HSV vill vekja athygli á að kvikmyndasýning á myndum Hermanns Níelssonar verður haldin í Alþýðuhúsinu á Ísafiði (Ísafjarðar Bíó) laugardaginn 6. desember kl. 16.00.

Sýndar verða myndirnar:

Leiðin til afreka

Mynd um unglingadeildir björgunnarsveitanna.

Einnig verða sýnd myndbrot úr Landanum og frá Íslandsglímunni á Ísafirði.

Hermann Níelsson hefur um langa tíð verið ötull í vinnu við íþróttahreyfinguna bæði hér á heimaslóðum en einnig fyrir ÚÍA. Hann hefur undanfarna mánuði glímt við erfið veikindi en er nú á góðum batavegi og kemur vestur til að verða viðstaddur sýninguna.
Mynddiskarnir verða til sölu á staðnum til þess að standa straum af sjúkrakostnaði Hermanns auk framleiðsluskostnaðar við gerð myndanna. Einnig verður tekið við frjálsum framlögum.

HSV vonast til þess að sjá sem flesta.

Nánar

KSÍ hefur valið 5 knattspyrnumenn frá BÍ í úrtakshóp fyrir yngri landslið Íslands. Viktor Júlíusson og Daði Freyr Arnarsson í U-17 ára, Elmar Atli Garðarsson í U-19 og í U-21 þeir Matthías Króknes Jóhannsson og Björgvin Stefánsson. HSV óskar þeim og BÍ/Bolungarvík innilega til hamingju með árangurinn.

Nánar

Fjórir leikmenn KFÍ hafa verið valdir í æfingahópa yngri landsliða Körfuknattleikssambands Íslands á næsta ári.

Nánar

Sig­fús Foss­dal úr Kraftlyftingafélaginu Víkingi varð um helg­ina bikar­meist­ari í kraft­lyft­ing­um en mótið fór fram á Ak­ur­eyri.

Nánar
1 af 2

Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands í gær fimmtudaginn 13. nóvember, hlaut Jón Hálfdán Pétursson viðurkenningu fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka BÍ/Bolungarvíkur. Í tilkynningu frá félaginu segir að hann hefur lagt mikinn metnað í þjálfunina og verið knattspyrnuþjálfurum til sóma við störf sín.  

HSV óskar Jóni Hálfdáni til hamingju með þessa viðurkenningu

Nánar