Í júní býður HSV uppá íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn sem eru að ljúka 1.-4.bekk í grunnskóla. Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 2.júní og þá viku verður námskeiðið á mánudegi og þriðjudegi frá kl.13-16 og hittumst við á sparkvellinum við Grunnskólann á Ísafirði. Aðra virka daga út júní verður námskeiðið frá kl.9-12 og þá er mæting við Íþróttahúsið á Torfnesi. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl.8:30 án skipulagðrar dagskrár. Hvert námskeið stendur í eina viku. Leikjanámskeiðið verður með fjölbreyttu sniði, farið verður í leiki, fjöruferðir, hjólaferðir, fjallgöngur, sund, ýmsar íþróttagreinar reyndar og margt fleira. Nesti verður tekið um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman. Hægt er að velja um að vera 1, 2, 3 eða 4 vikur. Ef valdar eru fleiri en ein vika þá þurfa þær ekki endilega að vera samliggjandi, t.d. er hægt að vera fyrstu vikuna og svo síðustu.

Verð fyrir leikjanámskeiðið er eftirfarandi:

  • 1 vika kostar 4500 kr.
  • 2 vikur kosta 7000 kr.
  • 3 vikur kosta 9000 kr,
  • 4 vikur kosta 12000 kr.

 

Skráning á námskeiðið er í skráningarkerfi HSV, sjá leiðbeiningar hér neðar.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á ithrottaskoli@hsv.is með skráningu en óskað er eftir því að skráningarkerfið sé notað.  Þegar skráð er í gegnum skráningarkerfið er gott að láta vita hvaða vikur iðkandinn ætlar að vera og hægt að setja það í reitinn "athugasemdir" í skráningarkerfinu.

Endilega finnið líka Facebook-síðuna okkar Íþróttaskóli HSV. Þar verða settar inn upplýsingar um leikjanámskeiðið, dagskrá og myndir því tengdu.

 

Skráning iðkenda á leikjanámskeið HSV

  1. Fara inn á heimasíðu HSV, www.hsv.is
  2. Fara í skráning iðkenda vinstra megin á síðunni
  3. Velja „Nálgastu skráningarkerfið hér“
  4. Þá kemur að innskráningarglugganum
  5. Til að geta skráð sig inn þarf fyrst að haka í samþykkja skilmála
  6. Þegar búið er að skrá sig inn koma upp nöfn fjölskyldumeðlima. Ef einungis ykkar nafn kemur upp þarf að fara í „nýr iðkandi“ og velja það barn sem þið viljið skrá.
  7. Veljið „Námskeið/flokkar í boði“ aftast í línu barnsins (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)
  8. Þá kemur upp það sem er í boði og til að skrá í Íþróttaskóla HSV skal fara í „skráning“ aftast í línunni (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)
  9. Þá kemur að því að velja greiðslufyrirkomulag og klára skáningu (muna að haka við samþykkja skilmála)

Ég hef fengið fyrirspurnir um það hvort að börn úr öðrum bæjarfélögum megi vera með á leikjanámskeiðinu í sumar og þau eru að sjálfsögðu velkomin.

 

Kveðja, Salome, yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV.

 

Nánar

Nú er síðasta vika íþróttaskólans þetta skólaárið hafin. Vikan verður með nokkuð hefðbundnu sniði fyrir utan fimmtudaginn sem er almennur frídagur.

Fimmtudaginn 29.maí verður lokahóf Íþróttaskóla HSV haldið á gervigrasvellinum á Torfnesi á milli klukkan 11 og 13. Þar verða í boði grillaðar pylsur, djús, glens og gaman fyrir alla þátttakendur íþróttaskólans og eru foreldrar velkomnir með.

Vonast til að sjá ykkur sem flest.

 

Kveðja, Salome, yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV.

Nánar

Ágætu sambandsaðilar,


Í samræmi við 7. gr. laga HSV er hér með boðað til 13. héraðsþings HSV, fimmtudaginn 5. júní, í Háskólasetrinu.


Tillögur sem óskað er eftir að teknar verði fyrir á héraðsþingi skulu hafa borist stjórn HSV fjórum vikum fyrir þing.

S
íðara fundarboð með dagskrá og upplýsingum um tillögur og mál sem leggja á fyrir héraðsþing verður sent aðildarfélögum með eigi minna en tveggja vikna fyrirvara með rafrænum hætti, nema óskað sé eftir því skriflega.


Frekari upplýsingar varðandi héraðsþing HSV má finna í lögum HSV sem nálgast má á HSV.is eða hjá framkvæmdastjóra.

Nánar

Dagskrá ráðstefnunnar „Ungt fólk og lýðræði“ sem verður haldin dagana 9. – 11.apríl á Hótel Ísafirði liggur fyrir. Dagskráin er metnaðarfull en aðalþema ráðstefnunnar að þessu sinni verður Stjórnsýslan og við.

Þema endurspeglar vel þarfir ungs fólks og ungmenna sem vinna í ungmennaráðum í sínu sveitafélagi. Þátttakendur fá tækifæri til að ræða og meta stöðu sína í eigin samfélagi og grundvöll til að ræða við aðila sem koma að stjórnsýslunni.


Ungmennafélag Íslands hefur ávallt lagt áherslu á lýðræðislega þátttöku ungs fólks og vandað hefur verið til dagskrár ráðstefnunnar. Kvöldvökur verða bæði kvöldin og ættu allir að hafa bæði gagn og gaman af.

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Með því að klikka á myndina hér til hliðar má sjá dagskrána í heild sinni.

Nánar
Nánar