14. héraðsþing HSV verður haldið 5. júní í Háskólasetrinu.
Ágætu sambandsaðilar,
Í samræmi við 7. gr. laga HSV er hér með boðað til 13. héraðsþings HSV, fimmtudaginn 5. júní, í Háskólasetrinu.
Tillögur sem óskað er eftir að teknar verði fyrir á héraðsþingi skulu hafa borist stjórn HSV fjórum vikum fyrir þing.
S
íðara fundarboð með dagskrá og upplýsingum um tillögur og mál sem leggja á fyrir héraðsþing verður sent aðildarfélögum með eigi minna en tveggja vikna fyrirvara með rafrænum hætti, nema óskað sé eftir því skriflega.
Frekari upplýsingar varðandi héraðsþing HSV má finna í lögum HSV sem nálgast má á HSV.is eða hjá framkvæmdastjóra.
Nánar
Dagskrá ráðstefnunnar ,,Ungt fólk og lýðræði“
Dagskrá ráðstefnunnar „Ungt fólk og lýðræði“ sem verður haldin dagana 9. – 11.apríl á Hótel Ísafirði liggur fyrir. Dagskráin er metnaðarfull en aðalþema ráðstefnunnar að þessu sinni verður Stjórnsýslan og við.
Þema endurspeglar vel þarfir ungs fólks og ungmenna sem vinna í ungmennaráðum í sínu sveitafélagi. Þátttakendur fá tækifæri til að ræða og meta stöðu sína í eigin samfélagi og grundvöll til að ræða við aðila sem koma að stjórnsýslunni.
Ungmennafélag Íslands hefur ávallt lagt áherslu á lýðræðislega þátttöku ungs fólks og vandað hefur verið til dagskrár ráðstefnunnar. Kvöldvökur verða bæði kvöldin og ættu allir að hafa bæði gagn og gaman af.
Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Með því að klikka á myndina hér til hliðar má sjá dagskrána í heild sinni.
Nánar
Ungmennafélag Íslands býður á vinnufund.
Nánar
Forvarnarátak ÍSÍ gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum- fyrirlestur og umræður mánudaginn 17. mars kl. 16:30 í Stjórnsýsluhúsi Ísfirðinga.
Forvarnarfundur gegn kynferðisofbeldi á börnum og unglingum í Stjórnsýsluhúsinu næstkomandi mánudag 17. mars., kl. 16:30.
Fundurinn er liður í forvarnarátaki ÍSÍ gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. Erindi fundarins verður í höndum Hafdísar Hinriksdótturn, íþróttakonu og meistaranema í félagsfræði, en Hafdís hefur verið vinna efni, í samvinnu við ÍSÍ, sem fjallar um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum.
Það er gríðalega mikilvægt að allir þjálfarar og aðilar sem á einn eða annan hátt eru að vinna með börnum og unglingum í hreyfingunni taki frá tíma á mánudag og hlýði á erindið og taki þannig á ábyrgan hátt þátt í þessari baráttu.
Erindið er bæði upplýsandi, fróðlegt og skemmtileg og á eftir verður boðið upp á kaffi, meðlæti og umræður um efnið.
Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og unglingum er meinvarp sem hreyfingin þarf stöðugt að vera á varðbergi fyrir.
HSV hvetur aðildarfélög til að auglýsa fundinn vel innan síns félags og ítreka mikilvægi hans við sína þjálfara.
Hér má finna bækling sem gefin er út af ÍSÍ og fjallar um málefnið.
Nánar
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.
Umsóknarfrestur er til 21. mars 2014
Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is .
Ef einhverjar spurningar vakna þá má hafa samband við Pétur Markan, framkvæmdastjóra HSV, á skrifstofu tíma eða í síma 698-4842
Nánar