íþróttahúsinu á Torfnesi
Laugardaginn 19. janúar verða þrír leikir á dagskrá í íþróttahúsinu á Torfnesi. Einn handboltaleikur og tveir blakleikir.
Kl. 11 tekur 4. flokkur Harðar á móti Fram
kl. 13 spilar meistaraflokkur karla í blaki, Vestri - BF
kl. 15 spila meistaraflokkar kvenna sömu liða, Vestri - BF
Tækifæri til að fylgjast með ungum og eldir íþróttamönnum í keppni.
Nánar
- 16.01.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Skíðaæfing á Torfnesi
Skíðaæfing á fótboltavellinum.
Þegar aðstæður eru ekki sem bestar á skíðasvæðunum þá finna úrræðagóðir þjálfarar lausnir. Fyrsta gönguskíðaæfing í íþróttaskóla HSV fór fram í gær á gervigrasvellinum á Torfnesi. Næsta gönguskíðaæfing verður haldin á fimmtudaginn 17. janúar kl. 17. Ef veður leyfir verður hún upp á Seljalandsdal. Æfingatímar fyrir gönguskíðaæfingar HSV skóla í vetur verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17-18 og á laugardögum kl. 10-11.
Á fimmtudaginn 17. janúar kl. 17-18 verður fyrsta æfing svigskíðæfingin hjá íþróttaskólanum. Þar sem skíðasvæðið í Tungudal hefur enn ekki verið opnað verður sú æfing einnig á Torfnesi. Mæting við íþróttahúsið með sleða og þotur.
Nánar
- 11.01.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Nýr yfirþjálfari HSV - Bjarney Gunnarsdóttir
Bjarney Gunnarsdóttir nýr yfirþjálfari HSV
Stjórn HSV skrifaði í dag undir samning við nýjan yfirþjálfara íþróttaskóla HSV. Nýi þjálfarinn heitir Bjarney Gunnarsdóttir og er íþróttakennari. Hún er með MS próf í íþrótta- og heilsufræðum frá HÍ og hefur lokið diplomnámi í viðburðarstjórnun frá Háskólanum á Hólum. Bjarney hefur mikinn áhuga á allri hreyfingu og finnst gaman að nýjum áskorunum. Hún spilaði og þjálfaði fótbolta í mörg ár auk þess sem hún hefur langa reynslu af sundkennslu, skokk- og hjólaþjálfun sem og almennum íþrótta- og leikjanámskeiðum.
Bjarney er ættuð héðan að vestan, föðurafi hennar var Halldór Jónsson bílstjóri og ökukennari og móðurafi og amma; Pétur Sigurðsson Vestrapúki og Hjördís Hjartardóttir. Bjarney mun nú feta í fótspor Péturs afa síns sem sinnti íþróttamálum á Ísafirði af miklum dugnaði á árum áður.
Bjarney flyst ásamt fjölskyldu sinni til Ísafjarðar í sumar og mun hún hefja störf sem yfirþjálfari íþróttaskóla HSV 1. maí næstkomandi.
HSV hlakkar til komu Bjarneyjar og samstarfs um áframhaldandi uppbyggingu íþróttaskólans sem og við önnur góð verk HSV og Ísafjarðarbæjar í íþróttamálum.
Nánar