Gull, silfur og brons á Landsmóti UMFÍ 50+
„Við tókum þátt þessu móti í annað sinn, en það var að þessu sinni haldið í Vík í Mýrdal dagana 7.-9. júní. Árangurinn var mjög góður, við komum heim með eitt gull, eitt silfur og eitt brons. Gullið í pönnukökubakstri vann Sigríður Króknes, silfur í púttkeppni vann Þórleif Skarphéðinsdóttir og brons í sveitakeppni í boccia unnu Héðinn Ólafsson, Björn Helgason og Heiðar Guðmundsson en varamenn voru Gunnlaugur Jónasson og Gunnar Veturliðason,“ segir Björn Helgason, fyrrverandi formaður Kubba, íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði, sem náði þessum glæsta árangri á Landsmóti UMFÍ 50+ (fimmtugir og eldri).
„Við vorum líka með í fyrra, en félagið er tveggja ára gamalt,“ segir Björn.
Keppendur Kubba voru 22 í ár en 21 keppti fyrir hönd félagsins í fyrra. Björn segir að framkvæmd mótsins og annað hafi verið með ágætum en veður hefði getað verið betra.
Gaman er að geta þess vegna aldursmarkanna (50+), að minnstu munaði að lið Kubba hefði alveg eins getað keppt á Landsmóti 70+ (sem reyndar er ekki haldið). Allir keppendurnir voru komnir yfir sjötugt nema einn sem er 69 ára ...
hordur@bb.is
Nánar
Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn
Forseti Íþrótta- og
Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri.
Ólafur varð bráðkvaddur í
Sviss nú fyrr í dag þar sem hann sótti
fund í miðstjórn FIBA World , Alþjóða Körfuknattleikssambandsins.
Hann lætur eftir sig
eiginkonu og þrjú börn.
Ólafur starfaði sem
lögmaður og rak eigin lögmannsstofu í Hafnarfirði.
Ólafur Eðvarð Rafnsson
var formaður Körfuknattleikssambands Íslands frá árinu 1996 til 2006 en það ár
var hann kosinn forseti ÍSÍ. Ólafur var
kjörinn forseti FIBA Europe árið 2010. Hann tók í lok síðasta mánaðar við stöðu
forseta framkvæmdastjórnar Smáþjóðaleikanna.
Ólafur stundaði sjálfur körfuknattleik um árabil með Haukum og lék m.a. með landsliði Íslands.
HSV vottar
fjölskyldu Ólafs sína dýpstu samúð.
Nánar
Þriðja vika leikjanámskeiðs HSV
Nú er þriðja vika leikjanámskeiðs HSV að hefjast og hér má sjá dagskrá vikunnar.
Við hittumst alltaf við íþróttahúsið á Torfnesi. Mikilvægt er að börnin komi með hollt nesti að heiman sem borðað er um miðjan morgun. Einnig vil ég minna á að börnin séu klædd eftir veðri.
Í fjöruferðina sem við förum í á miðvikudaginn er gott að mæta með fötu, skóflu og annað sanddót. Þegar við förum á smíðavellina er gott að sem flestir komi með hamar að heiman. Á föstudaginn verðum við svo með búningaþema og þá mega allir koma í búningum að eigin vali.
Ég vil minna á facebook síðuna okkar þar sem sjá má fréttir og myndir af starfinu: Íþróttaskóli HSV.
Nánar
Önnur vika leikjanámskeiðs HSV sumarið 2013
Önnur vika leikjanámskeiðsins er í gangi hjá okkur núna og hér má sjá dagskrá vikunnar.
Á miðvikudeginum er hjólaferð í Tunguskóg og þann dag koma allir á hjólum. Gott er að taka með sér auka sokka og jafnvel aukabuxur því krakkarnir munu mjög líklega að vaða aðeins í ánni.
Á fimmtudaginn er sundferð og þá verða allir að mæta með sundfötin sín.
Á föstudaginn ætlum við svo að drullumalla og þá má mæta með fötur, skóflur og allt það sem ykkur dettur í hug til að gera drullukökuveislu sem glæsilegasta. Þann dag er mjög sniðugt að vera ekki í sparifötunum og gera ráð fyrir að koma ekki hreinn heim.
Nánar
Siglinga- og útivistarnámskeið Sæfara
Siglingaklúbburinn
Sæfari verður með siglinga- og útivistarnámskeið fyrir 9-14 ára börn.
Boðið verður upp á 5 eins vikna námskeið á tímabilinu 10. júní til 16. ágúst.
Námskeið hefst á mánudegi og lýkur á föstudegi og stendur frá kl. 9-14.
Námskeiðin
verða í aðstöðu Sæfara við Suðurtanga. Á námskeiðinu læra börnin m.a. á kayak
og seglbáta en einnig verður farið í fjallgöngur, útilegu og hjólaferð (á eigin
hjólum), föndrað úr fjörunni og farið í leiki. Hámarksþátttökufjöldi er 10-12
börn. Verð er 16.000 kr. Umsjónarmaður er Elín Marta Eiríksdóttir. Skráning og
nánari upplýsingar í síma 8934289 eða á póstfanginu elineiriks@gmail.com.
Námskeiðsvikurnar verða sem
hér segir frá kl. 9-14:
10.-14. júní
24.-28. júní
1.-5. júlí
8.-12. júlí
12.-16. ágúst
Nánar