Í íþróttahúsinu á Torfnesi fara fram tveir körfuboltaleikir næstu daga. Í kvöld föstudag tekur meistaraflokkur karla hjá Vestra á móti liði Snæfells kl. 19.15. Á sunnudag er það stúlknaflokkur Vestra sem spilar við Val/Stjörnuna kl. 15.30. Kjörið tækifæri að kíkja við og hvetja Vestra til sigurs.
NánarÍ Vísindaportinu í Vestrahúsi verður föstudaginn 1. febrúar fjallað um sögu Super Bowl og hvernig þessi geysivinsæla, árlega keppni í amerískum fótbolta hefur þróast í gegnum árin í þann menningarviðburð sem keppnin er í dag. Það eru þrjár ástæður fyrir því að fólk horfir á Super Bowl: leikurinn sjálfur, sýningin sem fer fram í hálfleik og auglýsingarnar.
Fyrirlesturinn heldur Dan Govoni sem er bandarískur að uppruna en býr nú á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni. Dan mun einnig fræða okkur um hvernig leikurinn fer fram, en amerískur fótbolti er mjög frábrugðinn evrópskum. Fjallað verður einnig um Super Bowl ársins 2019.
Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs kl. 12:10-13 og eru allir velkomnir. Að þessu sinni fer dagskráin fram á ensku.
Að þessu sinni má búast við að Vísindaportið verði á léttari nótunum og ætti enginn sem hefur áhuga á íþróttum að láta þetta tækifæri til að fræðast um amerískan fótbolta fram hjá sér fara.
NánarÁ heimasíðu ÍSÍ er að finna ábendingu um áhugaverða síðu þar sem bent er á æfingar sem geta fyrirbyggt meiðsli og álagseinkenni í hinum ýmsu íþróttagreinum:
Vefsíðan fittoplay.org er einstaklega áhugaverð síða sem snýr meðal annars að fyrirbyggjandi æfingum gegn meiðslum íþróttafólks. Þar má finna upplýsingar um algeng meiðslí í fjöldamörgum íþróttagreinum greint niður á líkamshluta. Þar má einnig sjá æfingar sem koma sér vel fyrir íþróttafólk í endurhæfingu.
Að vefsíðunni og smáforritinu „Get Set - Train Smarter“ standa Alþjóðaólympíunefndin (IOC) og rannsóknarsetrið The Oslo Sports Trauma Research Center í Noregi, sem tóku höndum saman í þeim tilgangi að fækka íþróttameiðslum með því að bjóða íþróttafólki upp á fyrirbyggjandi æfingar beint í símann. Vefsíðan og smáforritið eru einstaklega notendavæn, enda stutt og hnitmiðuð myndbönd og stuttur texti meginundirstaðan. Sjá má allar æfingarnar í myndböndum og stuttum texta um hvernig gera má æfinguna rétt. Vista má öll myndböndin og skoða án nettengingar.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur íþróttafólk og aðra til þess að skoða vefsíðuna fittoplay.org.
Fimm iðkendur Skíðafélags Ísfirðinga hafa verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á gönguskíðamótum erlendis.
Þrír keppendur eru á HM unglinga í Lahti í Finnlandi. Mótið stendur frá 10. til 27. janúar. Það eru Sigurður Arnar Hannesson keppir í flokki 17.- 20 ára. í flokki U23 keppa Dagur Benediktsson og Albert Jónsson. Hægt er að fylgjast með úrslitum og lifandi tímatökur frá mótinu á hér.
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir og Jakob Daníelsson voru valin til keppni á Olympíuhátíð Evrópuæskunnar sem að þessu sinni fer fram í Sarajevó og austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu 9.-16. febrúar. Á heimasíðu mótsins sjá má allar upplýsingar og úrslit.
Þetta er glæsilegur árangur hjá Skíðafélagi Ísfirðinga og verður gaman að fylgjast með okkar fólki í keppni við þá bestur í sínum aldursflokki.
Nánar
Þórður Gunnar Hafþórsson leikmaður Vestra hefur verið valinn af Þorvaldi Örlygssyni landsliðsþjálfara U18 karlalandsliðsins til að mæta á úrtaksæfingar hjá liðinu þann 1.-3. febrúar næstkomandi.
Þórður er mjög efnilegur leikmaður, hann spilaði í öllum leikjum Vestra á síðasta tímabili og var yngsti leikmaður liðsins.
Nánar