Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Umsóknarferlinu hefur verið breytt og fara þær nú í gegn um póstform hér á síðunni. Umsóknir skulu nú koma frá iðkendum í gegnum félögin. Hverju félagi hefur verið úthlutað aðgangi að umsóknarferlinu. Þeir sem hyggjast sækja um í afreksjóðnum snúi sér því til sinna þjálfara eða stjórna sem aðstoða við umsóknarferlið. 

Nánar

Hermann Níelsson formaður knattspyrnufélagsins Harðar var í gær, mánudaginn 27. október, sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþrótta í landinu.  Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ afhenti Hermanni Heiðurskrossinn að viðstaddri fjölskyldu hans og fulltrúum ÍSÍ, á Landsspítalnum við Hringbraut þar sem Hermann dvelur nú vegna illvígra veikinda.

Nánar

Ísafjarðarbær og HSV standa fyrir hreyfiviku 29/9-5/10.

Nánar

Æfingatöflur haustsins í körfubolta, handbolta, fótbolta og blaki hafa verið birtar á heimasíðum félaganna. Einnig má sjá þær hér: KFÍ,Hörður, BÍ88 og Skellur

Nánar
Ómar Karvel Guðmundsson
Ómar Karvel Guðmundsson
1 af 4

Á fundi afrekssjóðs HSV í gær voru teknar fyrir styrkbeiðnir sem borist höfðu í sumar. Ákveðið var að styrkja fjóra afreksmenn sambandsins.

Nánar