14. Héraðsþing HSV- Jón Páll Hreinsson kveður sem formaður HSV.
14. Héraðsþing HSV var haldið í Háskólasetri Vestfjarða. Tókst þingið vel í alla staði. Þingforseti var Marinó Hákonarson sem hélt utan um þingið og stýrði því með myndarbrag. Lagðir voru fram ársreikningar ársins 2013, sem sýna að rekstur HSV var í góðum höndum og gott jafnvægi fjármálum sambandsins. Þá var lögð fram skýrsla stjórnar sem sýndi gróskumikið starf síðasta árs.
Jón Páll Hreinsson lét af störfum sem formaður eftir átta ára setu og var honum þakkað og hælt víxl gegnumgangandi allt þingið, enda hefur hann verið mikill og farsæll leiðtogi HSV þennan tíma. Nýr formaður var kjörin Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, ávarpaði þingið og sæmdi Jón Pál Hreinsson gullmerki UMFÍ. Veitt voru starfsmerkiUMFÍ sem komu í hlut Önnu Lindar Ragnarsdóttur og Huldu Gunnarsdóttir fyrir áralangt gott starf innan ungmennahreyfingarinnar, sem burðarásar í starfi ungmennafélagsins Geisla Súðavík. Þá voru veitt tvö silfurmerki HSV, en það voru Óðinn Gestsson og Ingólfur sem fengu þau fyrir gott starf innan HSV. Þá hlaut Jóhann Króknes Torfason gullmerki HSV fyrir langt óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.
Nánar
4. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Húsavík dagana 20.-22. júní.
4. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Húsavík dagana 20.-22. júní.
Skráningar fyrir mótið eru nú í fullum gangi.
Á Landsmótinu UMFÍ 50+ á Húsavík verður keppt í yfir tuttugu greinum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) er mótshaldari að Landsmóti UMFÍ 50+ árið 2014. HSÞ Hefur áður haldið Landsmót en það var árið 1987. HSÞ hefur því reynslu að því að halda Landsmót.
Mótið fer að mestu fram á Húsavík. Aðstaðan á Húsavík er góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Stórt íþróttahús er á staðnum en þar munu fara fram fjölmargar keppnisgreinar. Frjálsíþróttavöllurinn er ekki langt frá íþróttahúsinu sem er með malarbraut. Góður fótboltavöllur er á frjálsíþróttavellinum en þar fyrir ofan eru nýir gervigrasvellir.
Glæsilegur 9 holu gorvöllur er rétt fyrir utan Húsavík. Einnig eru góð skólahúsnæði sem notuð verða um helgina fyrir keppnisgreinar. Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup – boccia – blak –bidds – bogfimi – frjálsar – golf – hestaíþróttir – sýningaratriði, línudans – pútt – ringó – skák – sund – starfsíþróttir – skotfimi- stígvélakast-þríþraut.
Nánar
14. Héraðsþing HSV verður haldið 5. júní í Háskólasetri Vestfjarða kl. 18
Stjórn HSV minnir á Héraðsþing sambandsins sem haldið verður í Háskólasetri Vestfjarða (ATH breytta staðsetningu), fimmtudaginn 5. júní 2014 og hefst kl. 18.00.
Nánar
- 26.05.14
- Salome Elín Ingólfsdóttir
Leikjanámskeið HSV sumarið 2014
Í júní býður HSV uppá íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn sem eru að ljúka 1.-4.bekk í grunnskóla. Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 2.júní og þá viku verður námskeiðið á mánudegi og þriðjudegi frá kl.13-16 og hittumst við á sparkvellinum við Grunnskólann á Ísafirði. Aðra virka daga út júní verður námskeiðið frá kl.9-12 og þá er mæting við Íþróttahúsið á Torfnesi. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl.8:30 án skipulagðrar dagskrár. Hvert námskeið stendur í eina viku. Leikjanámskeiðið verður með fjölbreyttu sniði, farið verður í leiki, fjöruferðir, hjólaferðir, fjallgöngur, sund, ýmsar íþróttagreinar reyndar og margt fleira. Nesti verður tekið um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman. Hægt er að velja um að vera 1, 2, 3 eða 4 vikur. Ef valdar eru fleiri en ein vika þá þurfa þær ekki endilega að vera samliggjandi, t.d. er hægt að vera fyrstu vikuna og svo síðustu.
Verð fyrir leikjanámskeiðið er eftirfarandi:
- 1 vika kostar 4500 kr.
- 2 vikur kosta 7000 kr.
- 3 vikur kosta 9000 kr,
- 4 vikur kosta 12000 kr.
Skráning á námskeiðið er í skráningarkerfi HSV, sjá leiðbeiningar hér neðar. Einnig er hægt að senda tölvupóst á ithrottaskoli@hsv.is með skráningu en óskað er eftir því að skráningarkerfið sé notað. Þegar skráð er í gegnum skráningarkerfið er gott að láta vita hvaða vikur iðkandinn ætlar að vera og hægt að setja það í reitinn "athugasemdir" í skráningarkerfinu.
Endilega finnið líka Facebook-síðuna okkar Íþróttaskóli HSV. Þar verða settar inn upplýsingar um leikjanámskeiðið, dagskrá og myndir því tengdu.
Skráning iðkenda á leikjanámskeið HSV
- Fara inn á heimasíðu HSV, www.hsv.is
- Fara í skráning iðkenda vinstra megin á síðunni
- Velja „Nálgastu skráningarkerfið hér“
- Þá kemur að innskráningarglugganum
- Til að geta skráð sig inn þarf fyrst að haka í samþykkja skilmála
- Þegar búið er að skrá sig inn koma upp nöfn fjölskyldumeðlima. Ef einungis ykkar nafn kemur upp þarf að fara í „nýr iðkandi“ og velja það barn sem þið viljið skrá.
- Veljið „Námskeið/flokkar í boði“ aftast í línu barnsins (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)
- Þá kemur upp það sem er í boði og til að skrá í Íþróttaskóla HSV skal fara í „skráning“ aftast í línunni (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)
- Þá kemur að því að velja greiðslufyrirkomulag og klára skáningu (muna að haka við samþykkja skilmála)
Ég hef fengið fyrirspurnir um það hvort að börn úr öðrum bæjarfélögum megi vera með á leikjanámskeiðinu í sumar og þau eru að sjálfsögðu velkomin.
Kveðja, Salome, yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV.
Nánar
- 26.05.14
- Salome Elín Ingólfsdóttir
Lokahóf Íþróttaskóla HSV
Nú er síðasta vika íþróttaskólans þetta skólaárið hafin. Vikan verður með nokkuð hefðbundnu sniði fyrir utan fimmtudaginn sem er almennur frídagur.
Fimmtudaginn 29.maí verður lokahóf Íþróttaskóla HSV haldið á gervigrasvellinum á Torfnesi á milli klukkan 11 og 13. Þar verða í boði grillaðar pylsur, djús, glens og gaman fyrir alla þátttakendur íþróttaskólans og eru foreldrar velkomnir með.
Vonast til að sjá ykkur sem flest.
Kveðja, Salome, yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV.
Nánar