Fyrir hönd starfsmanna sinna vilja fyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. og 3X Technology ehf.  stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Af því tilefni hafa fyrirtækin gefið kr. 1.500.000 til HSV fyrir árið 2019 sem renna skal til aðildarfélaga sambandsins.

Megin markmið styrks Skagans3X er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er keppa undir merkjum aðildarfélaga HSV. Horft er til allra aðildarfélaga HSV og bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er fyrst og fremst ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar.

Samskonar styrkur kom frá fyrirtækinu fyrir árið 2018. Eftirtalin félög og verkefni á þeirra vegum hlutu þá styrk:

Golfklúbbur Ísafjarðar: Golfæfingar fyrir börn og unglinga með með námskeiðslotum PGA kennara. 

Hestamannafélagið Hending: Undirbúa og útbúa fræðsluefni til að taka á móti börnum úr íþróttaskóla HSV í nýja reiðhöll í Engidal haustið 2018.

Hestamannafélagið Stormur: Uppbygging barna- og unglingastarfs með reiðnámskeiðum

Hörður handknattleiksdeild: Til eflingar Vestfjarðamóts í handbolta sem er lokamótið í Íslandsmóti 6. flokks drengja.

Íþróttafélagið Ívar: Styrkja unglingastarf félagsins og bjóða upp á meiri fjölbreytni í íþróttagreinum.

Skíðafélag Ísfirðinga: æfingabúðir og þjálfaranámskeið fyrir bretti, göngu og alpagreinar.

Sæfari: Styrkja grunnstarf Sæfara, siglinganámskeið fyrir ungmenni 9-14 ára.

Vestri knattspyrnudeild: Þrjú verkefni; afreksþjálfun, endurgerð og þýðing á uppeldisstefnu og átak í kvennaknattspyrnu.

Vestri körfuknattleiksdeild: Þrjú fræðsluverkefni; þjálfaranámskeið, dómaranámskeið og tölfræðiskráningarnámskeið.

 

HSV þakkar 3X fyrir stuðninginn og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við fyrirtækið

Nánar
Hugi Hallgrímsson efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018
Hugi Hallgrímsson efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018
1 af 3

Hugi Hallgrímsson körfuknattleiksmaður hjá Vestra hefur verið útnefndur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2018.

Hugi er ungur og efnilegur körfuknattleiksmaður sem er í fremstu röð í sínum aldurshópi á landsvísu. Hann spilar hvorttveggja með drengjaflokki og meistaraflokki karla auk þess að hafa verið fastamaður í yngri landsliðum á vegum KKÍ. Þrátt fyrir ungan aldur er Hugi lykilleikmaður í meistaraflokki karla sem háir baráttu meðal efstu liða í 1. deild. Hann æfir vel og samviskusamlega, með félagsliði sínu félagsliði auk þess sem hann stundar nám á afreksbraut MÍ. Með metnaði sínum og dugnaði er hann öðrum fyrirmynd.

Aðrir sem tilnefndir voru til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar:

Gautur Óli Gíslason handknattleiksdeild Harðar

Hugi Hallgrímsson körfuknattleiksdeild Vestra

Jakob Daníelsson Skíðafélagi Ísfirðinga

Jón Gunnar Shiransson Golfklúbbi Ísafjarðar

Kári Eydal blakdeild Vestra

Lilja Dís Kristjánsdóttir Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar

Ómar Karvel Guðmundsson Ívari

Þórður Gunnar Hafþórsson knattslpyrnudeild Vestra

Nánar
Frá hófi síðasta árs, tilnefndir efnilegastir  árið 2017
Frá hófi síðasta árs, tilnefndir efnilegastir árið 2017

Sunnudaginn 30. desember verður iþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018 útnefndur. 10 tilnefningar hafa borist frá íþróttafélögum bæjarins og verður valið tilkynnt í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 16 á sunnudaginn 30.12. Einnig verður tilkynnt um val á efnilegasta íþróttamanninum en þar eru átta ungir íþróttamenn tilnefndir. Eftir útnefningarnar býður Ísafjarðarbær upp á veitingar. Hófið er opið og allir velkomnir.

Íþróttamaður Ísafjarðar árið 2017 var útnefndur Albert Jónsson skíðamaður og efnilegasti íþróttamaðurinn 2017 var útnefndur Þórður Gunnar Hafþórsson knattspyrnumaður.

 

Þeir sem tilnefndir eru til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar eru:

Albert Jónsson Skíðafélagi Ísfirðinga

Anton Helgi Guðjónsson Golfklúbbi Ísafjarðar

Einar Óli Guðmundsson knattspyrnudeild Harðar

Elmar Atli Garðarson knattspyrnudeild Vestra

Jens Ingvar Gíslason handboltadeild Harðar

Kristín Þorsteinsdóttir Ívari

Kristján Guðni Sigurðsson Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar

Mateusz Lukasz Klóska blakdeild Vestra

Nemanja Knezevic körfuknattleikdsdeild Vestra

Ólöf Einarsdóttir Hendingu

 

Tilnefndir til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar:

Gautur Óli Gíslason handknattleiksdeild Harðar

Hugi Hallgrímsson körfuknattleiksdeild Vestra

Jakob Daníelsson Skíðafélagi Ísfirðinga

Jón Gunnar Shiransson Golfklúbbi Ísafjarðar

Kári Eydal blakdeild Vestra

Lilja Dís Kristjánsdóttir Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar

Ómar Karvel Guðmundsson Ívari

Þórður Gunnar Hafþórsson knattslpyrnudeild Vestra

Nánar
1 af 2

Nú er að komast mynd á reiðhöllina sem félagsmenn hestamannafélagsins Hendingar eru að reisa inn í Engidal. Eftir aðstöðuleysi um árabil náðust loks samningar á milli Ísafjarðarbæjar og félagsins um bætur, en aðstaða félagsins var lögð af við gerð Bolungarvíkurganganna. Vinnan er að milu leiti unnin í sjálfboðavinnu af félagsmönnum og vonast þeir til að ná að loka húsinu fyrir veturinn.

Nánar

Í dag var skrifað undir uppbyggingasamning fyrir árið 2018 milli íþróttafélagsins Stefnis á Suðureyri og Ísafjarðarbæjar. Það voru þau Svava Valgeirsdóttir formaður Stefnis og Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri sem tóku sér penna í hönd. Samningurin felur í sér að Stefnir mun koma upp útihreystisvæði við nýjan göngustíg sem Ísafjarðarbær lét gera í sumar. Óskum við Súgfirðingum til hamingju með útihreystisvæðið og vonum að fleiri slík svæði verði sett upp í öðrum byggðarkjörnum Ísafjarðarbæjar.

Nánar